Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Karl Lúðvíksson skrifar 21. nóvember 2019 16:00 Breski leikarinn James Murray sýnir Sturlu Birgissyni leiðsögumanni fluguna Old Sock, sem Clapton nefndi eftir David Bowie. Stöð 2 Veiðimenn fagna líklega þeim fréttum að von sé á nýrri seríu af Sporðaköstum frá meistaranum sjálfum Eggerti Skúlasyni. Þættirnir eru væntanlegir á dagskrá Stöðvar 2 í apríl eða í maí, það skýrist fljótlega eftir áramót og eins og Eggerti er von og vísa þá má gera ráð fyrir því að um skemmtilega þætti sé að ræða. Eggert sendi okkur smá klippu úr þáttunum sem má sjá hér fyrir neðan. Þarna eru á ferðinni bresku leikararnir Robson Green og James Murray sem báðir er að góðir kunnir áhorfendum Stöðvar 2. En Robson fer með aðalhlutverk í hinum vinsælu glæpaþáttum Grantchester sem nú eru á dagskrá Stöðvar 2. Þeir voru gestir í Sporðaköstum í sumar, en Stöð 2 mun einmitt sýna þættina í vor sem kemur.„Steingrímur Jón Þórðarson, kvikmyndtökumaður var að skella þessu saman og við höfum gaman af. Það var mikið stuð í sumar og þessir gaurar eru ótrúlega miklir fagmenn. Við sendum myndbrotið á Eric Clapton og báðum um leyfi fyrir að nota lagið. Hann skoðaði þetta og svaraði um hæl: „I love it“ og veitti þar með sitt leyfi. Flugan Old Sock er í raun skírð af David Bowie. Einhverju sinni þegar þeir félagar voru að skrifast á kallaði Bowie Clapton „Old sock“. Þaðan kemur nafnið," sagði Eggert í samtali við Veiðivísi. Nýja serían er með allt öðru sniði en verið hefur. Viðmælendur eru allir útlendingar sem eru vel þekktir ýmist sem listamenn eða veiðimenn. Eggert segir að þetta hafi verið krefjandi en ótrúlega skemmtilegt.Ný sería af Sporðaköstum kemur á Stöð 2 í vorEggert Skúlason Húnavatnshreppur Íslandsvinir Mest lesið 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði Byssusýning Veiðisafnins um næstu helgi Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Elliðavatn að vakna til lífsins Veiði
Veiðimenn fagna líklega þeim fréttum að von sé á nýrri seríu af Sporðaköstum frá meistaranum sjálfum Eggerti Skúlasyni. Þættirnir eru væntanlegir á dagskrá Stöðvar 2 í apríl eða í maí, það skýrist fljótlega eftir áramót og eins og Eggerti er von og vísa þá má gera ráð fyrir því að um skemmtilega þætti sé að ræða. Eggert sendi okkur smá klippu úr þáttunum sem má sjá hér fyrir neðan. Þarna eru á ferðinni bresku leikararnir Robson Green og James Murray sem báðir er að góðir kunnir áhorfendum Stöðvar 2. En Robson fer með aðalhlutverk í hinum vinsælu glæpaþáttum Grantchester sem nú eru á dagskrá Stöðvar 2. Þeir voru gestir í Sporðaköstum í sumar, en Stöð 2 mun einmitt sýna þættina í vor sem kemur.„Steingrímur Jón Þórðarson, kvikmyndtökumaður var að skella þessu saman og við höfum gaman af. Það var mikið stuð í sumar og þessir gaurar eru ótrúlega miklir fagmenn. Við sendum myndbrotið á Eric Clapton og báðum um leyfi fyrir að nota lagið. Hann skoðaði þetta og svaraði um hæl: „I love it“ og veitti þar með sitt leyfi. Flugan Old Sock er í raun skírð af David Bowie. Einhverju sinni þegar þeir félagar voru að skrifast á kallaði Bowie Clapton „Old sock“. Þaðan kemur nafnið," sagði Eggert í samtali við Veiðivísi. Nýja serían er með allt öðru sniði en verið hefur. Viðmælendur eru allir útlendingar sem eru vel þekktir ýmist sem listamenn eða veiðimenn. Eggert segir að þetta hafi verið krefjandi en ótrúlega skemmtilegt.Ný sería af Sporðaköstum kemur á Stöð 2 í vorEggert Skúlason
Húnavatnshreppur Íslandsvinir Mest lesið 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði Byssusýning Veiðisafnins um næstu helgi Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Elliðavatn að vakna til lífsins Veiði