Fólkið á Airwaves: Mikil viðbrigði að upplifa vetur á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2019 21:00 Beatrice Dossah segir skemmtilegt að fá að kynnast íslenskri tónlist á Airwaves. vísir/hallgerður Beatrice Dossah, mastersnemi í umhverfis- og auðindafræði við Háskóla Íslands situr ein á gólfi Listasafns Reykjavíkur og bíður eftir vini sínum sem var að ljúka við að spila á tónleikum fyrir stuttu þegar blaðamann ber að garði. Beatrice er frá Gana í Vestur-Afríku en hún segir það magnað að fá að upplifa íslenska tónlistarsenu á Airwaves, enda þekki hún ekki marga listamenn sem komi þar fram. „Mér finnst þetta alveg magnað, sérstaklega hjá tónlistarmanninum sem ég sá áðan, sem kallar sig Auði, hann var í mjög miklum samskiptum við áhorfendur. Hann var mjög flottur, hoppaði inn í áhorfendaskarann, það var mjög skemmtileg,“ segir hún. „Ég ætla að sjá fleiri tónlistaratriði í kvöld. Ég þekki fæsta tónlistarmennina svo að það verður gott að hlusta á íslenska tónlistarmenn og sjá hvað það er fjölbreytt tónlist hérna.“ Þetta er fyrsta skiptið sem hún kemur á Airwaves „Ég hef aldrei upplifað þetta áður.“ „Vinur minn er trommari, hann er alltaf að gefa mér miða á tónleika svo að ég er mjög heppin,“ segir Beatrice. „Hann spilaði með Auði, hann var að tromma fyrir hann.“ Hún segir það mikil viðbrigði að búa á Íslandi enda sé umhverfið hér allt öðruvísi en í heimalandinu. „Náttúra Íslands er gullfalleg, norðurljósin og fjöllin gera landið svo dularfullt. Náttúran er allt öðruvísi en í Gana, það er mjög kalt hérna,“ segir hún og hlær. „Kuldinn er mjög erfiður fyrir mig, leyndarmálið er að klæðast mörgum lögum eins og ég er í núna,“ segir hún og sýnir blaðamanni ullarbolinn sem hún er í innan undir peysunni. „Eftir að ég klára námið fer ég aftur heim, þetta er bara tveggja ára nám en svo fer ég aftur heim.“ Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: „Það er svo gaman að sjá bönd sem eru að byrja“ Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. 10. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Beatrice Dossah, mastersnemi í umhverfis- og auðindafræði við Háskóla Íslands situr ein á gólfi Listasafns Reykjavíkur og bíður eftir vini sínum sem var að ljúka við að spila á tónleikum fyrir stuttu þegar blaðamann ber að garði. Beatrice er frá Gana í Vestur-Afríku en hún segir það magnað að fá að upplifa íslenska tónlistarsenu á Airwaves, enda þekki hún ekki marga listamenn sem komi þar fram. „Mér finnst þetta alveg magnað, sérstaklega hjá tónlistarmanninum sem ég sá áðan, sem kallar sig Auði, hann var í mjög miklum samskiptum við áhorfendur. Hann var mjög flottur, hoppaði inn í áhorfendaskarann, það var mjög skemmtileg,“ segir hún. „Ég ætla að sjá fleiri tónlistaratriði í kvöld. Ég þekki fæsta tónlistarmennina svo að það verður gott að hlusta á íslenska tónlistarmenn og sjá hvað það er fjölbreytt tónlist hérna.“ Þetta er fyrsta skiptið sem hún kemur á Airwaves „Ég hef aldrei upplifað þetta áður.“ „Vinur minn er trommari, hann er alltaf að gefa mér miða á tónleika svo að ég er mjög heppin,“ segir Beatrice. „Hann spilaði með Auði, hann var að tromma fyrir hann.“ Hún segir það mikil viðbrigði að búa á Íslandi enda sé umhverfið hér allt öðruvísi en í heimalandinu. „Náttúra Íslands er gullfalleg, norðurljósin og fjöllin gera landið svo dularfullt. Náttúran er allt öðruvísi en í Gana, það er mjög kalt hérna,“ segir hún og hlær. „Kuldinn er mjög erfiður fyrir mig, leyndarmálið er að klæðast mörgum lögum eins og ég er í núna,“ segir hún og sýnir blaðamanni ullarbolinn sem hún er í innan undir peysunni. „Eftir að ég klára námið fer ég aftur heim, þetta er bara tveggja ára nám en svo fer ég aftur heim.“
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: „Það er svo gaman að sjá bönd sem eru að byrja“ Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. 10. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Fólkið á Airwaves: „Það er svo gaman að sjá bönd sem eru að byrja“ Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. 10. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00