Lýsa yfir vilja til að efla samfélagslega nýsköpun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. nóvember 2019 06:00 Steinunn Hrafnsdóttir og Ómar H. Kristmundsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Í dag verður undirrituð viljayfirlýsing nýsköpunarráðherra, Háskóla Íslands og Almannaheilla, samtaka þriðja geirans um samstarf til að efla samfélagslega nýsköpun. Verður unnið að því að auka möguleika félagasamtaka á að starfa að félagslegum umbótum innan stofnunar sem fær heitið Vaxandi – miðstöð samfélagslegrar nýsköpunar. „Við stefnum að því að skapa vettvang félaga og almennra borgara til að þróa hugmyndir og lausnir við að bæta samfélagið og gera þær sjálfbærar,“ segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor á félagsvísindasviði Háskóla Íslands, en verkefnið grundvallast á tíu ára rannsóknarvinnu hans og Steinunnar Hrafnsdóttur, sem einnig er prófessor við sama svið. Samfélagsleg nýsköpun tengist hinum svokallaða þriðja geira. Þriðji geirinn, eða félagshagkerfið, er í raun það starf sem hvorki heyrir til hins opinbera né einkageirans. Hér eru á ferðinni félagasamtök að stærstum hluta en í sumum tilvikum sjálfseignarstofnanir, samvinnufélög og jafnvel hlutafélög. Það sem einkennir þennan rekstur er að ekki er sóst eftir hagnaði, félagsleg gildi eru höfð að leiðarljósi og verkefni eru unnin að einhverju leyti í sjálfboðavinnu. Yfirlýsingin verður undirrituð klukkan 10 í sal Þjóðminjasafnsins. Ávörp flytja Ómar, Steinunn, Jón Atli Benediktsson rektor, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra, Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, og Lars Hulgaard, prófessor við Hróarskelduháskóla. Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í dag verður undirrituð viljayfirlýsing nýsköpunarráðherra, Háskóla Íslands og Almannaheilla, samtaka þriðja geirans um samstarf til að efla samfélagslega nýsköpun. Verður unnið að því að auka möguleika félagasamtaka á að starfa að félagslegum umbótum innan stofnunar sem fær heitið Vaxandi – miðstöð samfélagslegrar nýsköpunar. „Við stefnum að því að skapa vettvang félaga og almennra borgara til að þróa hugmyndir og lausnir við að bæta samfélagið og gera þær sjálfbærar,“ segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor á félagsvísindasviði Háskóla Íslands, en verkefnið grundvallast á tíu ára rannsóknarvinnu hans og Steinunnar Hrafnsdóttur, sem einnig er prófessor við sama svið. Samfélagsleg nýsköpun tengist hinum svokallaða þriðja geira. Þriðji geirinn, eða félagshagkerfið, er í raun það starf sem hvorki heyrir til hins opinbera né einkageirans. Hér eru á ferðinni félagasamtök að stærstum hluta en í sumum tilvikum sjálfseignarstofnanir, samvinnufélög og jafnvel hlutafélög. Það sem einkennir þennan rekstur er að ekki er sóst eftir hagnaði, félagsleg gildi eru höfð að leiðarljósi og verkefni eru unnin að einhverju leyti í sjálfboðavinnu. Yfirlýsingin verður undirrituð klukkan 10 í sal Þjóðminjasafnsins. Ávörp flytja Ómar, Steinunn, Jón Atli Benediktsson rektor, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra, Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, og Lars Hulgaard, prófessor við Hróarskelduháskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira