Sportpakkinn: „Fannst Margrét Lára mjög pirrandi fyrst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2019 15:45 Hallbera og Margrét Lára léku saman hjá Val á blómaskeiði félagsins í kvennafótbolta. Hallbera Gísladóttir segir að Margrét Lára Viðarsdóttir sé gríðarlega mikill leiðtogi og með ódrepandi keppnisskap. Hallbera og Margrét Lára léku saman í Val og íslenska landsliðinu. Í gær var greint frá því að Margrét Lára hefði lagt skóna á hilluna eftir glæsilegan feril. „Það er óhætt að segja að hún sé einn mesti leiðtogi sem ég hef spilað með, kannski hún og Katrín Jónsdóttir,“ sagði Hallbera við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Hún viðurkennir að hún hafi fengist að kynnast því á eigin skinni hversu mikil keppnismanneskja Margrét Lára er. „Hún hefur líka sett geysilega miklar kröfur á aðra í kringum sig. Ég kynntist því þegar ég kom fyrst í Val. Ég var ekki komin upp á planið sem hún vildi hafa leikmennina á. Mér fannst hún mjög pirrandi fyrst. Hún var endalaust að nöldra í mér,“ sagði Hallbera. Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára og Hallbera í borðtennis á EM 2013.vísir/óskaró„Svo veit maður að hún er það góð að hún vill hafa hlutina í lagi. Ég tel mig hafa komist upp á allavega hluta af hennar plani. Það er gríðarlega gott að hafa hana sem liðsfélaga.“ Þrátt fyrir farsælan feril lenti Margrét Lára í miklu mótlæti á köflum og glímdi við erfið meiðsli. „Hún hefur lent í ýmsu. Ég held að það séu ekki margir sem myndu leika þetta eftir,“ sagði Hallbera. En hvernig brást Margrét Lára þegar liðin hennar töpuðu? „Eins og allir keppnismenn var hún hundfúl. Þegar hún var yngri var hún aðeins erfiðari í skapinu. En það er bara gaman að fylgjast með henni, hvernig hún hefur þróast sem manneskja og keppnismaður,“ sagði Hallbera. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkin: Kröfuhörð keppnismanneskja og mikill leiðtogi Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Skoraði í síðasta deildarleiknum og síðasta landsleiknum Viðeigandi endir á ferli markadrottningarinnar úr Vestmannaeyjum. 26. nóvember 2019 19:00 „Betri liðsfélaga, leiðtoga, vin og fyrirmynd er erfitt að finna“ Fjölmargir skrifuðu kveðju til Margrétar Láru Viðarsdóttur á samfélagsmiðlum í gær. 27. nóvember 2019 11:00 Margrét Lára leggur skóna á hilluna Markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi hefur lagt skóna á hilluna. 26. nóvember 2019 14:19 Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55 „Fyrir mér er þetta eins og eitthvað ótrúlega fallegt rómantískt ævintýri“ Markahæsta knattspyrnukona Íslands frá upphafi, Margrét Lára Viðarsdóttir, hefur lagt skóna á hilluna. Hún segir þetta hafa verið erfiða ákvörðin en segist kveðja stolt 26. nóvember 2019 20:51 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Hallbera Gísladóttir segir að Margrét Lára Viðarsdóttir sé gríðarlega mikill leiðtogi og með ódrepandi keppnisskap. Hallbera og Margrét Lára léku saman í Val og íslenska landsliðinu. Í gær var greint frá því að Margrét Lára hefði lagt skóna á hilluna eftir glæsilegan feril. „Það er óhætt að segja að hún sé einn mesti leiðtogi sem ég hef spilað með, kannski hún og Katrín Jónsdóttir,“ sagði Hallbera við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Hún viðurkennir að hún hafi fengist að kynnast því á eigin skinni hversu mikil keppnismanneskja Margrét Lára er. „Hún hefur líka sett geysilega miklar kröfur á aðra í kringum sig. Ég kynntist því þegar ég kom fyrst í Val. Ég var ekki komin upp á planið sem hún vildi hafa leikmennina á. Mér fannst hún mjög pirrandi fyrst. Hún var endalaust að nöldra í mér,“ sagði Hallbera. Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára og Hallbera í borðtennis á EM 2013.vísir/óskaró„Svo veit maður að hún er það góð að hún vill hafa hlutina í lagi. Ég tel mig hafa komist upp á allavega hluta af hennar plani. Það er gríðarlega gott að hafa hana sem liðsfélaga.“ Þrátt fyrir farsælan feril lenti Margrét Lára í miklu mótlæti á köflum og glímdi við erfið meiðsli. „Hún hefur lent í ýmsu. Ég held að það séu ekki margir sem myndu leika þetta eftir,“ sagði Hallbera. En hvernig brást Margrét Lára þegar liðin hennar töpuðu? „Eins og allir keppnismenn var hún hundfúl. Þegar hún var yngri var hún aðeins erfiðari í skapinu. En það er bara gaman að fylgjast með henni, hvernig hún hefur þróast sem manneskja og keppnismaður,“ sagði Hallbera. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkin: Kröfuhörð keppnismanneskja og mikill leiðtogi
Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Skoraði í síðasta deildarleiknum og síðasta landsleiknum Viðeigandi endir á ferli markadrottningarinnar úr Vestmannaeyjum. 26. nóvember 2019 19:00 „Betri liðsfélaga, leiðtoga, vin og fyrirmynd er erfitt að finna“ Fjölmargir skrifuðu kveðju til Margrétar Láru Viðarsdóttur á samfélagsmiðlum í gær. 27. nóvember 2019 11:00 Margrét Lára leggur skóna á hilluna Markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi hefur lagt skóna á hilluna. 26. nóvember 2019 14:19 Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55 „Fyrir mér er þetta eins og eitthvað ótrúlega fallegt rómantískt ævintýri“ Markahæsta knattspyrnukona Íslands frá upphafi, Margrét Lára Viðarsdóttir, hefur lagt skóna á hilluna. Hún segir þetta hafa verið erfiða ákvörðin en segist kveðja stolt 26. nóvember 2019 20:51 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Skoraði í síðasta deildarleiknum og síðasta landsleiknum Viðeigandi endir á ferli markadrottningarinnar úr Vestmannaeyjum. 26. nóvember 2019 19:00
„Betri liðsfélaga, leiðtoga, vin og fyrirmynd er erfitt að finna“ Fjölmargir skrifuðu kveðju til Margrétar Láru Viðarsdóttur á samfélagsmiðlum í gær. 27. nóvember 2019 11:00
Margrét Lára leggur skóna á hilluna Markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi hefur lagt skóna á hilluna. 26. nóvember 2019 14:19
Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55
„Fyrir mér er þetta eins og eitthvað ótrúlega fallegt rómantískt ævintýri“ Markahæsta knattspyrnukona Íslands frá upphafi, Margrét Lára Viðarsdóttir, hefur lagt skóna á hilluna. Hún segir þetta hafa verið erfiða ákvörðin en segist kveðja stolt 26. nóvember 2019 20:51