Stórauknar byggingarheimildir verða veittar með nýju hverfaskipulagi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. nóvember 2019 08:00 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir nýtt hverfaskipulag einfalda leyfisveitingaferlið. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrsta hverfaskipulag Reykjavíkurborgar, eða hverfasjá, er tilbúið til notkunar, fyrir þrjú hverfi Árbæjar: Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Í þessum hverfum verða veittar heimildir fyrir stækkun húsa, bæði fjölbýlishúsa og sérbýla, eða sem nemur 1.500 nýjum íbúðum. Í mörgum blokkum fá húsfélög heimild til þess að byggja hæð ofan á gegn því að koma fyrir lyftum til að bæta aðgengið. Eigendur einbýlishúsa fá heimild til þess að bæta 40 fermetrum við húsið, en auk þess hafa margir eigendur ekki fullnýtt heimildir samkvæmt eldra deiliskipulagi. Þá verður leitast við að eigendur íbúða sem hafa ósamþykktar breytingar fái þær samþykktar. Allar upplýsingar verða fáanlegar á nýrri vefsíðu, hverfisskipulag.is, en þar er einnig hægt að sækja um byggingarleyfi. „Þegar heimildirnar eru til staðar þá er búið að einfalda ferlið mikið, eitthvað sem tók marga mánuði áður. Þetta léttir einnig mikið á stjórnsýslunni,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Sigurborg segir spennandi að sjá hvernig nýtingin verður. „Þetta eru aðeins fyrstu hverfin. Ég hef trú á því að þetta gerist yfir langan tíma og að íbúar nýti þetta þegar þeim hentar.“ Auk þéttingar er takmarkið að gera hverfin sjálfbærari og sterkari samkvæmt Sigurborgu, en þarfir íbúanna eru mismunandi eftir hverfum. „Sums staðar þarf að bæta úrgangslausnir, grenndarstöðvar, gera stæði fyrir deilibíla og fleira,“ segir hún. Hverfasjáin verður opnuð með formlegum hætti í þjónustuveri Reykjavíkurborgar á föstudaginn klukkan 11.30. Hverfaskipulag fyrir Breiðholtið og Hlíðarnar koma á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Fyrsta hverfaskipulag Reykjavíkurborgar, eða hverfasjá, er tilbúið til notkunar, fyrir þrjú hverfi Árbæjar: Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Í þessum hverfum verða veittar heimildir fyrir stækkun húsa, bæði fjölbýlishúsa og sérbýla, eða sem nemur 1.500 nýjum íbúðum. Í mörgum blokkum fá húsfélög heimild til þess að byggja hæð ofan á gegn því að koma fyrir lyftum til að bæta aðgengið. Eigendur einbýlishúsa fá heimild til þess að bæta 40 fermetrum við húsið, en auk þess hafa margir eigendur ekki fullnýtt heimildir samkvæmt eldra deiliskipulagi. Þá verður leitast við að eigendur íbúða sem hafa ósamþykktar breytingar fái þær samþykktar. Allar upplýsingar verða fáanlegar á nýrri vefsíðu, hverfisskipulag.is, en þar er einnig hægt að sækja um byggingarleyfi. „Þegar heimildirnar eru til staðar þá er búið að einfalda ferlið mikið, eitthvað sem tók marga mánuði áður. Þetta léttir einnig mikið á stjórnsýslunni,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Sigurborg segir spennandi að sjá hvernig nýtingin verður. „Þetta eru aðeins fyrstu hverfin. Ég hef trú á því að þetta gerist yfir langan tíma og að íbúar nýti þetta þegar þeim hentar.“ Auk þéttingar er takmarkið að gera hverfin sjálfbærari og sterkari samkvæmt Sigurborgu, en þarfir íbúanna eru mismunandi eftir hverfum. „Sums staðar þarf að bæta úrgangslausnir, grenndarstöðvar, gera stæði fyrir deilibíla og fleira,“ segir hún. Hverfasjáin verður opnuð með formlegum hætti í þjónustuveri Reykjavíkurborgar á föstudaginn klukkan 11.30. Hverfaskipulag fyrir Breiðholtið og Hlíðarnar koma á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira