Mikilvægt að losa sig við skömmina sem fylgir ófrjósemi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 11:30 Björn Gunnar Rafnsson segir að umræða um ófrjósemisvanda karla sé enn tabú í umræðunni. Vísir/Vilhelm Björn Gunnar Rafnsson var 29 ára gamall þegar hann komst að því að hann ætti við ófrjósemisvandamál að stríða. Hann segir að ófrjósemisvandi karla sé allt of mikið feimnismál og að karlar þurfi að hætta að skammast sín fyrir þetta. Björn Gunnar eignaðist sitt fyrsta barn 12 árum eftir að hann byrjaði fyrst að spá í barneignum og segir að tilfinningin hafi verið ólýsanleg. „Ég og fyrri eiginkona mín byrjuðum að reyna árið 2005, á meðan við bjuggum í London.“ Björn Gunnar áttaði sig á því að það gæti verið eitthvað vandamál þegar þau voru búin að reyna heima í heilt ár. „Þá pantaði ég mér tíma hjá heimilislækni og fékk að fara í sæðisrannsókn. Á skýrslunni sem kom til baka stóð að fjöldi sæðisfruma væri minni en milljón. Læknirinn kunni ekki alveg að lesa úr niðurstöðunum og tilkynnti mér það að allt minna en milljón þýddi það sama og núll. Svo tilkynnti hann mér það að ég myndi aldrei geta eignast börn.“ Hann fékk í kjölfarið tilvísun á að hitta innkirtlasérfræðing. „Þar tóku við hinar ýmsu rannsóknir til þess að útiloka hin ýmsu heilkenni ásamt því að litningar mínir voru rannsakaðir. Ekkert óeðlilegt kom þar í ljós. Við fórum í eina smásjárfrjóvgun hér heima sem varð að óléttu en hún missti fóstrið á 10. viku.“ Læknirinn las rangt úr niðurstöðum Eftir það áfall komst Björn Gunnar að hjá einum fremsta frjósemislækni í heiminum í dag en hann er staðsettur í London. „Þar reyndum við fyrst það að ég myndi hætta að drekka í sex mánuði, sem ég gerði og við það jókst sæðisframleiðslan töluvert en ekki nóg til þess að geta eignast barn heima. í kjölfarið á þeirri tilraun fékk ég tvenn hormón sem ég átti að sprauta mig með fimm sinnum í viku í sex mánuði til þess að auka eigin framleiðslu. Þessi hormón heita LH og FSH. Ég er með skort á LH hormóninu og við þá gjöf jókst magnið enn meira.“ Að fá að vita að hann gæti hugsanlega aldrei eignast barn, var mikið áfall fyrir Björn Gunnar. „Strax eftir niðurstöðurnar var ég í algjöru sjokki og datt í raun mjög langt niður andlega. Mín fyrsta hugsun var Darwin og þróunarkenningin. Hér væri náttúran einfaldlega að sjá um það að sigta út þá sem ekki eru hæfir til þess að fjölga sér. Vegna þess að læknirinn las vitlaust út úr niðurstöðunum, þá hélt ég lengi vel að það yrði ekkert hægt að gera fyrst að engar frumur sæjust. Ég komst samt að hinu rétta eftir að ég hitti innkirtlasérfræðingin einhverjum mánuðum seinna. Minna en milljón þýðir ekki engin framleiðsla, heldur voru einfaldlega færri en milljón frumur í hverjum millílítra. Viðmiðin eru á bilinu 15 til 20 milljónir.“ Var búinn að gefa upp vonina Björn Gunnar segir að þetta ferli, að reyna að eignast börn, hafi verið virkilega erfitt fyrir þau bæði. „Fyrst um sinn hafði þetta mestu áhrifin á mig en eftir fósturmissinn sá ég að hún fór mikið verr út úr þessu en ég. Ég var í háskólanámi á þessum tíma og mín leið til þess að flýja raunveruleikann var að sinna náminu illa og stunda djammið af fullum krafti. Eftir fósturmissinn sukkum við enn dýpra í skemmtanalífinu og á endanum gáfust við upp á hvort öðru eftir 13 ára samband.