Nú má meta stafræna hæfni á heimasíðu VR Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. nóvember 2019 06:30 VR vill að fólk skoði kunnáttu sína í stafrænum heimi. Nordicphotos/Getty „Þegar talað er um stafræna hæfni dettur fólki fyrst í hug að það snúist um að kunna rosalega vel á tölvur. En þetta snýst kannski frekar um að þú kunnir að beita þekkingunni og færninni á réttan hátt,“ segir Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur í starfsmenntamálum hjá VR. VR hleypti í gær formlega af stokkunum verkefninu Stafræna hæfnihjólið sem er rafrænt sjálfspróf sem allir geta tekið á netinu sér að kostnaðarlausu. Markmiðið er að hjálpa félagsmönnum að undirbúa sig til að geta tekist á við aukna tækni í samfélaginu meðal annars í tengslum við umræðu um fjórðu iðnbyltinguna. „Við viljum líka ýta við fólki og láta það spyrja sig hvort það sé virkilega með góða stafræna hæfni. Þetta er eitthvað sem maður þarf alltaf að vera að endurskoða.“ Selma segir að verkefnið megi rekja til vinnu starfsmenntanefndar VR og starfsmenntastefnu félagsins. Síðan hafi þetta þróast út í samfélagslegt verkefni sem nýst getur öllum. „Þegar við fórum á stúfana og reyndum að finna með hvaða hætti við gætum komið til móts við félagsmenn okkar þá var kannski svolítið takmarkað í boði.“ Þau hafi fundið danskan vef sem fjallar um stafræna hæfni. Um hafi verið að ræða Evrópuverkefni sem byggir á helstu þáttum sem ESB hafi skilgreint sem meginþætti stafrænnar hæfni. „Í staðinn fyrir að finna upp hjólið spurðum við hvort við gætum ekki bara nýtt okkur þeirra hjól og farið í samstarf. Það var tekið mjög vel í það og núna er búið að þýða þetta yfir á íslensku og gera opið og aðgengilegt öllum.“ Í prófinu er stafrænni hæfni skipt upp í fjóra meginflokka; öryggi, upplýsingar, framkvæmd og samskipti. Selma viðurkennir hlæjandi að prófið, sem alls telur 63 spurningar, sé leiðinlega langt. „En þetta er auðvitað eitthvað sem þú ert ekkert að taka neitt rosalega oft. Þú þarft svolítið að hugsa þetta og vera samkvæmur sjálfum þér til þess að fá eins raunhæfar niðurstöður og mögulegt er. Þá kannski sérðu eitthvað sem þú þarft að huga betur að,“ segir Selma. Hún segist sérstaklega ánægð með að fræðslusetrið Starfsmennt hafi fengið vilyrði um styrk til að útbúa námskeið til að fylgja niðurstöðum prófsins eftir. „Ef það eru einhverjir þættir sem ákveðinn hópur eða ákveðnir einstaklingar þurfa að skerpa á þá munum við í framtíðinni líka fá lausn til að koma til móts við þá.“ Hægt er að taka prófið á vef VR. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
„Þegar talað er um stafræna hæfni dettur fólki fyrst í hug að það snúist um að kunna rosalega vel á tölvur. En þetta snýst kannski frekar um að þú kunnir að beita þekkingunni og færninni á réttan hátt,“ segir Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur í starfsmenntamálum hjá VR. VR hleypti í gær formlega af stokkunum verkefninu Stafræna hæfnihjólið sem er rafrænt sjálfspróf sem allir geta tekið á netinu sér að kostnaðarlausu. Markmiðið er að hjálpa félagsmönnum að undirbúa sig til að geta tekist á við aukna tækni í samfélaginu meðal annars í tengslum við umræðu um fjórðu iðnbyltinguna. „Við viljum líka ýta við fólki og láta það spyrja sig hvort það sé virkilega með góða stafræna hæfni. Þetta er eitthvað sem maður þarf alltaf að vera að endurskoða.“ Selma segir að verkefnið megi rekja til vinnu starfsmenntanefndar VR og starfsmenntastefnu félagsins. Síðan hafi þetta þróast út í samfélagslegt verkefni sem nýst getur öllum. „Þegar við fórum á stúfana og reyndum að finna með hvaða hætti við gætum komið til móts við félagsmenn okkar þá var kannski svolítið takmarkað í boði.“ Þau hafi fundið danskan vef sem fjallar um stafræna hæfni. Um hafi verið að ræða Evrópuverkefni sem byggir á helstu þáttum sem ESB hafi skilgreint sem meginþætti stafrænnar hæfni. „Í staðinn fyrir að finna upp hjólið spurðum við hvort við gætum ekki bara nýtt okkur þeirra hjól og farið í samstarf. Það var tekið mjög vel í það og núna er búið að þýða þetta yfir á íslensku og gera opið og aðgengilegt öllum.“ Í prófinu er stafrænni hæfni skipt upp í fjóra meginflokka; öryggi, upplýsingar, framkvæmd og samskipti. Selma viðurkennir hlæjandi að prófið, sem alls telur 63 spurningar, sé leiðinlega langt. „En þetta er auðvitað eitthvað sem þú ert ekkert að taka neitt rosalega oft. Þú þarft svolítið að hugsa þetta og vera samkvæmur sjálfum þér til þess að fá eins raunhæfar niðurstöður og mögulegt er. Þá kannski sérðu eitthvað sem þú þarft að huga betur að,“ segir Selma. Hún segist sérstaklega ánægð með að fræðslusetrið Starfsmennt hafi fengið vilyrði um styrk til að útbúa námskeið til að fylgja niðurstöðum prófsins eftir. „Ef það eru einhverjir þættir sem ákveðinn hópur eða ákveðnir einstaklingar þurfa að skerpa á þá munum við í framtíðinni líka fá lausn til að koma til móts við þá.“ Hægt er að taka prófið á vef VR.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira