Eftirlegukindur draga áfram dilk á eftir sér Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Átta kindum var bjargað úr Bjólfi 1. febrúar í fyrra. Fleiri kindur náðust síðar. Mynd/Kubbafabrikkan Arkitetar - Tindar Hótel „Matvælastofnun er að reyna að láta okkur borga aðgerð sem við vorum búin að meta sem hættulega,“ segir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs Seyðifjarðar. Matvælastofnun vill að Seyðfirðingar borgi 804 þúsund króna reikning frá björgunarsveitinni Héraði á Fljótsdalshéraði. Fram kemur í bréfi stofnunarinnar að henni hefði 30. janúar í fyrra borist ábending um fé á útigangi hátt uppi í hlíðum Bjólfs. Þar væri djúpur snjór og jarðlaust og féð því bjargarlaust. Þáverandi bæjarstjóri hefði upplýst að vitað væri af fénu en að félagar í björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði hefðu hafnað því að taka að sér að bjarga skepnunum. Sagði Matvælastastofnun ljóst að ákvæði um hjálparskyldu í lögum um dýravernd hefðu verið brotin. Félagar úr Björgunarsveitiinni Héraði á Fljótdalshéraði hafi verið fengnir til að aðstoða við björgun kindanna sem farið var í hinn 1. febrúar. Um hafi verið að ræða fé af tveimur bæjum í Seyðisfirði. Ætlar Matvælastofnun þeim að taka þátt í kostnaðinum.Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri á Seyðisfirði.„Fjallskilastjórinn á Seyðisfirði var búinn að meta að það væri hættulegt að reyna að ná þeim niður svo það var ákveðið að fara ekki héðan. Matvælastofnun tók upp á því upp á eigin spýtur að senda björgungarsveitarmenn ofan af Héraði til þess að bjarga þeim,“ útskýrir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs á Seyðisfirði. Rúnar og Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri benda á að björgunarsveitarreikningnum hafi áður verið hafnað af Vilhjálmi Jónssyni, fyrrverandi bæjarstjóra. Aðalheiður segir Matís á Egilsstöðum hafa viðurkennt að þarna hafi verið gerð mistök er tekið var fram fyrir hendurnar á fjallskilakóngi Seyðisfjarðarkaupstaðar. Skýrt væri í fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur að leitast ætti við að bjarga fé úr fjalli en aðeins ef það þætti fært. „Það þótti ekki forsvaranlegt að fara eftir fénu á þeim tímapunkti sem stjórnandi aðgerða vildi enda aðstæður óhagstæðar á þeim tímapunkti. En þá valdi stjórnandi aðgerða að fá björgunarsveitina á Héraði í verkið,“ segir Aðalheiður. „Eftir því sem ég kemst næst þá var mikið glæfraverk að fara í Bjólfinn á þessum degi og aðstæður mjög erfiðar.“ Átta kindum mun hafa verið bjargað niður úr Bjólfi þennan dag. Nokkrar kindur sem þá var talið of hættulegt að nálgast urðu eftir en þær náðust síðar. Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Dýr Landbúnaður Seyðisfjörður Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
„Matvælastofnun er að reyna að láta okkur borga aðgerð sem við vorum búin að meta sem hættulega,“ segir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs Seyðifjarðar. Matvælastofnun vill að Seyðfirðingar borgi 804 þúsund króna reikning frá björgunarsveitinni Héraði á Fljótsdalshéraði. Fram kemur í bréfi stofnunarinnar að henni hefði 30. janúar í fyrra borist ábending um fé á útigangi hátt uppi í hlíðum Bjólfs. Þar væri djúpur snjór og jarðlaust og féð því bjargarlaust. Þáverandi bæjarstjóri hefði upplýst að vitað væri af fénu en að félagar í björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði hefðu hafnað því að taka að sér að bjarga skepnunum. Sagði Matvælastastofnun ljóst að ákvæði um hjálparskyldu í lögum um dýravernd hefðu verið brotin. Félagar úr Björgunarsveitiinni Héraði á Fljótdalshéraði hafi verið fengnir til að aðstoða við björgun kindanna sem farið var í hinn 1. febrúar. Um hafi verið að ræða fé af tveimur bæjum í Seyðisfirði. Ætlar Matvælastofnun þeim að taka þátt í kostnaðinum.Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri á Seyðisfirði.„Fjallskilastjórinn á Seyðisfirði var búinn að meta að það væri hættulegt að reyna að ná þeim niður svo það var ákveðið að fara ekki héðan. Matvælastofnun tók upp á því upp á eigin spýtur að senda björgungarsveitarmenn ofan af Héraði til þess að bjarga þeim,“ útskýrir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs á Seyðisfirði. Rúnar og Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri benda á að björgunarsveitarreikningnum hafi áður verið hafnað af Vilhjálmi Jónssyni, fyrrverandi bæjarstjóra. Aðalheiður segir Matís á Egilsstöðum hafa viðurkennt að þarna hafi verið gerð mistök er tekið var fram fyrir hendurnar á fjallskilakóngi Seyðisfjarðarkaupstaðar. Skýrt væri í fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur að leitast ætti við að bjarga fé úr fjalli en aðeins ef það þætti fært. „Það þótti ekki forsvaranlegt að fara eftir fénu á þeim tímapunkti sem stjórnandi aðgerða vildi enda aðstæður óhagstæðar á þeim tímapunkti. En þá valdi stjórnandi aðgerða að fá björgunarsveitina á Héraði í verkið,“ segir Aðalheiður. „Eftir því sem ég kemst næst þá var mikið glæfraverk að fara í Bjólfinn á þessum degi og aðstæður mjög erfiðar.“ Átta kindum mun hafa verið bjargað niður úr Bjólfi þennan dag. Nokkrar kindur sem þá var talið of hættulegt að nálgast urðu eftir en þær náðust síðar.
Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Dýr Landbúnaður Seyðisfjörður Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira