Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2019 10:28 Vinkonurnar Ásdís Rán og Ruja Ignatova sem er einhver alræmdasta fjársvikakona sögunnar. Hún er horfin sporlaust af yfirborði jarðar. fbl/stefán/flickr/onecoin Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og ein þekktasta fyrirsæta landsins, kemur óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára. Að sögn DV, sem greinir frá þessu í helgarblaði sínu, teygir málið sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af FBI. Að sögn DV er um að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja. Heimildir DV herma að reynt hafi verið að koma OneCoin í sölu hérlendis en án árangurs. Þetta framtak var keyrt áfram af Ruja Ignatova, hún skipulagði ýmsa atburði þessu tengt en sú sem skipulagði veislur, var kynnir í þeim flestum var svo starfsmaður OneCoin og andlit fyrirtækisins, nefnilega Ásdís Rán. Hún ræðir við DV og segist ekkert hafa starfað fyrir fyrirtækið frá því vinkona hennar hvarf árið 2017. Hún viti ekki hvort Ruja sé dáin eða hvað. Og Ásdís Rán á erfitt með að trúa því að um sé að ræða fjársvikamyllu. „Þetta er bara blásið upp eins og Bitcoin á sínum tíma. Það er alveg á línunni hvort þetta sé löglegt eða ólöglegt, en því hefur verið haldið fram að þetta sé löglegt og það má alveg deila um það. Það sama á við um mörg píramídafyrirtæki yfirhöfuð,“ segir Ásdís Rán en vill ekki ansa því hvort hún sjálf hafi fjárfest í þessu vafasama uppátæki. Erlendir miðlar hafa fjallað um málið. Þannig er til dæmis sagt af því á Guardian undir fyrirsögninni „The missing cryptoqueen: the hunt for a multi-billion-dollar scam artist“. Er þar vísað til Ruja Inatova. Í lauslegri þýðingu: Hin horfna rafmyntadrottning: leitin að margra billjóna dollara svikahrappi. Þar er spurt hvað í ósköpunum varð til þess að skynsamt fólk sturtaði óheyrilegum fjármunum í svo vafasöm tiltæki og er rætt við fórnarlömb. Búlgaría Rafmyntir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og ein þekktasta fyrirsæta landsins, kemur óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára. Að sögn DV, sem greinir frá þessu í helgarblaði sínu, teygir málið sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af FBI. Að sögn DV er um að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja. Heimildir DV herma að reynt hafi verið að koma OneCoin í sölu hérlendis en án árangurs. Þetta framtak var keyrt áfram af Ruja Ignatova, hún skipulagði ýmsa atburði þessu tengt en sú sem skipulagði veislur, var kynnir í þeim flestum var svo starfsmaður OneCoin og andlit fyrirtækisins, nefnilega Ásdís Rán. Hún ræðir við DV og segist ekkert hafa starfað fyrir fyrirtækið frá því vinkona hennar hvarf árið 2017. Hún viti ekki hvort Ruja sé dáin eða hvað. Og Ásdís Rán á erfitt með að trúa því að um sé að ræða fjársvikamyllu. „Þetta er bara blásið upp eins og Bitcoin á sínum tíma. Það er alveg á línunni hvort þetta sé löglegt eða ólöglegt, en því hefur verið haldið fram að þetta sé löglegt og það má alveg deila um það. Það sama á við um mörg píramídafyrirtæki yfirhöfuð,“ segir Ásdís Rán en vill ekki ansa því hvort hún sjálf hafi fjárfest í þessu vafasama uppátæki. Erlendir miðlar hafa fjallað um málið. Þannig er til dæmis sagt af því á Guardian undir fyrirsögninni „The missing cryptoqueen: the hunt for a multi-billion-dollar scam artist“. Er þar vísað til Ruja Inatova. Í lauslegri þýðingu: Hin horfna rafmyntadrottning: leitin að margra billjóna dollara svikahrappi. Þar er spurt hvað í ósköpunum varð til þess að skynsamt fólk sturtaði óheyrilegum fjármunum í svo vafasöm tiltæki og er rætt við fórnarlömb.
Búlgaría Rafmyntir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira