Af geimverum og tilfinningum Brynhildur Björnsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 10:48 Ég er svikari er um margt skemmtileg og lipurlega skrifuð bók. *** ½ Ég er svikari Sif Sigmarsdóttir Þýðing: Halla Sverrisdóttir Útgefandi: MM Síður: 397 Sögur um geimverur sem hafa eitthvað til jarðarinnar og jarðarbúa að sækja hafa verið hluti af menningararfi Vesturlanda síðan 1898 þegar H.G. Wells skrifaði sögu sína Innrásin frá Mars þar sem geimverur ráðast á London til að næra sig á íbúum hennar. Innrásin frá Mars er ein þekktasta bók sem skrifuð hefur verið og út frá henni spratt heil bókmenntagrein sem lifir góðu lífi fram til dagsins í dag. Ég er svikari sækir ýmislegt til þessa forvera síns í innrásarbókmenntahefðinni en hún fjallar um Amy fjórtán ára sem býr í norðurhluta Lundúna í samtímanum eða náinni framtíð. Þegar sagan hefst er ástandið einkennilegt, fljúgandi diskar sveima yfir borginni en enginn veit í rauninni erindi þeirra. Rafmagnið fer af reglulega, vistir eru af skornum skammti af því að öll starfsemi hefur lagst niður en fólk, og kannski sérstaklega unglingar, reyna samt að lifa lífi sínu eins og þeir best geta. Þegar bróðir Amyar og besta vinkona eru numin á brott af hinum óvelkomnu gestum í gegnum einhvers konar risavaxna ryksuguarma ákveður hún að hafa frumkvæði, býður sig fram og gengur geimverunum á hönd. Og þá upphefst æsispennandi barátta fyrir örlögum mannkynsins. Ég er svikari er um margt skemmtileg og lipurlega skrifuð bók. Hún er svolítið lengi að fara í gang og stundum eru skilin milli dagbókar Amyar og þeirrar fyrstu persónu sem er líka Amy sem segir söguna ruglingsleg, til dæmis er tímalínan oft óljós, hvað gerist hvenær og á undan eða á eftir hverju en þegar sagan er komin almennilega af stað verður söguþráðurinn mjög spennandi og söguheimurinn vel útfærður, einkum þó heimurinn handan við ryksugubarka geimveranna sem er nöturlegur í meira lagi. Persónurnar eru frekar dæmigerðar fyrir unglingabók, Amy er nörd og óánægð með útlit sitt, upptekin af því að hafa aldrei upplifað að vera kysst, Mathilda, besta vinkona hennar er ofsasæt og heldur mikið upptekin af því, sæti strákurinn er góður í gegn þrátt fyrir að stundum efist Amy um heilindi hans og eineltisgerendurnir reynast vera svo vondir að það er hreinlega genetískt. Bókin fjallar einmitt öðrum þræði um einelti og fordóma og því kemur á óvart að rekast á niðrandi holdafarslýsingu í miðri bók sem ekki þjónaði söguþræðinum neitt og vann eiginlega gegn innri lógík söguheimsins . En sögumaðurinn Amy er auðvitað ekki fullkomin frekar en aðrir og þarna sýnir höfundur hversu stutt er í fordóma hjá mannverum. Sif Sigmarsdóttir á að baki farsælan skriftaferil, bæði sem höfundur ungmennabóka og skoðanapistla hér í Fréttablaðinu. Hún tvinnar hér saman skemmtilega og spennandi frásögn og vangaveltur um siðferði mannkyns og mikilvægi eða tilgangsleysi tilfinninga, menningu unglinga og fyrstu ástina, dregur upp umhugsunarverðar hliðstæður milli flóttafólks á jörðu niðri og úr geimnum og sýnir hvernig mannkynið hefur brugðist sjálfu sér, löngu áður en geimverurnar komu til. Ég er svikari kom út á ensku árið 2017 en kemur nú út í íslenskri þýðingu. Þýðing Höllu Sverrisdóttur er einkar læsileg og vel útfærð.NIÐURSTAÐA: Skemmtileg og spennandi saga um geimverur, mannverur, siðferði og tilfinningar. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
*** ½ Ég er svikari Sif Sigmarsdóttir Þýðing: Halla Sverrisdóttir Útgefandi: MM Síður: 397 Sögur um geimverur sem hafa eitthvað til jarðarinnar og jarðarbúa að sækja hafa verið hluti af menningararfi Vesturlanda síðan 1898 þegar H.G. Wells skrifaði sögu sína Innrásin frá Mars þar sem geimverur ráðast á London til að næra sig á íbúum hennar. Innrásin frá Mars er ein þekktasta bók sem skrifuð hefur verið og út frá henni spratt heil bókmenntagrein sem lifir góðu lífi fram til dagsins í dag. Ég er svikari sækir ýmislegt til þessa forvera síns í innrásarbókmenntahefðinni en hún fjallar um Amy fjórtán ára sem býr í norðurhluta Lundúna í samtímanum eða náinni framtíð. Þegar sagan hefst er ástandið einkennilegt, fljúgandi diskar sveima yfir borginni en enginn veit í rauninni erindi þeirra. Rafmagnið fer af reglulega, vistir eru af skornum skammti af því að öll starfsemi hefur lagst niður en fólk, og kannski sérstaklega unglingar, reyna samt að lifa lífi sínu eins og þeir best geta. Þegar bróðir Amyar og besta vinkona eru numin á brott af hinum óvelkomnu gestum í gegnum einhvers konar risavaxna ryksuguarma ákveður hún að hafa frumkvæði, býður sig fram og gengur geimverunum á hönd. Og þá upphefst æsispennandi barátta fyrir örlögum mannkynsins. Ég er svikari er um margt skemmtileg og lipurlega skrifuð bók. Hún er svolítið lengi að fara í gang og stundum eru skilin milli dagbókar Amyar og þeirrar fyrstu persónu sem er líka Amy sem segir söguna ruglingsleg, til dæmis er tímalínan oft óljós, hvað gerist hvenær og á undan eða á eftir hverju en þegar sagan er komin almennilega af stað verður söguþráðurinn mjög spennandi og söguheimurinn vel útfærður, einkum þó heimurinn handan við ryksugubarka geimveranna sem er nöturlegur í meira lagi. Persónurnar eru frekar dæmigerðar fyrir unglingabók, Amy er nörd og óánægð með útlit sitt, upptekin af því að hafa aldrei upplifað að vera kysst, Mathilda, besta vinkona hennar er ofsasæt og heldur mikið upptekin af því, sæti strákurinn er góður í gegn þrátt fyrir að stundum efist Amy um heilindi hans og eineltisgerendurnir reynast vera svo vondir að það er hreinlega genetískt. Bókin fjallar einmitt öðrum þræði um einelti og fordóma og því kemur á óvart að rekast á niðrandi holdafarslýsingu í miðri bók sem ekki þjónaði söguþræðinum neitt og vann eiginlega gegn innri lógík söguheimsins . En sögumaðurinn Amy er auðvitað ekki fullkomin frekar en aðrir og þarna sýnir höfundur hversu stutt er í fordóma hjá mannverum. Sif Sigmarsdóttir á að baki farsælan skriftaferil, bæði sem höfundur ungmennabóka og skoðanapistla hér í Fréttablaðinu. Hún tvinnar hér saman skemmtilega og spennandi frásögn og vangaveltur um siðferði mannkyns og mikilvægi eða tilgangsleysi tilfinninga, menningu unglinga og fyrstu ástina, dregur upp umhugsunarverðar hliðstæður milli flóttafólks á jörðu niðri og úr geimnum og sýnir hvernig mannkynið hefur brugðist sjálfu sér, löngu áður en geimverurnar komu til. Ég er svikari kom út á ensku árið 2017 en kemur nú út í íslenskri þýðingu. Þýðing Höllu Sverrisdóttur er einkar læsileg og vel útfærð.NIÐURSTAÐA: Skemmtileg og spennandi saga um geimverur, mannverur, siðferði og tilfinningar.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira