Franskra sjómanna minnst í Hólavallakirkjugarði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 10:00 Garaham Poul sendiherra vottaði frönsku sjómönnunum í kirkjugarðinum virðingu sína. Vopnahlésdagsins, 11.11., er jafnan minnst klukkan 11 í Frakklandi við gröf óþekkta hermannsins eða minnismerki um fallna hermenn. Hér hefur franska sendiráðið athöfn við minnismerki um franska sjómenn í Hólavallagarði. Klukkan ellefu, ellefta dag, ellefta mánaðar ársins 1918 var samið um að ljúka afar mannskæðu stríði sem geisað hafði í Evrópu í rúm fjögur ár. Því er sá mánaðardagur jafnan haldinn hátíðlegur í Frakklandi, við gröf óþekkta hermannsins eða við minnismerki um fallna hermenn. Hér á landi háðu franskir sjómenn orrustur við íslensk náttúruöf l og biðu stundum lægri hlut, þeir hvíla í nafnlausum gröfum víða um land. Í Hólavallakirkjugarði eru nokkrir tugir þeirra, flestir frá Bretagne í Frakklandi. Árið 1953 var settur þar upp stór steindrangur með áletrun. Sú fallega hefð hefur skapast að franska sendiráðið standi fyrir minningarstund í kirkjugarðinum klukkan 11 þann 11.11. við dranginn og sú hefð var haldin í heiðri þetta árið, að sögn Pálma Jóhannessonar, upplýsingafulltrúa sendiráðsins. „Þessi athöfn hefur verið nokkurn veginn árleg, þó hefur komið fyrir að hún hafi fallið niður,“ segir hann. „En þetta finnst mér mjög góð hugmynd því hér á landi er enginn hermannagrafreitur franskur, enda engir fallnir hermenn hér af völdum stríðs en þessir látnu sjómenn eru ígildi þeirra.“ Pálmi segir allnokkurn hóp fólks hafa verið við athöfnina á mánudaginn. „Hún fór þannig fram að Graham Paul, sendiherra Frakklands, flutti ræðu, tveir starfsmenn sendiráðsins fóru með ljóð, annað íslenskt, hitt franskt, og síðan lagði sendiherrann blómsveig að minnismerkinu. Að því loknu var gestum boðin hressing í bústað sendiherrans,“ lýsir Pálmi. Spurður nánar út í kvæðin segir hann þau vera Marin français eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld og Oceano Vox eftir Victor Hugo. Í gamla kirkjugarðinum var látlaus kross settur á leiði sjómannanna en þau voru nafnlaus. Þar stóð bara Marin français sem þýðir franskur sjómaður. Kvæðið hans Guðmundar er á íslensku að öðru leyti en því að lausleg þýðing Pálma á textanum á frönsku fylgdi. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tímamót Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Vopnahlésdagsins, 11.11., er jafnan minnst klukkan 11 í Frakklandi við gröf óþekkta hermannsins eða minnismerki um fallna hermenn. Hér hefur franska sendiráðið athöfn við minnismerki um franska sjómenn í Hólavallagarði. Klukkan ellefu, ellefta dag, ellefta mánaðar ársins 1918 var samið um að ljúka afar mannskæðu stríði sem geisað hafði í Evrópu í rúm fjögur ár. Því er sá mánaðardagur jafnan haldinn hátíðlegur í Frakklandi, við gröf óþekkta hermannsins eða við minnismerki um fallna hermenn. Hér á landi háðu franskir sjómenn orrustur við íslensk náttúruöf l og biðu stundum lægri hlut, þeir hvíla í nafnlausum gröfum víða um land. Í Hólavallakirkjugarði eru nokkrir tugir þeirra, flestir frá Bretagne í Frakklandi. Árið 1953 var settur þar upp stór steindrangur með áletrun. Sú fallega hefð hefur skapast að franska sendiráðið standi fyrir minningarstund í kirkjugarðinum klukkan 11 þann 11.11. við dranginn og sú hefð var haldin í heiðri þetta árið, að sögn Pálma Jóhannessonar, upplýsingafulltrúa sendiráðsins. „Þessi athöfn hefur verið nokkurn veginn árleg, þó hefur komið fyrir að hún hafi fallið niður,“ segir hann. „En þetta finnst mér mjög góð hugmynd því hér á landi er enginn hermannagrafreitur franskur, enda engir fallnir hermenn hér af völdum stríðs en þessir látnu sjómenn eru ígildi þeirra.“ Pálmi segir allnokkurn hóp fólks hafa verið við athöfnina á mánudaginn. „Hún fór þannig fram að Graham Paul, sendiherra Frakklands, flutti ræðu, tveir starfsmenn sendiráðsins fóru með ljóð, annað íslenskt, hitt franskt, og síðan lagði sendiherrann blómsveig að minnismerkinu. Að því loknu var gestum boðin hressing í bústað sendiherrans,“ lýsir Pálmi. Spurður nánar út í kvæðin segir hann þau vera Marin français eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld og Oceano Vox eftir Victor Hugo. Í gamla kirkjugarðinum var látlaus kross settur á leiði sjómannanna en þau voru nafnlaus. Þar stóð bara Marin français sem þýðir franskur sjómaður. Kvæðið hans Guðmundar er á íslensku að öðru leyti en því að lausleg þýðing Pálma á textanum á frönsku fylgdi.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tímamót Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira