Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Namibian Broadcasting Corporation Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra að nafni Lurri Festison. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Namibian Broadcasting Corporation greinir frá þessu og má sjá frétt miðilsins hér að neðan. Þar kemur fram að handtökurnar komi í framhaldi af handtöku þriggja annarra skipstjóra.830 þúsund króna tryggingagjaldÍ frétt NBC sjást Arngrímur og rússneski skipstjórinn leiddir fyrir dómara hvor fyrir sig í gær. Í báðum tilfellum ákvað dómarinn að krefjast 100 þúsund namibískra dala í tryggingagjald. Upphæðin svarar til rúmlega 830 þúsund íslenskra króna. Þá þurfa þeir að afhenda vegabréf sín svo þeir geti ekki yfirgefið Namibíu á meðan málið er til rannsóknar. Þeir þurfa sömuleiðis að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti.Verjandi Arngríms er sagður ætla að krefjast þess að fá vegabréf hans afhent svo hann geti komist til Íslands og sinnt veikum fjölskyldumeðlim. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort Arngrímur hafi verið við veiðar fyrir Samherja þegar hann var handtekinn. Hann hefur meðal annars siglt Baldvini Þorsteinssyni EA10 og Kristínu EA í gegnum tíðina.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í síðustu viku.Vísir/SigurjónArngrímur vill ekkert segja Blaðamaður sló á þráðinn til Arngríms sem svaraði símtalinu. Hann vildi þó ekki ræða málið við fréttastofu. Ekki hefur náðst í Björgólf Jóhannsson, starfandi forstjóra Samherja, í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig til hliðar úr stóli forstjóra á dögunum, vildi ekki staðfesta við fréttastofu hvort Arngrímur væri skipstjóri á skipum Samherja nú um stundir. Hann vísaði á Björgólf starfandi forstjóra.Sviptingar í Namibíu Óhætt er að segja að miklar sviptingar hafi verið í Namibíu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar vegna Samherja. James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið hákarl í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu. Hatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014.WikiLeaks birti mikinn fjölda skjala um starfsemi Samherja þar sem hákarlarnir svokölluðu spila stórt hlutverk.Vísir/HafsteinnEr Hatuikulipi sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögnin sem fylgdu umfjöllun Kveiks og Stundarinnar og birt voru af Wikileaks sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið sagði Hatuikulipi upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Hákarlarnir þrír, Hatuikulipi, Bernard Esau, fyrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, hafa því nú allir sagt upp störfum vegna Samherjamálsins. Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra að nafni Lurri Festison. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Namibian Broadcasting Corporation greinir frá þessu og má sjá frétt miðilsins hér að neðan. Þar kemur fram að handtökurnar komi í framhaldi af handtöku þriggja annarra skipstjóra.830 þúsund króna tryggingagjaldÍ frétt NBC sjást Arngrímur og rússneski skipstjórinn leiddir fyrir dómara hvor fyrir sig í gær. Í báðum tilfellum ákvað dómarinn að krefjast 100 þúsund namibískra dala í tryggingagjald. Upphæðin svarar til rúmlega 830 þúsund íslenskra króna. Þá þurfa þeir að afhenda vegabréf sín svo þeir geti ekki yfirgefið Namibíu á meðan málið er til rannsóknar. Þeir þurfa sömuleiðis að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti.Verjandi Arngríms er sagður ætla að krefjast þess að fá vegabréf hans afhent svo hann geti komist til Íslands og sinnt veikum fjölskyldumeðlim. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort Arngrímur hafi verið við veiðar fyrir Samherja þegar hann var handtekinn. Hann hefur meðal annars siglt Baldvini Þorsteinssyni EA10 og Kristínu EA í gegnum tíðina.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í síðustu viku.Vísir/SigurjónArngrímur vill ekkert segja Blaðamaður sló á þráðinn til Arngríms sem svaraði símtalinu. Hann vildi þó ekki ræða málið við fréttastofu. Ekki hefur náðst í Björgólf Jóhannsson, starfandi forstjóra Samherja, í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig til hliðar úr stóli forstjóra á dögunum, vildi ekki staðfesta við fréttastofu hvort Arngrímur væri skipstjóri á skipum Samherja nú um stundir. Hann vísaði á Björgólf starfandi forstjóra.Sviptingar í Namibíu Óhætt er að segja að miklar sviptingar hafi verið í Namibíu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar vegna Samherja. James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið hákarl í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu. Hatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014.WikiLeaks birti mikinn fjölda skjala um starfsemi Samherja þar sem hákarlarnir svokölluðu spila stórt hlutverk.Vísir/HafsteinnEr Hatuikulipi sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögnin sem fylgdu umfjöllun Kveiks og Stundarinnar og birt voru af Wikileaks sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið sagði Hatuikulipi upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Hákarlarnir þrír, Hatuikulipi, Bernard Esau, fyrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, hafa því nú allir sagt upp störfum vegna Samherjamálsins.
Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira