Fólkið á Airwaves: Mikil viðbrigði að upplifa vetur á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2019 21:00 Beatrice Dossah segir skemmtilegt að fá að kynnast íslenskri tónlist á Airwaves. vísir/hallgerður Beatrice Dossah, mastersnemi í umhverfis- og auðindafræði við Háskóla Íslands situr ein á gólfi Listasafns Reykjavíkur og bíður eftir vini sínum sem var að ljúka við að spila á tónleikum fyrir stuttu þegar blaðamann ber að garði. Beatrice er frá Gana í Vestur-Afríku en hún segir það magnað að fá að upplifa íslenska tónlistarsenu á Airwaves, enda þekki hún ekki marga listamenn sem komi þar fram. „Mér finnst þetta alveg magnað, sérstaklega hjá tónlistarmanninum sem ég sá áðan, sem kallar sig Auði, hann var í mjög miklum samskiptum við áhorfendur. Hann var mjög flottur, hoppaði inn í áhorfendaskarann, það var mjög skemmtileg,“ segir hún. „Ég ætla að sjá fleiri tónlistaratriði í kvöld. Ég þekki fæsta tónlistarmennina svo að það verður gott að hlusta á íslenska tónlistarmenn og sjá hvað það er fjölbreytt tónlist hérna.“ Þetta er fyrsta skiptið sem hún kemur á Airwaves „Ég hef aldrei upplifað þetta áður.“ „Vinur minn er trommari, hann er alltaf að gefa mér miða á tónleika svo að ég er mjög heppin,“ segir Beatrice. „Hann spilaði með Auði, hann var að tromma fyrir hann.“ Hún segir það mikil viðbrigði að búa á Íslandi enda sé umhverfið hér allt öðruvísi en í heimalandinu. „Náttúra Íslands er gullfalleg, norðurljósin og fjöllin gera landið svo dularfullt. Náttúran er allt öðruvísi en í Gana, það er mjög kalt hérna,“ segir hún og hlær. „Kuldinn er mjög erfiður fyrir mig, leyndarmálið er að klæðast mörgum lögum eins og ég er í núna,“ segir hún og sýnir blaðamanni ullarbolinn sem hún er í innan undir peysunni. „Eftir að ég klára námið fer ég aftur heim, þetta er bara tveggja ára nám en svo fer ég aftur heim.“ Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: „Það er svo gaman að sjá bönd sem eru að byrja“ Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. 10. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Beatrice Dossah, mastersnemi í umhverfis- og auðindafræði við Háskóla Íslands situr ein á gólfi Listasafns Reykjavíkur og bíður eftir vini sínum sem var að ljúka við að spila á tónleikum fyrir stuttu þegar blaðamann ber að garði. Beatrice er frá Gana í Vestur-Afríku en hún segir það magnað að fá að upplifa íslenska tónlistarsenu á Airwaves, enda þekki hún ekki marga listamenn sem komi þar fram. „Mér finnst þetta alveg magnað, sérstaklega hjá tónlistarmanninum sem ég sá áðan, sem kallar sig Auði, hann var í mjög miklum samskiptum við áhorfendur. Hann var mjög flottur, hoppaði inn í áhorfendaskarann, það var mjög skemmtileg,“ segir hún. „Ég ætla að sjá fleiri tónlistaratriði í kvöld. Ég þekki fæsta tónlistarmennina svo að það verður gott að hlusta á íslenska tónlistarmenn og sjá hvað það er fjölbreytt tónlist hérna.“ Þetta er fyrsta skiptið sem hún kemur á Airwaves „Ég hef aldrei upplifað þetta áður.“ „Vinur minn er trommari, hann er alltaf að gefa mér miða á tónleika svo að ég er mjög heppin,“ segir Beatrice. „Hann spilaði með Auði, hann var að tromma fyrir hann.“ Hún segir það mikil viðbrigði að búa á Íslandi enda sé umhverfið hér allt öðruvísi en í heimalandinu. „Náttúra Íslands er gullfalleg, norðurljósin og fjöllin gera landið svo dularfullt. Náttúran er allt öðruvísi en í Gana, það er mjög kalt hérna,“ segir hún og hlær. „Kuldinn er mjög erfiður fyrir mig, leyndarmálið er að klæðast mörgum lögum eins og ég er í núna,“ segir hún og sýnir blaðamanni ullarbolinn sem hún er í innan undir peysunni. „Eftir að ég klára námið fer ég aftur heim, þetta er bara tveggja ára nám en svo fer ég aftur heim.“
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: „Það er svo gaman að sjá bönd sem eru að byrja“ Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. 10. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Fólkið á Airwaves: „Það er svo gaman að sjá bönd sem eru að byrja“ Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. 10. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00