Atli Fanndal flúði Reykjavík eftir einelti skólafélaga Heiðar Sumarliðason skrifar 30. nóvember 2019 12:15 Atli Þór Fanndal hefur látið til sín taka í umræðu um Samherjamálið. Atli Þór Fanndal vakti heldur betur athygli fyrir vasklega framgöngu í Silfrinu á RÚV um síðustu helgi, þegar hann saumaði að þingmanninum Jóni Gunnarssyni. Þar var hann á endanum stöðvaður af stjórnanda þáttinarins, Agli Helgasyni, sem vildi ekki leyfa honum að tala meira um hagi þingmannsins. Atli Þór er einn af gestum Heiðars Sumarliðasonar og Snæbjörns Brynjarssonar í útvarpsþættinum Eldi og brennisteini á X977.Atli er fyrrverandi blaðamaður og lærði fagið við Edinburgh Napier University. Hann hefur meðal annars unnið fyrir DV og Kvennablaðið en býr nú í borginni Brno í Tékklandi, þar sem hann er sjálfstætt starfandi pólitískur ráðgjafi. Á uppvaxtarárum sínum bjó hann í Grafarvogi og gekk í Foldaskóla. Hann fór hins vegar í framhaldsskóla á Norðurlandi.Egill Helgason vildi ekki leyfa Atla að telja upp sakir þingmannsins.„Ég var lagður í gríðarlegt einelti í grunnskóla og þetta var ákveðin leið til að komast í nýtt umhverfi,“ segir Atli og vill meina að hann hafi haft mjög gott af því að kúpla sig út og komast frá borginni.„Svo er stór þáttur sem hafði mikil áhrif á þetta og mótar líka réttlætiskennd mína, að ég er tvíkynhneigður, eða sem sagt pankynhneigður, eða hvað sem þú myndir kalla það,“ segir Atli og rifjar upp neikvæð viðhorf til hinsegin fólks þegar hann var að alast upp.„Það eru náttúrulega allir búnir að gleyma þessu núna, því það eru allir svo hrikalega stoltir af hvað við erum frábær að fíla hinsegin fólk en það er bara mjög stutt síðan ástandið var ömurlegt.“ Rólegur gaurÞó svo að Atli komi oftast fyrir sjónir almennings í átakaham segist hann lítið fyrir átök í sínu daglega lífi og almennt mjög rólegur.„Þegar þú starfar í pólitík og blaðamennsku er birtingarmynd þín sem einhver mjög harkalegur gaur. En ég er hins vegar mjög róleg týpa. Ég nenni ekki að rífast í mínu einkalífi. Ég var alinn upp við það hjá móður minni og föður að það var svolítið alvarlegt mál að hækka róminn. Það singallaði einhvernveginn að málið væri mikilvægt og ég man ekki eftir að hafa séð þau rífast mikið,“ segir Atli. Hann bætir við að fólk eigi oft erfitt með að taka hann alvarlega sé hann ósáttur, svo yfirvegað beri hann ergelsi sitt á borð. Fanndal bræðurnir Atli Þór og Huginn eru menn orðsins.En hyggur Atli á pólitískt framboð? „Nei, það hygg ég ekki á. Ég er samt alltaf að segja að fólk verði að svara kallinu um framboð þegar það berst og ég hef svolítið verið spurður út í framboð eftir ræðuna mína síðastliðinn laugardag á Austurvelli. Og þetta er ekki þetta týpíska pólitíska svar að maður eigi aldrei að útiloka neitt. Ég hef raunverulega ekki verið að velta framboði fyrir mér og hef ekki áhuga á því,“ segir Atli. Ákallið virðist því þurfa að vera þeim mun hærra eigi honum að snúast hugur. Atli Fanndal talar við mótmælendur á Austurvelli.Þess má geta að í viðtalinu kemur fram að Atli er ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem hefur vakið athygli á síðustu misserum. Bróðir hans er rapparinn Huginn, sem samkvæmt Atla spilar svokallaða hippidíhopp-tónlist en hann virðist ekki deila áhuga litla bróður á hipp hoppinu. Huginn er þekktur fyrir að vera einn af Kópbois genginu ásamt Herra Hnetusmjöri, Birni og fleiri góðum. Önnur plata hans, Dögun, kom út fyrr á þessu ári. Hans þekktustu lög eru sennilega Hetjan og Klakar, sem hann rappar með Herra Hnetusmjöri. Huginn er þó ekki eini tónlistarmaðurinn í fjölskyldunni. Guðlaugur Örn Hjaltason, faðir þeirra bræðra, er gítarleikari og Sunna systir þeirra er söngkona og lagahöfundur. Sunna gaf út sína fyrstu plötu fyrr á þessu ári. Í viðtalinu fer Atli um víðan völl varðandi ástandið í íslenskum stjórnmálum og ber umhverfi þeirra saman við þeirra bresku en hann hefur meðal annars starfað þar í landi fyrir þingkonuna Annette Brooke. Hér að neðan er hægt að hlýða á þáttinn í heild sinni. Hann inniheldur lengra viðtal við Atla, spjall við Róbert I. Douglas um tíma myndabandaleiganna, viðtal við son ríkasta mann Bretlandseyja og viðtal við mjög þekktan íslenskan tónlistarmann, sem er frægur fyrir sína einstöku snyrtimennsku og skoðanir á kynbótum manna. Eldur og brennisteinn Samherjaskjölin Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Atli Þór Fanndal vakti heldur betur athygli fyrir vasklega framgöngu í Silfrinu á RÚV um síðustu helgi, þegar hann saumaði að þingmanninum Jóni Gunnarssyni. Þar var hann á endanum stöðvaður af stjórnanda þáttinarins, Agli Helgasyni, sem vildi ekki leyfa honum að tala meira um hagi þingmannsins. Atli Þór er einn af gestum Heiðars Sumarliðasonar og Snæbjörns Brynjarssonar í útvarpsþættinum Eldi og brennisteini á X977.Atli er fyrrverandi blaðamaður og lærði fagið við Edinburgh Napier University. Hann hefur meðal annars unnið fyrir DV og Kvennablaðið en býr nú í borginni Brno í Tékklandi, þar sem hann er sjálfstætt starfandi pólitískur ráðgjafi. Á uppvaxtarárum sínum bjó hann í Grafarvogi og gekk í Foldaskóla. Hann fór hins vegar í framhaldsskóla á Norðurlandi.Egill Helgason vildi ekki leyfa Atla að telja upp sakir þingmannsins.„Ég var lagður í gríðarlegt einelti í grunnskóla og þetta var ákveðin leið til að komast í nýtt umhverfi,“ segir Atli og vill meina að hann hafi haft mjög gott af því að kúpla sig út og komast frá borginni.„Svo er stór þáttur sem hafði mikil áhrif á þetta og mótar líka réttlætiskennd mína, að ég er tvíkynhneigður, eða sem sagt pankynhneigður, eða hvað sem þú myndir kalla það,“ segir Atli og rifjar upp neikvæð viðhorf til hinsegin fólks þegar hann var að alast upp.„Það eru náttúrulega allir búnir að gleyma þessu núna, því það eru allir svo hrikalega stoltir af hvað við erum frábær að fíla hinsegin fólk en það er bara mjög stutt síðan ástandið var ömurlegt.“ Rólegur gaurÞó svo að Atli komi oftast fyrir sjónir almennings í átakaham segist hann lítið fyrir átök í sínu daglega lífi og almennt mjög rólegur.„Þegar þú starfar í pólitík og blaðamennsku er birtingarmynd þín sem einhver mjög harkalegur gaur. En ég er hins vegar mjög róleg týpa. Ég nenni ekki að rífast í mínu einkalífi. Ég var alinn upp við það hjá móður minni og föður að það var svolítið alvarlegt mál að hækka róminn. Það singallaði einhvernveginn að málið væri mikilvægt og ég man ekki eftir að hafa séð þau rífast mikið,“ segir Atli. Hann bætir við að fólk eigi oft erfitt með að taka hann alvarlega sé hann ósáttur, svo yfirvegað beri hann ergelsi sitt á borð. Fanndal bræðurnir Atli Þór og Huginn eru menn orðsins.En hyggur Atli á pólitískt framboð? „Nei, það hygg ég ekki á. Ég er samt alltaf að segja að fólk verði að svara kallinu um framboð þegar það berst og ég hef svolítið verið spurður út í framboð eftir ræðuna mína síðastliðinn laugardag á Austurvelli. Og þetta er ekki þetta týpíska pólitíska svar að maður eigi aldrei að útiloka neitt. Ég hef raunverulega ekki verið að velta framboði fyrir mér og hef ekki áhuga á því,“ segir Atli. Ákallið virðist því þurfa að vera þeim mun hærra eigi honum að snúast hugur. Atli Fanndal talar við mótmælendur á Austurvelli.Þess má geta að í viðtalinu kemur fram að Atli er ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem hefur vakið athygli á síðustu misserum. Bróðir hans er rapparinn Huginn, sem samkvæmt Atla spilar svokallaða hippidíhopp-tónlist en hann virðist ekki deila áhuga litla bróður á hipp hoppinu. Huginn er þekktur fyrir að vera einn af Kópbois genginu ásamt Herra Hnetusmjöri, Birni og fleiri góðum. Önnur plata hans, Dögun, kom út fyrr á þessu ári. Hans þekktustu lög eru sennilega Hetjan og Klakar, sem hann rappar með Herra Hnetusmjöri. Huginn er þó ekki eini tónlistarmaðurinn í fjölskyldunni. Guðlaugur Örn Hjaltason, faðir þeirra bræðra, er gítarleikari og Sunna systir þeirra er söngkona og lagahöfundur. Sunna gaf út sína fyrstu plötu fyrr á þessu ári. Í viðtalinu fer Atli um víðan völl varðandi ástandið í íslenskum stjórnmálum og ber umhverfi þeirra saman við þeirra bresku en hann hefur meðal annars starfað þar í landi fyrir þingkonuna Annette Brooke. Hér að neðan er hægt að hlýða á þáttinn í heild sinni. Hann inniheldur lengra viðtal við Atla, spjall við Róbert I. Douglas um tíma myndabandaleiganna, viðtal við son ríkasta mann Bretlandseyja og viðtal við mjög þekktan íslenskan tónlistarmann, sem er frægur fyrir sína einstöku snyrtimennsku og skoðanir á kynbótum manna.
Eldur og brennisteinn Samherjaskjölin Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira