Stríðið í streyminu harðnar EKB skrifar 28. nóvember 2019 07:15 Offramboðið á sjónvarpsefni er orðið svo yfirþyrmandi og svo virðist sem fréttir af nýjum efnisveitum berist vikulega. Netflix náði ákveðnum yfirburðum í byrjun en ákafir nýliðar þrengja stöðugt að risanum í harðri samkeppni um tíma okkar og peninga. Disney+ og Apple TV+ eru meðal þeirra nýjustu en framleiðsla gæðaþátta hjá Hulu og Amazon Prime hefur einnig stóreflst undanfarið og tilnefningar til virtustu verðlaunanna í bransanum hafa ratað til þeirra. Nokkrar aðrar streymisveitur eru væntanlegar í hasarinn, meðal annarra Peacock, sem er á vegum NBC sjónvarpsstöðvarinnar og Universal kvikmyndaversins, og HBO Max sem mun sýna efni kapalstöðvarinnar ásamt efni frá Warner Bros kvikmyndaverinu. Streymisveiturnar keppst við að fá skærustu stjörnurnar í skemmtanabransanum til liðs við sig og vissulega má greina vandlætingartón hjá þekktum leikurum og leikstjórum sem gefa lítið fyrir hugmyndafræði og áherslur stóru framleiðslufyrirtækjanna í Hollywood dagsins í dag. Áherslan virðist mest á ofurhetju- og hasarmyndir á borð við það sem streymir frá myndasögurisanum Marvel, auk harðhausamynda í anda The Fast and the Furious. Markhópurinn er ungt fólk sem er líklegast til þess að fara í bíó á meðan plássið fyrir myndir sem keyra á öðru en sprengingum og ofurhetjum minnkar jafnt og þétt. Martin Scorsese er einn þeirra sem hafa gagnrýnt stefnu framleiðslufyrirtækja og hefur hann nú gert kvikmyndina The Irishman fyrir Netflix. The Irishman varð aðgengileg á streymisveitunni í gær eftir að hafa verið sýnt í kvikmyndahúsum í stuttan tíma. Scorsese virðist kunna vel við sig í Netflix-umhverfinu og þeir eru margir kvikmyndarýnarnir sem spá þessu nýjasta stórvirki hans vænum slatta af tilnefningum til Óskarsverðlauna.Netflix virðist með þessu vera að reyna að skilja sig frá streymishjörðinni með áherslu á framleiðslu á kvikmyndir eftir leiðandi leikstjóra með virtum leikurum og greindi nýlega frá áformum um að taka yfir gamalt kvikmyndahús í New York til þess að sýna þar myndir sínar á breiðtjaldi. Skemmst er frá því að segja að Óskarsverðlaunaakademían gerir kröfur um að kvikmynd verði að hafa verið til sýningar í kvikmyndahúsum í ákveðinn tíma til að eiga möguleika á tilnefningu. Þannig að það eru engar tilviljanir í stríði streymisveitanna. Netflix á svo sannarlega undir högg að sækja vegna þessa fjölda streymisveita sem virðast hafa dúkkað upp á einni nóttu. Fjárhagslegt tap Netflix hefur verið mikið á síðustu misserum. Ekki eingöngu vegna fækkunar áskrifenda og gífurlegs fjármagns sem fer í að framleiða kvikmyndir í Óskarsverðlaunaklassa heldur hafa margir sett út á að Netflix hafi tilhneigingu til að hætta framleiðslu efnis eftir fáar og jafnvel eina þáttaröð. Verði þáttaröð ekki vinsæl undir eins er hún sett á hilluna. Vart þarf að minna á að upphaflega hugmyndin að baki streymisveitum var meðal annars að sporna gegn ólöglegu niðurhali og hafa vinsælasta sjónvarpsefnið tiltækt á einum stað og aðgengilegt hvenær sem okkur þóknaðist. Einnig þótti það ódýrara að kaupa aðgang að þeim en að vera áskrifandi að sjónvarpsstöðvum sem verður svo sannarlega ekki raunin ef keypt er áskrift að öllum þeim nýju sem í boði eru. Spurningin er hvort áhorfandinn fari aftur að kaupa sér DVD diska og hala niður myndum með ólöglegum hætti í stað þess að borga mánaðargjald fyrir allar þessar streymisveitur sem allar hafa svo mikið efni að maður verður ringlaður. Apple Birtist í Fréttablaðinu Disney Netflix Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Offramboðið á sjónvarpsefni er orðið svo yfirþyrmandi og svo virðist sem fréttir af nýjum efnisveitum berist vikulega. Netflix náði ákveðnum yfirburðum í byrjun en ákafir nýliðar þrengja stöðugt að risanum í harðri samkeppni um tíma okkar og peninga. Disney+ og Apple TV+ eru meðal þeirra nýjustu en framleiðsla gæðaþátta hjá Hulu og Amazon Prime hefur einnig stóreflst undanfarið og tilnefningar til virtustu verðlaunanna í bransanum hafa ratað til þeirra. Nokkrar aðrar streymisveitur eru væntanlegar í hasarinn, meðal annarra Peacock, sem er á vegum NBC sjónvarpsstöðvarinnar og Universal kvikmyndaversins, og HBO Max sem mun sýna efni kapalstöðvarinnar ásamt efni frá Warner Bros kvikmyndaverinu. Streymisveiturnar keppst við að fá skærustu stjörnurnar í skemmtanabransanum til liðs við sig og vissulega má greina vandlætingartón hjá þekktum leikurum og leikstjórum sem gefa lítið fyrir hugmyndafræði og áherslur stóru framleiðslufyrirtækjanna í Hollywood dagsins í dag. Áherslan virðist mest á ofurhetju- og hasarmyndir á borð við það sem streymir frá myndasögurisanum Marvel, auk harðhausamynda í anda The Fast and the Furious. Markhópurinn er ungt fólk sem er líklegast til þess að fara í bíó á meðan plássið fyrir myndir sem keyra á öðru en sprengingum og ofurhetjum minnkar jafnt og þétt. Martin Scorsese er einn þeirra sem hafa gagnrýnt stefnu framleiðslufyrirtækja og hefur hann nú gert kvikmyndina The Irishman fyrir Netflix. The Irishman varð aðgengileg á streymisveitunni í gær eftir að hafa verið sýnt í kvikmyndahúsum í stuttan tíma. Scorsese virðist kunna vel við sig í Netflix-umhverfinu og þeir eru margir kvikmyndarýnarnir sem spá þessu nýjasta stórvirki hans vænum slatta af tilnefningum til Óskarsverðlauna.Netflix virðist með þessu vera að reyna að skilja sig frá streymishjörðinni með áherslu á framleiðslu á kvikmyndir eftir leiðandi leikstjóra með virtum leikurum og greindi nýlega frá áformum um að taka yfir gamalt kvikmyndahús í New York til þess að sýna þar myndir sínar á breiðtjaldi. Skemmst er frá því að segja að Óskarsverðlaunaakademían gerir kröfur um að kvikmynd verði að hafa verið til sýningar í kvikmyndahúsum í ákveðinn tíma til að eiga möguleika á tilnefningu. Þannig að það eru engar tilviljanir í stríði streymisveitanna. Netflix á svo sannarlega undir högg að sækja vegna þessa fjölda streymisveita sem virðast hafa dúkkað upp á einni nóttu. Fjárhagslegt tap Netflix hefur verið mikið á síðustu misserum. Ekki eingöngu vegna fækkunar áskrifenda og gífurlegs fjármagns sem fer í að framleiða kvikmyndir í Óskarsverðlaunaklassa heldur hafa margir sett út á að Netflix hafi tilhneigingu til að hætta framleiðslu efnis eftir fáar og jafnvel eina þáttaröð. Verði þáttaröð ekki vinsæl undir eins er hún sett á hilluna. Vart þarf að minna á að upphaflega hugmyndin að baki streymisveitum var meðal annars að sporna gegn ólöglegu niðurhali og hafa vinsælasta sjónvarpsefnið tiltækt á einum stað og aðgengilegt hvenær sem okkur þóknaðist. Einnig þótti það ódýrara að kaupa aðgang að þeim en að vera áskrifandi að sjónvarpsstöðvum sem verður svo sannarlega ekki raunin ef keypt er áskrift að öllum þeim nýju sem í boði eru. Spurningin er hvort áhorfandinn fari aftur að kaupa sér DVD diska og hala niður myndum með ólöglegum hætti í stað þess að borga mánaðargjald fyrir allar þessar streymisveitur sem allar hafa svo mikið efni að maður verður ringlaður.
Apple Birtist í Fréttablaðinu Disney Netflix Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira