Níu mánuði að finna vinnu: „Þetta var ekki mjög gáfuleg ákvörðun“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 13:00 Konráð Pálmason ásamt eiginkonu sinni Elínu Elísabetu Torfadóttur og þremur sonum þeirra Mynd/Hvar er best að búa? „Ég var níu mánuði að finna vinnu, segir Konráð Pálmason kvikmyndatökumaður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Elínu Elísabetu Torfadóttur og þremur sonum þeirra til Stokkhólms sumarið 2016. Af hreinni löngun til að næra ævintýraþrána, prófa eitthvað nýtt og leyfa drengjunum að upplifa að búa í öðru þjóðfélagi.” Elín vinnur í tölvugeiranum og eins og Konráð segir, þá gæti hún flutt til tunglsins og fengið vinnu en það er örðugra að koma sér inn í kvikmyndabransann þegar maður er mállaus í nýju landi. Til að byrja með var Elín í fjarvinnu frá vinnuveitanda sínum á Íslandi en svo bauðst henni starf hjá Spotify þar sem hún starfar nú sem þróunarstýra. Konráð hafði notið velgengni í starfi sínu á Íslandi, síðasta verkefni hans hér var að leikstýra og framleiða hina vinsælu þætti Orðbragð fyrir RÚV. En þrátt fyrir flotta ferilskrá tók langan tíma að finna vinnu. Ævintýrisins virði Fyrstu mánuðina í Svíþjóð notaði hann meðal annars til að fara á sænskunámskeið, koma sér upp tengslaneti í bransanum og tala við framleiðslufyrirtæki. „Þetta var svona speed dating. En það hafði ekki skilað neinu og ég skil það alveg. Ég var náttúrlega bara einhver gúbbi frá Íslandi sem enginn þekkti. Ég var náttúrlega að gera mjög skemmtilega hluti heima og það var alveg erfitt að fara af þeim markaði og á nýjan stað. Dálítið eins og að vera settur á núllreit í Matador. Þannig að þetta var ekki mjög gáfuleg ákvörðun. Mæli ekki með þessu,” segir hann brosandi.„En þetta er ævintýrisins virði. Það blundaði í okkur að flytja út og gera eitthvað svona ævintýri, þannig að ef maður hefur það ekki, þá er maður bara heima.” Áhættan borgaði sig og Konráð fékk vinnu í Stokkhólmi eins og sjá má í þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? á Stöð 2 í kvöld kl. 19:10. Þetta er annar þáttur í þessari átta þátta seríu þar sem Lóa Pind heimsækir fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Þættirnir eru framleiddir af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Brotist inn um miðja nótt í hitabeltisparadís Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. Lóa Pind fylgist með daglegu lífi þeirra í þessari hitabeltisparadís í nýrri þáttaröð sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöld. 11. nóvember 2019 12:30 Gaman að rugla í rútínunni Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti níu lönd fyrir nýja þáttaröð af Hvar er best að búa? 8. nóvember 2019 09:48 Hvar er best að búa?: „Greind með menningarsjokk” í hitabeltisparadísinni Kosta Ríka Þættirnir Hvar er best að búa? hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld klukkan 19:10. 10. nóvember 2019 16:15 Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Æðislegt en líka mikið átak að flytja út Lóa Pind hefur heyrt margar reynslusögur Íslendinga sem búa erlendis en hún segist ekki geta sagt til um það hvar nákvæmlega sé best að búa. 16. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
„Ég var níu mánuði að finna vinnu, segir Konráð Pálmason kvikmyndatökumaður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Elínu Elísabetu Torfadóttur og þremur sonum þeirra til Stokkhólms sumarið 2016. Af hreinni löngun til að næra ævintýraþrána, prófa eitthvað nýtt og leyfa drengjunum að upplifa að búa í öðru þjóðfélagi.” Elín vinnur í tölvugeiranum og eins og Konráð segir, þá gæti hún flutt til tunglsins og fengið vinnu en það er örðugra að koma sér inn í kvikmyndabransann þegar maður er mállaus í nýju landi. Til að byrja með var Elín í fjarvinnu frá vinnuveitanda sínum á Íslandi en svo bauðst henni starf hjá Spotify þar sem hún starfar nú sem þróunarstýra. Konráð hafði notið velgengni í starfi sínu á Íslandi, síðasta verkefni hans hér var að leikstýra og framleiða hina vinsælu þætti Orðbragð fyrir RÚV. En þrátt fyrir flotta ferilskrá tók langan tíma að finna vinnu. Ævintýrisins virði Fyrstu mánuðina í Svíþjóð notaði hann meðal annars til að fara á sænskunámskeið, koma sér upp tengslaneti í bransanum og tala við framleiðslufyrirtæki. „Þetta var svona speed dating. En það hafði ekki skilað neinu og ég skil það alveg. Ég var náttúrlega bara einhver gúbbi frá Íslandi sem enginn þekkti. Ég var náttúrlega að gera mjög skemmtilega hluti heima og það var alveg erfitt að fara af þeim markaði og á nýjan stað. Dálítið eins og að vera settur á núllreit í Matador. Þannig að þetta var ekki mjög gáfuleg ákvörðun. Mæli ekki með þessu,” segir hann brosandi.„En þetta er ævintýrisins virði. Það blundaði í okkur að flytja út og gera eitthvað svona ævintýri, þannig að ef maður hefur það ekki, þá er maður bara heima.” Áhættan borgaði sig og Konráð fékk vinnu í Stokkhólmi eins og sjá má í þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? á Stöð 2 í kvöld kl. 19:10. Þetta er annar þáttur í þessari átta þátta seríu þar sem Lóa Pind heimsækir fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Þættirnir eru framleiddir af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Brotist inn um miðja nótt í hitabeltisparadís Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. Lóa Pind fylgist með daglegu lífi þeirra í þessari hitabeltisparadís í nýrri þáttaröð sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöld. 11. nóvember 2019 12:30 Gaman að rugla í rútínunni Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti níu lönd fyrir nýja þáttaröð af Hvar er best að búa? 8. nóvember 2019 09:48 Hvar er best að búa?: „Greind með menningarsjokk” í hitabeltisparadísinni Kosta Ríka Þættirnir Hvar er best að búa? hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld klukkan 19:10. 10. nóvember 2019 16:15 Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Æðislegt en líka mikið átak að flytja út Lóa Pind hefur heyrt margar reynslusögur Íslendinga sem búa erlendis en hún segist ekki geta sagt til um það hvar nákvæmlega sé best að búa. 16. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Brotist inn um miðja nótt í hitabeltisparadís Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. Lóa Pind fylgist með daglegu lífi þeirra í þessari hitabeltisparadís í nýrri þáttaröð sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöld. 11. nóvember 2019 12:30
Gaman að rugla í rútínunni Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti níu lönd fyrir nýja þáttaröð af Hvar er best að búa? 8. nóvember 2019 09:48
Hvar er best að búa?: „Greind með menningarsjokk” í hitabeltisparadísinni Kosta Ríka Þættirnir Hvar er best að búa? hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld klukkan 19:10. 10. nóvember 2019 16:15
Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15
Æðislegt en líka mikið átak að flytja út Lóa Pind hefur heyrt margar reynslusögur Íslendinga sem búa erlendis en hún segist ekki geta sagt til um það hvar nákvæmlega sé best að búa. 16. nóvember 2019 14:00
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög