NPA-mál komin á rekspöl í bæjarstjórnum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Guðlaug Kristjánsdóttir oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Fréttablaðið/Pjetur Málefni NPA-löggjafarinnar hafa verið rædd víða í bæjarstjórnum landsins undanfarna daga. Nýlega greindi Fréttablaðið frá því að pottur væri brotinn varðandi innleiðingu löggjafarinnar og samræming á milli sveitarfélaga engin. Skapar þetta ójöfn búsetuskilyrði fyrir fatlaða en jafnframt hefur verið lítið samráð við NPA-miðstöðina eða önnur hagsmunasamtök fatlaðra. Niðurstaða velferðarráðs Kópavogs var afgreidd af bæjarráði í gær og vísað til samþykktar bæjarstjórnar. Minnihlutafulltrúar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar/BF og Miðflokks gerðu athugasemdir við næturtaxta aðstoðarfólks og að hann uppfylli ekki ákvæði kjarasamninga. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sögðu að Kópavogur muni uppfylla kjarasamninga og Kópavogur greiði nú þegar næsthæstu NPA-greiðslur allra sveitarfélaga. „Hins ber að gæta að fjármagn það sem ríkið leggur til málaflokksins er föst upphæð og hækkun á tímagjaldi þýðir einfaldlega færri tímar og færri samningar,“ segir í bókun meirihlutans. Í Hafnarfirði fór Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans, fram á að samráð yrði haft við hagsmunasamtök fatlaðra og könnun yrði gerð um hvort bærinn uppfyllti upplýsingaskyldu sína. Var samþykkt í fjölskylduráði að fulltrúi fatlaðra yrði í starfshópi. Þá voru nýjar reglur um NPA kynntar í velferðarráði Reykjanesbæjar á miðvikudag og hefur þeim verið vísað til samþykktar í bæjarráði. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Leggur áherslu á NPA-þjónustu fyrir börn Félagsmálaráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á það að notendastýrð persónuleg aðstoð eða NPA-þjónusta við börn sé aukin. Gagnrýni Sambands íslenskra sveitarfélaga um trúnaðarbrest vegna þjónustunnar sé byggð á misskilningi. 12. október 2019 12:00 NPA-aðstoðin orðin hindrun Aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær. Í málinu er tekist á um rétt Freyju til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. 24. október 2019 06:00 Búsetumismunun vegna NPA Innleiðing NPA-löggjafarinnar hefur gengið illa. Launataxtar aðstoðarfólks eru ekki samræmdir, deilt um gildissvið og fatlaðir ekki með í ráðum varðandi útfærslur, að sögn formanns NPA miðstöðvarinnar. 30. október 2019 06:46 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Málefni NPA-löggjafarinnar hafa verið rædd víða í bæjarstjórnum landsins undanfarna daga. Nýlega greindi Fréttablaðið frá því að pottur væri brotinn varðandi innleiðingu löggjafarinnar og samræming á milli sveitarfélaga engin. Skapar þetta ójöfn búsetuskilyrði fyrir fatlaða en jafnframt hefur verið lítið samráð við NPA-miðstöðina eða önnur hagsmunasamtök fatlaðra. Niðurstaða velferðarráðs Kópavogs var afgreidd af bæjarráði í gær og vísað til samþykktar bæjarstjórnar. Minnihlutafulltrúar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar/BF og Miðflokks gerðu athugasemdir við næturtaxta aðstoðarfólks og að hann uppfylli ekki ákvæði kjarasamninga. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sögðu að Kópavogur muni uppfylla kjarasamninga og Kópavogur greiði nú þegar næsthæstu NPA-greiðslur allra sveitarfélaga. „Hins ber að gæta að fjármagn það sem ríkið leggur til málaflokksins er föst upphæð og hækkun á tímagjaldi þýðir einfaldlega færri tímar og færri samningar,“ segir í bókun meirihlutans. Í Hafnarfirði fór Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans, fram á að samráð yrði haft við hagsmunasamtök fatlaðra og könnun yrði gerð um hvort bærinn uppfyllti upplýsingaskyldu sína. Var samþykkt í fjölskylduráði að fulltrúi fatlaðra yrði í starfshópi. Þá voru nýjar reglur um NPA kynntar í velferðarráði Reykjanesbæjar á miðvikudag og hefur þeim verið vísað til samþykktar í bæjarráði.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Leggur áherslu á NPA-þjónustu fyrir börn Félagsmálaráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á það að notendastýrð persónuleg aðstoð eða NPA-þjónusta við börn sé aukin. Gagnrýni Sambands íslenskra sveitarfélaga um trúnaðarbrest vegna þjónustunnar sé byggð á misskilningi. 12. október 2019 12:00 NPA-aðstoðin orðin hindrun Aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær. Í málinu er tekist á um rétt Freyju til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. 24. október 2019 06:00 Búsetumismunun vegna NPA Innleiðing NPA-löggjafarinnar hefur gengið illa. Launataxtar aðstoðarfólks eru ekki samræmdir, deilt um gildissvið og fatlaðir ekki með í ráðum varðandi útfærslur, að sögn formanns NPA miðstöðvarinnar. 30. október 2019 06:46 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Leggur áherslu á NPA-þjónustu fyrir börn Félagsmálaráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á það að notendastýrð persónuleg aðstoð eða NPA-þjónusta við börn sé aukin. Gagnrýni Sambands íslenskra sveitarfélaga um trúnaðarbrest vegna þjónustunnar sé byggð á misskilningi. 12. október 2019 12:00
NPA-aðstoðin orðin hindrun Aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær. Í málinu er tekist á um rétt Freyju til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. 24. október 2019 06:00
Búsetumismunun vegna NPA Innleiðing NPA-löggjafarinnar hefur gengið illa. Launataxtar aðstoðarfólks eru ekki samræmdir, deilt um gildissvið og fatlaðir ekki með í ráðum varðandi útfærslur, að sögn formanns NPA miðstöðvarinnar. 30. október 2019 06:46