„Sprenging“ í netglæpatryggingum íslenskra fyrirtækja Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2019 22:15 Íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli farin að tryggja sig fyrir tjóni vegna tölvuglæpa sem getur hlaupið á hundruðum milljóna króna. Netárásum á íslensk fyrirtæki hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Fyrirtækin hafa því mörg hver varið talsverðum peningum í það að verja sig gegn árásum. Þá eru þau líka í auknum mæli farin að skoða þann kost að tryggja sig fyrir tjóni. Íslensku tryggingarfélögin bjóða ekki upp á tryggingar þegar kemur að tjóni vegna netglæpa. Hins vegar gera mörg erlend fyrirtæki það og hafa því íslensk fyrirtæki leitað til þeirra til að tryggja sig. „Við finnum alveg gríðarlega mikinn og mikla aukningu. Við erum búin að bjóða upp á þessar tryggingar í þrjú eða fjögur ár en það hefur alveg orðið sprenging núna síðustu mánuði,“ segir Lárus Hrafn Lárusson löggiltur vátryggingarmiðlari hjá Consello.Lárus Hrafn Lárusson, löggiltur vátryggingarmiðlari hjá Consello.Vísir/baldurAnthony Herring er breskur tryggingaráðgjafi sem hélt erindi í dag á fundi um þessi mál á Grand hóteli í Reykjavík. „Mörg fyrirtæki reiða sig svo mikið á net- og upplýsingatæknikerfi sín að allar truflanir á slíkum kerfum geta leitt til truflana sem aftur valda tapi vegna viðskiptamissis, sem sagt tekjutaps. Það er þá sem þetta fer virkilega að hafa áhrif á fyrirtæki. Þess vegna höfum við séð aukningu á tryggingum í Evrópu til að bæta tekjutap vegna truflunar á viðskiptum,“ segir Anthony.Anthony Herring, yfirmaður stafrænna trygginga fyrir Norðurlöndin hjá Marsh JLT í London.Vísir/baldurHann segir að þegar fyrirtæki verða fyrir barðinu á tölvuþjófum geti oft tapast umtalsverðar upphæðir. „Við höfum séð Norsk Hydro á þessu ári. Ég held að tapið sé metið á 50-60 milljónir evra. Það var tilfelli í Danmörku fyrr á þessu ári. Demant tilkynnti hluthöfum að tapið yrði 50-60 milljónir evra. Svo það er mikið tjón þarna á ferðinni,“ segir Anthony. Netöryggi Tryggingar Tækni Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli farin að tryggja sig fyrir tjóni vegna tölvuglæpa sem getur hlaupið á hundruðum milljóna króna. Netárásum á íslensk fyrirtæki hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Fyrirtækin hafa því mörg hver varið talsverðum peningum í það að verja sig gegn árásum. Þá eru þau líka í auknum mæli farin að skoða þann kost að tryggja sig fyrir tjóni. Íslensku tryggingarfélögin bjóða ekki upp á tryggingar þegar kemur að tjóni vegna netglæpa. Hins vegar gera mörg erlend fyrirtæki það og hafa því íslensk fyrirtæki leitað til þeirra til að tryggja sig. „Við finnum alveg gríðarlega mikinn og mikla aukningu. Við erum búin að bjóða upp á þessar tryggingar í þrjú eða fjögur ár en það hefur alveg orðið sprenging núna síðustu mánuði,“ segir Lárus Hrafn Lárusson löggiltur vátryggingarmiðlari hjá Consello.Lárus Hrafn Lárusson, löggiltur vátryggingarmiðlari hjá Consello.Vísir/baldurAnthony Herring er breskur tryggingaráðgjafi sem hélt erindi í dag á fundi um þessi mál á Grand hóteli í Reykjavík. „Mörg fyrirtæki reiða sig svo mikið á net- og upplýsingatæknikerfi sín að allar truflanir á slíkum kerfum geta leitt til truflana sem aftur valda tapi vegna viðskiptamissis, sem sagt tekjutaps. Það er þá sem þetta fer virkilega að hafa áhrif á fyrirtæki. Þess vegna höfum við séð aukningu á tryggingum í Evrópu til að bæta tekjutap vegna truflunar á viðskiptum,“ segir Anthony.Anthony Herring, yfirmaður stafrænna trygginga fyrir Norðurlöndin hjá Marsh JLT í London.Vísir/baldurHann segir að þegar fyrirtæki verða fyrir barðinu á tölvuþjófum geti oft tapast umtalsverðar upphæðir. „Við höfum séð Norsk Hydro á þessu ári. Ég held að tapið sé metið á 50-60 milljónir evra. Það var tilfelli í Danmörku fyrr á þessu ári. Demant tilkynnti hluthöfum að tapið yrði 50-60 milljónir evra. Svo það er mikið tjón þarna á ferðinni,“ segir Anthony.
Netöryggi Tryggingar Tækni Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira