Valdastaðan uppspretta ofbeldis Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 21:15 Næstu ár verður staða kvenna af erlendum uppruna könnuð rækilega og reynt að bregðast við með því að auðvelda þeim aðgang að aðstoð ef þær verða fyrir ofbeldi vísir/hanna Í nýrri rannsókn er reynsla erlendra kvenna af ofbeldi í nánum samböndum og á vinnumarkaði skoðuð. Tekin verða viðtöl og gerðar kannanir en reynslusögur sem komu fram í Metoo-umræðunni fyrir tæpum tveimur árum eru grunnurinn. Dr. Brynja Elísabeth Halldórsdótttir, lektor í krítískum menntunarfræðum, gerir rannsóknina. „Sögurnar eru erfiðari en þær íslensku. Það er augljóst að konur af erlendum uppruna hafa minna bakland og minni tengsl við stofnanir þannig að þær fá ekki sömu aðstoð og íslenskar konur,“ segir Brynja sem hefur rýnt í sögurnar. Hún segir þær ólíkar öðrum Metoo-sögum því erlendu konurnar upplifi einnig ofbeldið frá öðrum konum, þeim íslensku. „Það eru nokkrar sögur af konum sem hafa unnið í heimahúsi og orðið fyrir aðkasti frá körlunum. Svo hafa konurnar þeirra, íslenskar konur, haft samband við þær og beitt þær andlegu og munnlegu ofbeldi.“Brynja mun taka viðtöl við þá sem vinna með konum af erlendum uppruna ásamt því að senda sem flestum spurningakönnun til að kortleggja vandann.vísir/sigurjónBrynja mun fjalla um rannsóknina á fundi um innflytjendakonur og ofbeldi á morgun. Þar verður einnig sagt frá rannsókn ASÍ um hvað mæti útlendingum á vinnumarkaði. Helstu niðurstöður eru að alltof margir séu fullkomlega háðir vinnuveitanda sínum hvað varðar fæði, húsnæði og jafnvel dvalarleyfi. Brynja segir það gegnumgangandi í sögunum að valdastaða sé misnotuð og ekki síst hjá þeim sem eiga íslenskan maka. „Þær komast ekki út, og inn í samfélagið og fjölskyldur styðja oft við mennina.“ Skoða þurfi lögin betur til að vernda þennan hóp. „Það að dvalarleyfi sé ekki bundið maka. Eða þeir sem vinna ólöglega missi ekki nemendaleyfið ef það kemst upp.“ Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í nýrri rannsókn er reynsla erlendra kvenna af ofbeldi í nánum samböndum og á vinnumarkaði skoðuð. Tekin verða viðtöl og gerðar kannanir en reynslusögur sem komu fram í Metoo-umræðunni fyrir tæpum tveimur árum eru grunnurinn. Dr. Brynja Elísabeth Halldórsdótttir, lektor í krítískum menntunarfræðum, gerir rannsóknina. „Sögurnar eru erfiðari en þær íslensku. Það er augljóst að konur af erlendum uppruna hafa minna bakland og minni tengsl við stofnanir þannig að þær fá ekki sömu aðstoð og íslenskar konur,“ segir Brynja sem hefur rýnt í sögurnar. Hún segir þær ólíkar öðrum Metoo-sögum því erlendu konurnar upplifi einnig ofbeldið frá öðrum konum, þeim íslensku. „Það eru nokkrar sögur af konum sem hafa unnið í heimahúsi og orðið fyrir aðkasti frá körlunum. Svo hafa konurnar þeirra, íslenskar konur, haft samband við þær og beitt þær andlegu og munnlegu ofbeldi.“Brynja mun taka viðtöl við þá sem vinna með konum af erlendum uppruna ásamt því að senda sem flestum spurningakönnun til að kortleggja vandann.vísir/sigurjónBrynja mun fjalla um rannsóknina á fundi um innflytjendakonur og ofbeldi á morgun. Þar verður einnig sagt frá rannsókn ASÍ um hvað mæti útlendingum á vinnumarkaði. Helstu niðurstöður eru að alltof margir séu fullkomlega háðir vinnuveitanda sínum hvað varðar fæði, húsnæði og jafnvel dvalarleyfi. Brynja segir það gegnumgangandi í sögunum að valdastaða sé misnotuð og ekki síst hjá þeim sem eiga íslenskan maka. „Þær komast ekki út, og inn í samfélagið og fjölskyldur styðja oft við mennina.“ Skoða þurfi lögin betur til að vernda þennan hóp. „Það að dvalarleyfi sé ekki bundið maka. Eða þeir sem vinna ólöglega missi ekki nemendaleyfið ef það kemst upp.“
Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira