Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. desember 2019 09:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vilhelm Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 3. desember sýnir hún hvernig á að gera fallega jólakúlu sem hentar sem gjöf eða skraut á þitt eigið jólatré. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirÞið þekkið hana öll. Þetta er konan sem er stanslaust prjónandi og allar gjafir frá henni, hvort sem það eru vettlingar, sokkar, kjóll á dúkkuna ykkar, allt er hreint listaverk. Núna er ég að hugsa um prjónakonuna í mínu lífi, ömmu mína. Það er samt oft eitt vandamál sem fylgir svona konum, þú veist aldrei hvað þú getur gefið þeim í jólagjöf og ef þú spyrð hana, þá er svarið alltaf „Æi, elskan mín, ég þarf ekki neitt, ekki vera að eyða peningnum þínum í mig.“ En af hverju ekki búa til jólakúlu sem er algjörlega hún, prjónajólakúlu? Það eina sem þú þarf er garn, jólakúla eða frauðplastpúla. Ég fór í Hjálpræðisherinn og keypti poka af jólakúlum þar, smá trélím, límbyssa og límstautur, grillpinnar og litlar viðarkúlur.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á að gera prjónana. Ég tók grillpinnana og minnkaði þá aðeins með skærum, hélt eftir oddmjóa hlutanum. Svo límdi ég með trélími kúluna á hinn endann. Og á meðan trélímið var að taka sig, þá útbjó ég kúluna sjálfa.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók endann á garninu og festi hann á kúluna með dropa frá límbyssunni minni, hélt honum á meðan límið var að harðna og svo vafði ég bara garninu utan um kúluna, alveg þangað til að það sást ekki neitt í kúluna sjálfa, heldur bara garn. Ef þú vilt þá getur þú stoppað nokkrum sinnum á leiðinni og fest garnið aðeins niður með dropa af heitu lími en passaðu að láta ekki of mikið. Þegar ég sá ekki lengur neitt í upprunalegu kúluna þá klippti ég garnið og tryggði að þetta myndi ekki rakna upp með því að festa endann. Svo stakk ég prjónunum inn á milli garnsins og voila, prjónajólakúla, sem hvaða prjónakona myndi láta stolt á jólatréið sitt. Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 3. desember sýnir hún hvernig á að gera fallega jólakúlu sem hentar sem gjöf eða skraut á þitt eigið jólatré. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirÞið þekkið hana öll. Þetta er konan sem er stanslaust prjónandi og allar gjafir frá henni, hvort sem það eru vettlingar, sokkar, kjóll á dúkkuna ykkar, allt er hreint listaverk. Núna er ég að hugsa um prjónakonuna í mínu lífi, ömmu mína. Það er samt oft eitt vandamál sem fylgir svona konum, þú veist aldrei hvað þú getur gefið þeim í jólagjöf og ef þú spyrð hana, þá er svarið alltaf „Æi, elskan mín, ég þarf ekki neitt, ekki vera að eyða peningnum þínum í mig.“ En af hverju ekki búa til jólakúlu sem er algjörlega hún, prjónajólakúlu? Það eina sem þú þarf er garn, jólakúla eða frauðplastpúla. Ég fór í Hjálpræðisherinn og keypti poka af jólakúlum þar, smá trélím, límbyssa og límstautur, grillpinnar og litlar viðarkúlur.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á að gera prjónana. Ég tók grillpinnana og minnkaði þá aðeins með skærum, hélt eftir oddmjóa hlutanum. Svo límdi ég með trélími kúluna á hinn endann. Og á meðan trélímið var að taka sig, þá útbjó ég kúluna sjálfa.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók endann á garninu og festi hann á kúluna með dropa frá límbyssunni minni, hélt honum á meðan límið var að harðna og svo vafði ég bara garninu utan um kúluna, alveg þangað til að það sást ekki neitt í kúluna sjálfa, heldur bara garn. Ef þú vilt þá getur þú stoppað nokkrum sinnum á leiðinni og fest garnið aðeins niður með dropa af heitu lími en passaðu að láta ekki of mikið. Þegar ég sá ekki lengur neitt í upprunalegu kúluna þá klippti ég garnið og tryggði að þetta myndi ekki rakna upp með því að festa endann. Svo stakk ég prjónunum inn á milli garnsins og voila, prjónajólakúla, sem hvaða prjónakona myndi láta stolt á jólatréið sitt. Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00
Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00