Rafhjólin sem borgarbúar fengu lánuð breyttu ferðahegðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 14:05 Þátttakendur voru líklegri til að nota hjól lengur fram á haust og töldu sig geta byrjað að hjóla fyrr á vorin. Mynd/Reykjavíkurborg Tuttugu og eitt prósent þeirra sem fengu rafhjól lánuð hjá Reykjavíkurborg sumarið 2018 breyttu ferðahegðun sinni og nota rafhjól til að komast til og frá vinnu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal þátttakenda verkefnisins. Alls sóttu 1017 íbúar Reykjavíkur, úr hinum ýmsu hverfum, um þátttöku í verkefninu. Miðað var að því að lána rafhjól í fimm til sex vikur og kanna hvort þau gætu breytt ferðahegðun þátttakenda og gert samgöngur umhverfisvænni. Að lokum voru umsóknir 125 íbúa samþykktar og voru þrjár vefkannanir lagðar fyrir þá: ein áður en þeir fengu rafhjólið, önnur um það bil fjórum til átta vikum eftir að rafhjólinu var skilað og síðasta könnunin í lok júní þessa árs. Í tilkynningu um niðurstöðurnar á vef Reykjavíkurborgar segir að áður en lánstímabilið hófst hafi 85 prósent þátttakenda notað bíl að jafnaði til að komast til og frá vinnu. Ári síðar, eða sumarið 2019, var þessi tala komin niður í 58 prósent meðal þátttakenda. Enginn þátttakenda notaði rafhjól til að komast í og úr vinnu áður en verkefnið hófst en sumarið 2019 var talan komin upp í 21 prósent. Mynd/Reykjavíkurborg Haft er eftir Kristni J. Eysteinssyni, verkefnisstjóra samgöngumála hjá umhverfis- og skipulagssviði, að niðurstöðurnar lofi góðu um breytingar. Þá sé hann spenntur að sjá hverjar niðurstöðurnar verði fyrir sumarið 2019, þegar sami fjöldi íbúa fékk rafhjól til afnota og árið áður. Þá hafi niðurstöðurnar einnig bent til þess að fólk upplifi sig jafnöruggt á rafhjóli og á venjulegu hjóli. Rafhjólanotkunin hafi jafnframt haft jákvæð áhrif á bæði heilsu og líðan þátttakenda og þeir talið sig ólíklegri til að notast við einkabíl eftir reynslu sína af rafhjóli. Þá voru þátttakendur líklegri til að nota hjól lengur fram á haust og töldu sig geta byrjað að hjóla fyrr á vorin. Mynd/Reykjavíkurborg Niðurstöðurnar eru birtar sama dag og frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um ívilnanir vegna vistvænna ökutækja, rafmagnsreiðhjóla og annarra reiðhjóla var samþykkt í ríkisstjórn. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að helstu nýmæli frumvarpsins séu að auðvelda fólki kaup á hvers kyns vistvænum hjólum. Verði frumvarpið samþykkt á Alþingi verður felldur brott virðisaukaskattur af rafmagnsreiðhjólum og öðrum reiðhjólum, upp að ákveðnu marki. Þannig er gert ráð fyrir að hámark niðurfellingar virðisaukaskatts af rafmagnsreiðhjólum verði 96 þúsund krónur en 48 þúsund fyrir reiðhjól. Þessi upphæð var tvöfölduð eftir að farið var yfir umsagnir sem bárust um málið í samráðsgátt stjórnvalda. Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Stjórnarráðið ætlar að draga úr losun um 40% næsta áratuginn Flugferðum verður fækkað og starfsmönnum gert auðveldara að nýta vistvæna ferðamáta í loftslagsstefnu sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir stjórnarráðið í dag. 9. apríl 2019 11:42 „Framtíðin kallar á okkur að gera betur“ Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. 29. október 2019 15:56 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
Tuttugu og eitt prósent þeirra sem fengu rafhjól lánuð hjá Reykjavíkurborg sumarið 2018 breyttu ferðahegðun sinni og nota rafhjól til að komast til og frá vinnu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal þátttakenda verkefnisins. Alls sóttu 1017 íbúar Reykjavíkur, úr hinum ýmsu hverfum, um þátttöku í verkefninu. Miðað var að því að lána rafhjól í fimm til sex vikur og kanna hvort þau gætu breytt ferðahegðun þátttakenda og gert samgöngur umhverfisvænni. Að lokum voru umsóknir 125 íbúa samþykktar og voru þrjár vefkannanir lagðar fyrir þá: ein áður en þeir fengu rafhjólið, önnur um það bil fjórum til átta vikum eftir að rafhjólinu var skilað og síðasta könnunin í lok júní þessa árs. Í tilkynningu um niðurstöðurnar á vef Reykjavíkurborgar segir að áður en lánstímabilið hófst hafi 85 prósent þátttakenda notað bíl að jafnaði til að komast til og frá vinnu. Ári síðar, eða sumarið 2019, var þessi tala komin niður í 58 prósent meðal þátttakenda. Enginn þátttakenda notaði rafhjól til að komast í og úr vinnu áður en verkefnið hófst en sumarið 2019 var talan komin upp í 21 prósent. Mynd/Reykjavíkurborg Haft er eftir Kristni J. Eysteinssyni, verkefnisstjóra samgöngumála hjá umhverfis- og skipulagssviði, að niðurstöðurnar lofi góðu um breytingar. Þá sé hann spenntur að sjá hverjar niðurstöðurnar verði fyrir sumarið 2019, þegar sami fjöldi íbúa fékk rafhjól til afnota og árið áður. Þá hafi niðurstöðurnar einnig bent til þess að fólk upplifi sig jafnöruggt á rafhjóli og á venjulegu hjóli. Rafhjólanotkunin hafi jafnframt haft jákvæð áhrif á bæði heilsu og líðan þátttakenda og þeir talið sig ólíklegri til að notast við einkabíl eftir reynslu sína af rafhjóli. Þá voru þátttakendur líklegri til að nota hjól lengur fram á haust og töldu sig geta byrjað að hjóla fyrr á vorin. Mynd/Reykjavíkurborg Niðurstöðurnar eru birtar sama dag og frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um ívilnanir vegna vistvænna ökutækja, rafmagnsreiðhjóla og annarra reiðhjóla var samþykkt í ríkisstjórn. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að helstu nýmæli frumvarpsins séu að auðvelda fólki kaup á hvers kyns vistvænum hjólum. Verði frumvarpið samþykkt á Alþingi verður felldur brott virðisaukaskattur af rafmagnsreiðhjólum og öðrum reiðhjólum, upp að ákveðnu marki. Þannig er gert ráð fyrir að hámark niðurfellingar virðisaukaskatts af rafmagnsreiðhjólum verði 96 þúsund krónur en 48 þúsund fyrir reiðhjól. Þessi upphæð var tvöfölduð eftir að farið var yfir umsagnir sem bárust um málið í samráðsgátt stjórnvalda.
Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Stjórnarráðið ætlar að draga úr losun um 40% næsta áratuginn Flugferðum verður fækkað og starfsmönnum gert auðveldara að nýta vistvæna ferðamáta í loftslagsstefnu sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir stjórnarráðið í dag. 9. apríl 2019 11:42 „Framtíðin kallar á okkur að gera betur“ Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. 29. október 2019 15:56 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
Stjórnarráðið ætlar að draga úr losun um 40% næsta áratuginn Flugferðum verður fækkað og starfsmönnum gert auðveldara að nýta vistvæna ferðamáta í loftslagsstefnu sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir stjórnarráðið í dag. 9. apríl 2019 11:42
„Framtíðin kallar á okkur að gera betur“ Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. 29. október 2019 15:56
Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00