“ Nokkrum árum síðara byrjaði Björn Gunnar í öðru sambandi og fór þá aftur að hugsa um barneignir, eftir að hafa nánast verið búinn að gefa upp alla von. „Árið 2014 fer ég í meðferð á Vogi og kynnist svo í kjölfarið yndislegri konu og við byrjum strax að búa saman. Ári seinna giftum við okkur og förum strax að tala um barneignir. Fram að því var ég nánast búinn að gefa það upp á bátinn að ég muni einhvern tímann eignast barn. í kjölfarið förum við til Art Medica, sem það hét þá og fengum tíma hjá lækni þar.“ Björn Gunnar varð faðir árið 2017 eftir langa bið.Vísir/Vilhelm Ferli konunnar strembnara Björn Gunnar segir að í þetta skiptið hafi honum liðið mikið betur andlega. „Það var engin óregla á mér sem ég tel hafa skipt sköpum og aftur fékk ég sömu hormónasprauturnar en í þetta skiptið sprautaði ég mig fimm sinnum í viku í heilt ár. Aftur var engin sálfræðileg aðstoð í boði en við fengum góðar móttökur og leiðsögn frá honum Snorra hjá IVF klíníkinni hér heima. Stofan breytti um nafn í miðju ferlinu en heitir svo núna LIVIO Reykjavík. Í þetta skiptið leið mér mikið betur og ég var mjög bjartsýnn á að þetta myndi heppnast í fyrstu tilraun.“ Björn Gunnar og seinni eiginkona hans eignuðust svo litla stúlku þann 16. Febrúar árið 2017. „Meðgangan og fæðingin gengu eins og í sögu og konan stóð sig eins og hetja í sínu ferli. Í rauninni var ég samt með smá samviskubit því vandamálið var mínu megin en ferli konunnar mikið meira og strembnara þegar kemur að hormónameðferð, eggheimtu og uppsetningu á fósturvísi.“ Hann segir að eftir allan þennan tíma hafi það verið „ólýsanleg tilfinning“ að fá stúlkuna sína í fangið í fyrsta skipti. Hann segir að föðurhlutverkið sé dásamlegt. Ég er heppinn að fá að geta eytt miklum tíma með henni. Hún er rúmlega tveggja og hálfs árs í dag og við erum eins og samlokur og skemmtum okkur mikið saman.“ Það sem kom Birni Gunnari mest á óvart við foreldrahlutverkið var hversu mikið samviskubit getur fylgt þessu hlutverki. „Sama hversu vel maður gerir hlutina að þá finnst manni alltaf að maður ætti að gera betur,“ segir Björn Gunnar og hlær. Björn Gunnar hefur síðustu ár fengið mikinn stuðning frá samtökunum Tilveru, samtökum um ófrjósemi. Hann er í dag varaformaður félagsins sem heldur nú upp á 30 ára afmæli. View this post on Instagram Fallega lyklakippan sem @hlinreykdal @hlinreykdalstudio hannaði fyrir félagið A post shared by Tilvera samtök um ófrjósemi (@tilvera.is) on Feb 14, 2018 at 8:47am PST „Tilvera eru fyrst og fremst hagsmunasamtök sem berjast fyrir réttindum þeirra sem glíma við ófrjósemi. Einnig bjóðum við upp á ýmislegt eins og fría sálfræðiráðgjöf, mánaðarleg kaffihúsakvöld, sumargrill, páskaeggjaleit og fleiri viðburði. Árið 2017 stofnaði stjórn Tilveru styrktarsjóð fyrir félagsmenn, en í þann sjóð fer allur ágóði af sölu á lyklakippu sem Hlín Reykdal skartgripahönnuður hannaði fyrir samtökin.“ Eitt af hverjum sex pörum sem þráir að eignast barn á í erfiðleikum með það. Lyklakippan táknar „1 af 6“ og vann Hlín verkefnið án endurgjalds. „Tilgangur styrktarsjóðsins er að styrkja árlega nokkra félagsmenn vegna kostnaðar við óniðurgreiddar glasameðferðir. Hægt er að kaupa lyklakippuna í gegnum heimasíðu félagsins.“ Skiptir máli að standa ekki í þessu einn Björn Gunnar segir að samtökin séu fyrir alla þá sem eru að glíma við ófrjósemi og eru enn að standa í meðferðum. „Hjá okkur er hægt að komast í heilan hafsjó af fróðleik á lokuðum spjallsiðum okkar. Svo bara skiptir svo miklu máli að vera ekki að standa í þessu einn, heldur hafa félagsskap í kringum sig.“ Hann segir að það hafi gert mikið fyrir sig að félagið sé að vekja karlmenn til vitundar um að þetta sé ekkert feimnismál og fá þá til að koma og spjalla um sín mál. „Það er alveg einstök tilfinning að ræða þessi mál á opinskáinn hátt við einstakling sem hefur gengið í gegnum það sama og ég og hjálpa viðkomandi með að losa sig við skömmina sem þessu fylgir. Margir hafa verið enn dýpra sokknir því þeir, eins og ég i byrjun, höfðu ekki hugmynd um þá möguleika sem eru fyrir hendi fyrir karlmenn sem langar að eignast sitt eigið.“ Þó að Björn Gunnar ræði sín ófrjósemisvandamál mjög opinskátt í dag þá var þetta ekki alltaf þannig. „Mér fannst því fylgja mikil skömm að ræða þessa hluti til að byrja með. Samt faldi ég það ekki fyrir neinum og ræddi hlutina opinskátt við þá sem vildu heyra. Eftir að ég hafði losað mig við þær hugsanir sem leituðu til mín í upphafi hvarf skömmin.“ Honum líður best að tala um vandann opinberlega á fundum. „Því ef það er einhver í salnum að glíma minn vanda að þá veit ég að ég get hjálpað honum.“ View this post on Instagram #tilvera #1af6 #ófrjósemi #ófrjósemierbarátta A post shared by Tilvera samtök um ófrjósemi (@tilvera.is) on Jul 22, 2019 at 9:57pm PDT Hin „sanna ímynd“ karlmennskunar Björn Gunnar segir að því miður sé ófrjósemisvandi karla enn of mikið tabú til að þeir ræði það sín á milli. „Það að geta barnað konu tengist einum af okkar grunnþörfum og telst til að vera hin eina sanna ímynd karlmennskunnar. Í augum margra er karlmennska tengd ófrjósemi á neikvæðan hátt. Á kaffistofum margra vinnustaða er rætt um svoleiðis menn sem vatnspunga eða loftpumpur.“ Hann segir að ef ófrjósemisvandamál para séu vegna karlsins, séu litlar líkur á að þeir karlmenn verði virkir í samtökunum Tilveru. Hann telur að ástæðan fyrir því sé skömm. „Stundum er það þannig að konan skráir sig í félagið því karlmaðurinn fæst ekki til að mæta.“ Tilvera tók þá upp á því að halda kaffihúsahittinga bara fyrir karlmenn, í þeirri von að karlmenn myndu frekar tjá sig í þannig umhverfi. „Flestir sem mætt hafa, hafa komið vegna konu sinnar en ekki sinna eigin vandamála. Ég man eftir tveimur sem mætt hafa með svipuð vandamál og ég.“ Björn Gunnar telur að umræðan þurfi að breytast og að ófrjósemi karla ætti alls ekki að vera tabú. „Menn þurfa bara að hysja upp um sig buxurnar og hætta að skammast sín fyrir að glíma við ófrjósemi. Ég fæ oft að heyra að ég sé þetta og hitt, ég hlæ bara að því. Þessi neikvæða umræða kemur bara út frá fáfræði.“ Hann hvetur karlmenn í sömu stöðu til að skrá sig í samtökin strax í dag. „Þið eruð ekki einir um þetta og skömmin er engin.“ Börn og uppeldi Frjósemi Helgarviðtal Viðtal Tengdar fréttir „Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00 „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Mikilvægt að tala um það sem reynir á sálina Í gær hófst herferð á vegum Tilveru, samtaka um ófrjósemi, með þann tilgang að opna umræðuna um frjósemisvanda. Björn Gunnar Rafnsson segir marga, sérstaklega karla, sem glíma við ófrjósemi vera feimna við tala opinskátt um erfiðleikana sem því geta fylgt. 27. febrúar 2018 07:18 Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Björn Gunnar Rafnsson var 29 ára gamall þegar hann komst að því að hann ætti við ófrjósemisvandamál að stríða. Hann segir að ófrjósemisvandi karla sé allt of mikið feimnismál og að karlar þurfi að hætta að skammast sín fyrir þetta. Björn Gunnar eignaðist sitt fyrsta barn 12 árum eftir að hann byrjaði fyrst að spá í barneignum og segir að tilfinningin hafi verið ólýsanleg. „Ég og fyrri eiginkona mín byrjuðum að reyna árið 2005, á meðan við bjuggum í London.“ Björn Gunnar áttaði sig á því að það gæti verið eitthvað vandamál þegar þau voru búin að reyna heima í heilt ár. „Þá pantaði ég mér tíma hjá heimilislækni og fékk að fara í sæðisrannsókn. Á skýrslunni sem kom til baka stóð að fjöldi sæðisfruma væri minni en milljón. Læknirinn kunni ekki alveg að lesa úr niðurstöðunum og tilkynnti mér það að allt minna en milljón þýddi það sama og núll. Svo tilkynnti hann mér það að ég myndi aldrei geta eignast börn.“ Hann fékk í kjölfarið tilvísun á að hitta innkirtlasérfræðing. „Þar tóku við hinar ýmsu rannsóknir til þess að útiloka hin ýmsu heilkenni ásamt því að litningar mínir voru rannsakaðir. Ekkert óeðlilegt kom þar í ljós. Við fórum í eina smásjárfrjóvgun hér heima sem varð að óléttu en hún missti fóstrið á 10. viku.“ Læknirinn las rangt úr niðurstöðum Eftir það áfall komst Björn Gunnar að hjá einum fremsta frjósemislækni í heiminum í dag en hann er staðsettur í London. „Þar reyndum við fyrst það að ég myndi hætta að drekka í sex mánuði, sem ég gerði og við það jókst sæðisframleiðslan töluvert en ekki nóg til þess að geta eignast barn heima. í kjölfarið á þeirri tilraun fékk ég tvenn hormón sem ég átti að sprauta mig með fimm sinnum í viku í sex mánuði til þess að auka eigin framleiðslu. Þessi hormón heita LH og FSH. Ég er með skort á LH hormóninu og við þá gjöf jókst magnið enn meira.“ Að fá að vita að hann gæti hugsanlega aldrei eignast barn, var mikið áfall fyrir Björn Gunnar. „Strax eftir niðurstöðurnar var ég í algjöru sjokki og datt í raun mjög langt niður andlega. Mín fyrsta hugsun var Darwin og þróunarkenningin. Hér væri náttúran einfaldlega að sjá um það að sigta út þá sem ekki eru hæfir til þess að fjölga sér. Vegna þess að læknirinn las vitlaust út úr niðurstöðunum, þá hélt ég lengi vel að það yrði ekkert hægt að gera fyrst að engar frumur sæjust. Ég komst samt að hinu rétta eftir að ég hitti innkirtlasérfræðingin einhverjum mánuðum seinna. Minna en milljón þýðir ekki engin framleiðsla, heldur voru einfaldlega færri en milljón frumur í hverjum millílítra. Viðmiðin eru á bilinu 15 til 20 milljónir.“ Var búinn að gefa upp vonina Björn Gunnar segir að þetta ferli, að reyna að eignast börn, hafi verið virkilega erfitt fyrir þau bæði. „Fyrst um sinn hafði þetta mestu áhrifin á mig en eftir fósturmissinn sá ég að hún fór mikið verr út úr þessu en ég. Ég var í háskólanámi á þessum tíma og mín leið til þess að flýja raunveruleikann var að sinna náminu illa og stunda djammið af fullum krafti. Eftir fósturmissinn sukkum við enn dýpra í skemmtanalífinu og á endanum gáfust við upp á hvort öðru eftir 13 ára samband.“ Nokkrum árum síðara byrjaði Björn Gunnar í öðru sambandi og fór þá aftur að hugsa um barneignir, eftir að hafa nánast verið búinn að gefa upp alla von. „Árið 2014 fer ég í meðferð á Vogi og kynnist svo í kjölfarið yndislegri konu og við byrjum strax að búa saman. Ári seinna giftum við okkur og förum strax að tala um barneignir. Fram að því var ég nánast búinn að gefa það upp á bátinn að ég muni einhvern tímann eignast barn. í kjölfarið förum við til Art Medica, sem það hét þá og fengum tíma hjá lækni þar.“ Björn Gunnar varð faðir árið 2017 eftir langa bið.Vísir/Vilhelm Ferli konunnar strembnara Björn Gunnar segir að í þetta skiptið hafi honum liðið mikið betur andlega. „Það var engin óregla á mér sem ég tel hafa skipt sköpum og aftur fékk ég sömu hormónasprauturnar en í þetta skiptið sprautaði ég mig fimm sinnum í viku í heilt ár. Aftur var engin sálfræðileg aðstoð í boði en við fengum góðar móttökur og leiðsögn frá honum Snorra hjá IVF klíníkinni hér heima. Stofan breytti um nafn í miðju ferlinu en heitir svo núna LIVIO Reykjavík. Í þetta skiptið leið mér mikið betur og ég var mjög bjartsýnn á að þetta myndi heppnast í fyrstu tilraun.“ Björn Gunnar og seinni eiginkona hans eignuðust svo litla stúlku þann 16. Febrúar árið 2017. „Meðgangan og fæðingin gengu eins og í sögu og konan stóð sig eins og hetja í sínu ferli. Í rauninni var ég samt með smá samviskubit því vandamálið var mínu megin en ferli konunnar mikið meira og strembnara þegar kemur að hormónameðferð, eggheimtu og uppsetningu á fósturvísi.“ Hann segir að eftir allan þennan tíma hafi það verið „ólýsanleg tilfinning“ að fá stúlkuna sína í fangið í fyrsta skipti. Hann segir að föðurhlutverkið sé dásamlegt. Ég er heppinn að fá að geta eytt miklum tíma með henni. Hún er rúmlega tveggja og hálfs árs í dag og við erum eins og samlokur og skemmtum okkur mikið saman.“ Það sem kom Birni Gunnari mest á óvart við foreldrahlutverkið var hversu mikið samviskubit getur fylgt þessu hlutverki. „Sama hversu vel maður gerir hlutina að þá finnst manni alltaf að maður ætti að gera betur,“ segir Björn Gunnar og hlær. Björn Gunnar hefur síðustu ár fengið mikinn stuðning frá samtökunum Tilveru, samtökum um ófrjósemi. Hann er í dag varaformaður félagsins sem heldur nú upp á 30 ára afmæli. View this post on Instagram Fallega lyklakippan sem @hlinreykdal @hlinreykdalstudio hannaði fyrir félagið A post shared by Tilvera samtök um ófrjósemi (@tilvera.is) on Feb 14, 2018 at 8:47am PST „Tilvera eru fyrst og fremst hagsmunasamtök sem berjast fyrir réttindum þeirra sem glíma við ófrjósemi. Einnig bjóðum við upp á ýmislegt eins og fría sálfræðiráðgjöf, mánaðarleg kaffihúsakvöld, sumargrill, páskaeggjaleit og fleiri viðburði. Árið 2017 stofnaði stjórn Tilveru styrktarsjóð fyrir félagsmenn, en í þann sjóð fer allur ágóði af sölu á lyklakippu sem Hlín Reykdal skartgripahönnuður hannaði fyrir samtökin.“ Eitt af hverjum sex pörum sem þráir að eignast barn á í erfiðleikum með það. Lyklakippan táknar „1 af 6“ og vann Hlín verkefnið án endurgjalds. „Tilgangur styrktarsjóðsins er að styrkja árlega nokkra félagsmenn vegna kostnaðar við óniðurgreiddar glasameðferðir. Hægt er að kaupa lyklakippuna í gegnum heimasíðu félagsins.“ Skiptir máli að standa ekki í þessu einn Björn Gunnar segir að samtökin séu fyrir alla þá sem eru að glíma við ófrjósemi og eru enn að standa í meðferðum. „Hjá okkur er hægt að komast í heilan hafsjó af fróðleik á lokuðum spjallsiðum okkar. Svo bara skiptir svo miklu máli að vera ekki að standa í þessu einn, heldur hafa félagsskap í kringum sig.“ Hann segir að það hafi gert mikið fyrir sig að félagið sé að vekja karlmenn til vitundar um að þetta sé ekkert feimnismál og fá þá til að koma og spjalla um sín mál. „Það er alveg einstök tilfinning að ræða þessi mál á opinskáinn hátt við einstakling sem hefur gengið í gegnum það sama og ég og hjálpa viðkomandi með að losa sig við skömmina sem þessu fylgir. Margir hafa verið enn dýpra sokknir því þeir, eins og ég i byrjun, höfðu ekki hugmynd um þá möguleika sem eru fyrir hendi fyrir karlmenn sem langar að eignast sitt eigið.“ Þó að Björn Gunnar ræði sín ófrjósemisvandamál mjög opinskátt í dag þá var þetta ekki alltaf þannig. „Mér fannst því fylgja mikil skömm að ræða þessa hluti til að byrja með. Samt faldi ég það ekki fyrir neinum og ræddi hlutina opinskátt við þá sem vildu heyra. Eftir að ég hafði losað mig við þær hugsanir sem leituðu til mín í upphafi hvarf skömmin.“ Honum líður best að tala um vandann opinberlega á fundum. „Því ef það er einhver í salnum að glíma minn vanda að þá veit ég að ég get hjálpað honum.“ View this post on Instagram #tilvera #1af6 #ófrjósemi #ófrjósemierbarátta A post shared by Tilvera samtök um ófrjósemi (@tilvera.is) on Jul 22, 2019 at 9:57pm PDT Hin „sanna ímynd“ karlmennskunar Björn Gunnar segir að því miður sé ófrjósemisvandi karla enn of mikið tabú til að þeir ræði það sín á milli. „Það að geta barnað konu tengist einum af okkar grunnþörfum og telst til að vera hin eina sanna ímynd karlmennskunnar. Í augum margra er karlmennska tengd ófrjósemi á neikvæðan hátt. Á kaffistofum margra vinnustaða er rætt um svoleiðis menn sem vatnspunga eða loftpumpur.“ Hann segir að ef ófrjósemisvandamál para séu vegna karlsins, séu litlar líkur á að þeir karlmenn verði virkir í samtökunum Tilveru. Hann telur að ástæðan fyrir því sé skömm. „Stundum er það þannig að konan skráir sig í félagið því karlmaðurinn fæst ekki til að mæta.“ Tilvera tók þá upp á því að halda kaffihúsahittinga bara fyrir karlmenn, í þeirri von að karlmenn myndu frekar tjá sig í þannig umhverfi. „Flestir sem mætt hafa, hafa komið vegna konu sinnar en ekki sinna eigin vandamála. Ég man eftir tveimur sem mætt hafa með svipuð vandamál og ég.“ Björn Gunnar telur að umræðan þurfi að breytast og að ófrjósemi karla ætti alls ekki að vera tabú. „Menn þurfa bara að hysja upp um sig buxurnar og hætta að skammast sín fyrir að glíma við ófrjósemi. Ég fæ oft að heyra að ég sé þetta og hitt, ég hlæ bara að því. Þessi neikvæða umræða kemur bara út frá fáfræði.“ Hann hvetur karlmenn í sömu stöðu til að skrá sig í samtökin strax í dag. „Þið eruð ekki einir um þetta og skömmin er engin.“
Börn og uppeldi Frjósemi Helgarviðtal Viðtal Tengdar fréttir „Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00 „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Mikilvægt að tala um það sem reynir á sálina Í gær hófst herferð á vegum Tilveru, samtaka um ófrjósemi, með þann tilgang að opna umræðuna um frjósemisvanda. Björn Gunnar Rafnsson segir marga, sérstaklega karla, sem glíma við ófrjósemi vera feimna við tala opinskátt um erfiðleikana sem því geta fylgt. 27. febrúar 2018 07:18 Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00
„Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00
Mikilvægt að tala um það sem reynir á sálina Í gær hófst herferð á vegum Tilveru, samtaka um ófrjósemi, með þann tilgang að opna umræðuna um frjósemisvanda. Björn Gunnar Rafnsson segir marga, sérstaklega karla, sem glíma við ófrjósemi vera feimna við tala opinskátt um erfiðleikana sem því geta fylgt. 27. febrúar 2018 07:18
Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45