Metnaðarfullt verkefni gegn kynferðislegri misneytingu barna í Tógó að hefjast Heimsljós kynnir 22. nóvember 2019 16:15 Ljósmynd frá Tógó. SOS Utanríkisráðuneytið styrkir SOS Barnaþorpin á Íslandi um 36 milljónir króna til að fullfjármagna metnaðarfullt verkefni sem ber yfirskriftina „Gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó.“ Mótframlag SOS á Íslandi nemur 9 milljónum króna en verkefnið hefst formlega í janúar á næsta ári og stendur yfir í þrjú ár. Að sögn Hans Steinars Bjarnasonar upplýsingafulltrúa SOS á Íslandi tekur verkefnið á gríðarlega stóru vandamáli á verkefnasvæðinu, þ.e. kynferðislegri misneytingu á börnum, einkum stúlkum. „Við erum mjög stolt af þessu verkefni sem verður ánægjulegt að geta ráðist í. Þarna munum við stuðla að sterkari vörnum í samfélaginu fyrir börn, einkum stúlkur. Væntingar okkar eru um sterkari fjölskyldur og að foreldrar þekki betur hætturnar og hvernig ber að vernda börnin,“ segir hann. Verkefnissvæðið er Ogou-hérað norður af Lomé, höfuðborg Tógó. Þjóðbrautin til höfuðborgarinnar liggur þar í gegn með tilheyrandi vöruflutningum frá nágrannaríkjunum. Hans Steinar segir að skuggahliðar þessara aðstæðna séu mansal og að ungar stúlkur á svæðinu leiðist út í vændi. Að auki gera hefðir og samfélagleg gildi það að verkum, að kynferðisleg misneyting á börnum, giftingar barnungra stúlkna og brottfall unglingsstúlkna úr grunnskólum vegna þungunar, eru aðkallandi vandamál í Tógó. „Íbúar fá fræðslu og fjölskyldur stúlkna fá handleiðslu og stuðning til fjárhagslegs sjálfstæðis svo hvatinn til kynferðislegrar misneytingar á stúlkum minnki. Foreldrar verða fræddir um réttindi barna og skyldur foreldra, og komið verður á fræðslu fyrir grunnskólakennara, æskulýðsfulltrúa og héraðsyfirvöld um velferð og réttindi barna. Einnig er áhersla á skipulagt tómstundastarf með fræðslu og lífsleikniþjálfun fyrir unglinga, þá sérstaklega unglingsstúlkur. Þá verður komið upp 32 þjónustustöðvum fyrir vaxtalaus smálán með það að markmiði að auka tekjumöguleika fátækra fjölskyldna á svæðinu,“ segir Hans Steinar. Alls eru 56% stúlkna í Tógó fórnarlömb kynferðislegrar misneytingar. Rúmlega 17% stúlkna verða barnshafandi fyrir átján ára aldur og 29% stúlkna eru giftar fyrir átján ára aldur.Vefur SOS Barnaþorpanna á Íslandi Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Utanríkisráðuneytið styrkir SOS Barnaþorpin á Íslandi um 36 milljónir króna til að fullfjármagna metnaðarfullt verkefni sem ber yfirskriftina „Gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó.“ Mótframlag SOS á Íslandi nemur 9 milljónum króna en verkefnið hefst formlega í janúar á næsta ári og stendur yfir í þrjú ár. Að sögn Hans Steinars Bjarnasonar upplýsingafulltrúa SOS á Íslandi tekur verkefnið á gríðarlega stóru vandamáli á verkefnasvæðinu, þ.e. kynferðislegri misneytingu á börnum, einkum stúlkum. „Við erum mjög stolt af þessu verkefni sem verður ánægjulegt að geta ráðist í. Þarna munum við stuðla að sterkari vörnum í samfélaginu fyrir börn, einkum stúlkur. Væntingar okkar eru um sterkari fjölskyldur og að foreldrar þekki betur hætturnar og hvernig ber að vernda börnin,“ segir hann. Verkefnissvæðið er Ogou-hérað norður af Lomé, höfuðborg Tógó. Þjóðbrautin til höfuðborgarinnar liggur þar í gegn með tilheyrandi vöruflutningum frá nágrannaríkjunum. Hans Steinar segir að skuggahliðar þessara aðstæðna séu mansal og að ungar stúlkur á svæðinu leiðist út í vændi. Að auki gera hefðir og samfélagleg gildi það að verkum, að kynferðisleg misneyting á börnum, giftingar barnungra stúlkna og brottfall unglingsstúlkna úr grunnskólum vegna þungunar, eru aðkallandi vandamál í Tógó. „Íbúar fá fræðslu og fjölskyldur stúlkna fá handleiðslu og stuðning til fjárhagslegs sjálfstæðis svo hvatinn til kynferðislegrar misneytingar á stúlkum minnki. Foreldrar verða fræddir um réttindi barna og skyldur foreldra, og komið verður á fræðslu fyrir grunnskólakennara, æskulýðsfulltrúa og héraðsyfirvöld um velferð og réttindi barna. Einnig er áhersla á skipulagt tómstundastarf með fræðslu og lífsleikniþjálfun fyrir unglinga, þá sérstaklega unglingsstúlkur. Þá verður komið upp 32 þjónustustöðvum fyrir vaxtalaus smálán með það að markmiði að auka tekjumöguleika fátækra fjölskyldna á svæðinu,“ segir Hans Steinar. Alls eru 56% stúlkna í Tógó fórnarlömb kynferðislegrar misneytingar. Rúmlega 17% stúlkna verða barnshafandi fyrir átján ára aldur og 29% stúlkna eru giftar fyrir átján ára aldur.Vefur SOS Barnaþorpanna á Íslandi Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent