„Gamall félagi sem ég þekki til margra ára“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2019 19:45 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Íslenskur skipstjóri hefur verið í kastljósi namibískra fjölmiðla eftir að hafa verið handtekinn vegna ásakana um veiðar á lokuðu svæði. Forstjóri Samherja segir vel haldið utan um skipstjórann sem vonast til að málið leysist fljótt. Arngrímur Brynjólfsson er 67 ára gamall skipstjóri namibíska frystitogarans Heinaste. Angrímur gisti fangaklefa eina nótt og var leiddur fyrir dómara í gær vegna ásakana um ólöglegar veiðar á lokuðu svæði við Namibíu. Var hann krafinn um að afhenda vegabréf sitt svo hann yfirgefi ekki Namibíu á meðan rannsókn stendur. Verjandi Arngríms krafðist þess að Arngrímur fengi vegabréf sitt svo hann geti farið til Íslands til að sinna veikum fjölskyldumeðlimi. Síðustu daga hafa fjórir skipstjórar verið handteknir vegna svipaðra mála þar í landi. Heinaste er í eigu namibíska félagsins Esju Fishing sem Samherji á hlut í. „Ég vil kannski byrja á því að taka fram að Arngrímur er ekki starfsmaður Samherja í þessu verkefni. En vissulega er þetta gamall félagi sem ég þekki til margra ára. Það hefur verið vel haldið utan um hann af fólki hér á landi og hann fær alla aðstoð sem hann þarf úti. Ég hef ekki talað við Arngrím sjálfan og reikna með að geyma það þar til hann kemur heim,“ segir Björgólfur. Mikill ólga hefur verið í Namibíu vegna ásakana á hendur ráðamanna þar í landi um að hafa þegið mútur frá Samherja. Að mati Björgólfs má leiða líkur að því að það hafi haft áhrif á umfjöllun þar í landi um mál Arngríms. „Það má eflaust leiða líkur að því, án þess að ég kunni að meta það, að þessi umfjöllun hafi þarna einhver áhrif,“ segir Björgólfur. Arnrgrímur sagði í yfirlýsingu í dag að hann hefði aldrei á sínum 34 ára skipstjóraferli verið sakaður um að hafa brotið af sér í starfi. Málið sé honum mikil vonbrigði. Eftir því sem hann kemst næst er slíkum málum í Namibíu lokið með sektargreiðslu. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Arngrímur Brynjólfsson segist aldrei hafa verið sakaður um álíka brot á 49 ára ferli sínum sem sjómaður. 21. nóvember 2019 15:40 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Íslenskur skipstjóri hefur verið í kastljósi namibískra fjölmiðla eftir að hafa verið handtekinn vegna ásakana um veiðar á lokuðu svæði. Forstjóri Samherja segir vel haldið utan um skipstjórann sem vonast til að málið leysist fljótt. Arngrímur Brynjólfsson er 67 ára gamall skipstjóri namibíska frystitogarans Heinaste. Angrímur gisti fangaklefa eina nótt og var leiddur fyrir dómara í gær vegna ásakana um ólöglegar veiðar á lokuðu svæði við Namibíu. Var hann krafinn um að afhenda vegabréf sitt svo hann yfirgefi ekki Namibíu á meðan rannsókn stendur. Verjandi Arngríms krafðist þess að Arngrímur fengi vegabréf sitt svo hann geti farið til Íslands til að sinna veikum fjölskyldumeðlimi. Síðustu daga hafa fjórir skipstjórar verið handteknir vegna svipaðra mála þar í landi. Heinaste er í eigu namibíska félagsins Esju Fishing sem Samherji á hlut í. „Ég vil kannski byrja á því að taka fram að Arngrímur er ekki starfsmaður Samherja í þessu verkefni. En vissulega er þetta gamall félagi sem ég þekki til margra ára. Það hefur verið vel haldið utan um hann af fólki hér á landi og hann fær alla aðstoð sem hann þarf úti. Ég hef ekki talað við Arngrím sjálfan og reikna með að geyma það þar til hann kemur heim,“ segir Björgólfur. Mikill ólga hefur verið í Namibíu vegna ásakana á hendur ráðamanna þar í landi um að hafa þegið mútur frá Samherja. Að mati Björgólfs má leiða líkur að því að það hafi haft áhrif á umfjöllun þar í landi um mál Arngríms. „Það má eflaust leiða líkur að því, án þess að ég kunni að meta það, að þessi umfjöllun hafi þarna einhver áhrif,“ segir Björgólfur. Arnrgrímur sagði í yfirlýsingu í dag að hann hefði aldrei á sínum 34 ára skipstjóraferli verið sakaður um að hafa brotið af sér í starfi. Málið sé honum mikil vonbrigði. Eftir því sem hann kemst næst er slíkum málum í Namibíu lokið með sektargreiðslu.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Arngrímur Brynjólfsson segist aldrei hafa verið sakaður um álíka brot á 49 ára ferli sínum sem sjómaður. 21. nóvember 2019 15:40 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37
Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15
„Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Arngrímur Brynjólfsson segist aldrei hafa verið sakaður um álíka brot á 49 ára ferli sínum sem sjómaður. 21. nóvember 2019 15:40