Segir að gefin svör geri lítið úr starfsemi þjóðaröryggisráðs Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. nóvember 2019 07:30 Fyrsti fundur þjóðaröryggisráðs var haldinn í maí 2017 og í því sitja ellefu fulltrúar. Fréttablaðið/Eyþór Formaður Viðreisnar segir svör forsætisráðherra við fyrirspurnum sínum um öryggis- og varnarmál vekja upp fleiri spurningar en þau svara. Þjóðaröryggisráð sé ekki upp á punt. „Það er með ólíkindum að það sé ekki hægt að svara þessu. Það er eins og annaðhvort hafi þetta bara ekki verið hugsað og það er ekkert að gerast í þjóðaröryggisráði, eða að þetta eru óþægilegar og viðkvæmar spurningar sem erfitt er fyrir forsætisráðherra að svara,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um svör forsætisráðherra við fyrirspurnum hennar um öryggis- og varnarmál. Þorgerður Katrín lagði fram fimm fyrirspurnir og svör bárust fyrir helgi. Snerust fyrirspurnirnar um vinnu þjóðaröryggisráðs við endurskoðun þjóðaröryggisstefnu, skoðun ráðsins á gildi varnarsamningsins, afstöðu þess til evrópsks varnarsamstarfs, áætlanir varðandi umhverfis- og öryggishagsmuni Íslands á norðurslóðum og skoðun ráðherra á hvort sérfræðiþekking í öryggismálum sé fullnægjandi. Í svörum forsætisráðherra segir að þjóðaröryggisráð taki hvorki afstöðu til spurninga um varnarsamninginn né evrópskt varnarsamstarf. Þá hafi ráðið ekki gert áætlanir um umhverfis- og öryggishagsmuni á norðurslóðum. Þá sé það utanríkisráðuneytisins að tryggja sérþekkingu í málaflokknum. Sé óskað eftir nánari svörum er bent á utanríkisráðuneytið. „Það er ástæða fyrir því að ég beini þessu til forsætisráðherra sem er formaður þjóðaröryggisráðs. Það segir skýrt í lögum um þjóðaröryggisráð og í þjóðaröryggisstefnunni að ráðið eigi að meta ástandið og horfur í öryggis- og varnarmálum,“ segir Þorgerður Katrín. Hún velti fyrir sér hvernig það mat ráðsins fari fram ef það hefur ekki aðgang að sérfræðiþekkingu. „Mér finnst þessi svör gera lítið úr mikilvægri starfsemi og samhæfingarhlutverki þjóðaröryggisráðs. Ráðið er ekki upp á punt.“ Vitað sé að þessi mál eru erfið fyrir Vinstri græn sem hafi sagst ætla að fylgja þjóðaröryggisstefnunni eftir. „Þótt þau hafi ekki samþykkt stefnuna þá er þetta hluti þess að vera í þessari ríkisstjórn. En því er bara ekki verið að fylgja nægilega vel eftir.“ Þorgerður spyr hvers vegna það hafi ekki verið sett í stjórnarsáttmála að forsætisráðherra væri ekki formaður þjóðaröryggisráðs, heldur formaður Sjálfstæðisflokksins eða utanríkisráðherra. Sjálf situr Þorgerður í þingmannanefnd NATO en hún er nýkomin til landsins frá Jórdaníu af fundi öryggis- og varnarmálanefndar NATO-þingsins. „Á þessum vettvangi fáum við alls kyns upplýsingar. Maður sér að það eru margs konar atburðir að gerast víða um heim sem geta haft mikil áhrif á okkur öll.“ Á norðurslóðum sé aukinn áhugi Kínverja og meiri fyrirferð í Rússum. „Þessi skyndilegi áhugi Bandaríkjamanna á okkur er ekki af því að þeir vilja efla verslun og viðskipti. Þeir vilja fyrst og fremst auka aðgang sinn að þessu mikilvæga svæði. Þetta snýst um öryggis- og varnarmál og þess vegna er ég hissa á því að það skuli ekki vera búið að kortleggja þetta betur þannig að það sé hægt að svara einföldum spurningum um starfsemi og rannsóknir og verkefni á vegum þjóðaröryggisráðs.“ Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Formaður Viðreisnar segir svör forsætisráðherra við fyrirspurnum sínum um öryggis- og varnarmál vekja upp fleiri spurningar en þau svara. Þjóðaröryggisráð sé ekki upp á punt. „Það er með ólíkindum að það sé ekki hægt að svara þessu. Það er eins og annaðhvort hafi þetta bara ekki verið hugsað og það er ekkert að gerast í þjóðaröryggisráði, eða að þetta eru óþægilegar og viðkvæmar spurningar sem erfitt er fyrir forsætisráðherra að svara,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um svör forsætisráðherra við fyrirspurnum hennar um öryggis- og varnarmál. Þorgerður Katrín lagði fram fimm fyrirspurnir og svör bárust fyrir helgi. Snerust fyrirspurnirnar um vinnu þjóðaröryggisráðs við endurskoðun þjóðaröryggisstefnu, skoðun ráðsins á gildi varnarsamningsins, afstöðu þess til evrópsks varnarsamstarfs, áætlanir varðandi umhverfis- og öryggishagsmuni Íslands á norðurslóðum og skoðun ráðherra á hvort sérfræðiþekking í öryggismálum sé fullnægjandi. Í svörum forsætisráðherra segir að þjóðaröryggisráð taki hvorki afstöðu til spurninga um varnarsamninginn né evrópskt varnarsamstarf. Þá hafi ráðið ekki gert áætlanir um umhverfis- og öryggishagsmuni á norðurslóðum. Þá sé það utanríkisráðuneytisins að tryggja sérþekkingu í málaflokknum. Sé óskað eftir nánari svörum er bent á utanríkisráðuneytið. „Það er ástæða fyrir því að ég beini þessu til forsætisráðherra sem er formaður þjóðaröryggisráðs. Það segir skýrt í lögum um þjóðaröryggisráð og í þjóðaröryggisstefnunni að ráðið eigi að meta ástandið og horfur í öryggis- og varnarmálum,“ segir Þorgerður Katrín. Hún velti fyrir sér hvernig það mat ráðsins fari fram ef það hefur ekki aðgang að sérfræðiþekkingu. „Mér finnst þessi svör gera lítið úr mikilvægri starfsemi og samhæfingarhlutverki þjóðaröryggisráðs. Ráðið er ekki upp á punt.“ Vitað sé að þessi mál eru erfið fyrir Vinstri græn sem hafi sagst ætla að fylgja þjóðaröryggisstefnunni eftir. „Þótt þau hafi ekki samþykkt stefnuna þá er þetta hluti þess að vera í þessari ríkisstjórn. En því er bara ekki verið að fylgja nægilega vel eftir.“ Þorgerður spyr hvers vegna það hafi ekki verið sett í stjórnarsáttmála að forsætisráðherra væri ekki formaður þjóðaröryggisráðs, heldur formaður Sjálfstæðisflokksins eða utanríkisráðherra. Sjálf situr Þorgerður í þingmannanefnd NATO en hún er nýkomin til landsins frá Jórdaníu af fundi öryggis- og varnarmálanefndar NATO-þingsins. „Á þessum vettvangi fáum við alls kyns upplýsingar. Maður sér að það eru margs konar atburðir að gerast víða um heim sem geta haft mikil áhrif á okkur öll.“ Á norðurslóðum sé aukinn áhugi Kínverja og meiri fyrirferð í Rússum. „Þessi skyndilegi áhugi Bandaríkjamanna á okkur er ekki af því að þeir vilja efla verslun og viðskipti. Þeir vilja fyrst og fremst auka aðgang sinn að þessu mikilvæga svæði. Þetta snýst um öryggis- og varnarmál og þess vegna er ég hissa á því að það skuli ekki vera búið að kortleggja þetta betur þannig að það sé hægt að svara einföldum spurningum um starfsemi og rannsóknir og verkefni á vegum þjóðaröryggisráðs.“
Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira