„Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2019 15:40 Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Namibian Broadcasting Corporation „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ segir Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heineste, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun vegna ásakana um að hafa verið við veiðar inni á lokuðu svæði innan lögsögu Namibíu. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er hluthafi í. Arngrímur var leiddur fyrir dómara í gærmorgun eftir að hafa gist fangageymslu í eina nótt. Dómarinn krafðist 100 þúsund namibískra dala í tryggingargjald frá Arngrími, sem samsvarar um 830 þúsund íslenskum krónum. Krafðist dómarinn einnig að vegabréf Arngríms yrði gert upptækt og að hann þyrfti að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn málsins stendur yfir.Boðaður á fund á Fiskistofu Namibíu Namibíska ríkissjónvarpið fjallaði um handtökuna í morgun en þar kom fram að verjandi hans hafði gert kröfu um að Arngrímur fengi vegabréfið afhent svo hann gæti sinnt veikum fjölskyldumeðlimi heima á Íslandi. Í yfirlýsingu Arngríms segir að skipið Heineste hefði klárað löndun í fyrradag. Eftir að skipið hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Ásökunin kemur honum á óvart því þess sé gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni.Gisti eina nótt í fangageymslu vegna tafa Hann bendir jafnframt á að þegar skip er sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu er skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur vonast eftir því að málið taki ekki langan að leiða til lykta og eftir því sem hann komist næst hafi öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teljist það sannað að skip hafi raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis. Þá nefnir hann að langt hafi verið liðið á daginn þegar samtalið við Fiskistofu Namibíu fór fram. Ekki hafi tekist að koma málinu fyrir dómara samdægurs og því þurfti hann að gista fangageymslur eina nótt. Hann var leiddur fyrir dómara í gærmorgun og sleppt. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
„Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ segir Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heineste, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun vegna ásakana um að hafa verið við veiðar inni á lokuðu svæði innan lögsögu Namibíu. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er hluthafi í. Arngrímur var leiddur fyrir dómara í gærmorgun eftir að hafa gist fangageymslu í eina nótt. Dómarinn krafðist 100 þúsund namibískra dala í tryggingargjald frá Arngrími, sem samsvarar um 830 þúsund íslenskum krónum. Krafðist dómarinn einnig að vegabréf Arngríms yrði gert upptækt og að hann þyrfti að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn málsins stendur yfir.Boðaður á fund á Fiskistofu Namibíu Namibíska ríkissjónvarpið fjallaði um handtökuna í morgun en þar kom fram að verjandi hans hafði gert kröfu um að Arngrímur fengi vegabréfið afhent svo hann gæti sinnt veikum fjölskyldumeðlimi heima á Íslandi. Í yfirlýsingu Arngríms segir að skipið Heineste hefði klárað löndun í fyrradag. Eftir að skipið hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Ásökunin kemur honum á óvart því þess sé gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni.Gisti eina nótt í fangageymslu vegna tafa Hann bendir jafnframt á að þegar skip er sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu er skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur vonast eftir því að málið taki ekki langan að leiða til lykta og eftir því sem hann komist næst hafi öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teljist það sannað að skip hafi raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis. Þá nefnir hann að langt hafi verið liðið á daginn þegar samtalið við Fiskistofu Namibíu fór fram. Ekki hafi tekist að koma málinu fyrir dómara samdægurs og því þurfti hann að gista fangageymslur eina nótt. Hann var leiddur fyrir dómara í gærmorgun og sleppt.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37
Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15