Fékk Michelin-stjörnu á afmælisdaginn sinn Björn Þorfinnsson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Hjónin Joke og Vilhjálmur höfðu tvöfalda ástæðu til að gleðjast. Um helgina fékk belgíski veitingastaðurinn Souvenir afhenta Michelinstjörnu við hátíðlega athöfn ytra. Eigendur staðarins eru hjónin Joke Michiel og Vilhjálmur Sigurðsson sem rekið hafa staðinn síðustu tvö ár í Gent. „Þetta er fyrst og fremst mikill heiður. Við höfum lagt hart að okkur undanfarin ár og það er gaman að uppskera með þessum áþreifanlega hætti,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að veitingastaðurinn hafi fengið góðar viðtökur frá fyrstu tíð sem kom aðstandendum nokkuð á óvart enda leikur grænmeti aðalhlutverkið á matseðli Souvenir. „Grænmetið er stjarnan á matseðlinum en að auki eldum við ýmiss konar fiskmeti,“ segir hann. Vilhjálmur lærði matreiðsluiðnina á Íslandi og vann meðal annars á Grillinu á Hótel Sögu og á veitingastaðnum Dilli þegar sá merki staður var til húsa í Norræna húsinu. Hann kynntist síðan Joke, sem er belgísk, og fluttu þau út fyrir tíu árum. Hann segist ekki á heimleið en vonast til að geta hagað vinnu sinni þannig að meiri tími gefist fyrir Íslandsheimsóknir á næstu árum. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir Íslandi hérna í Gent og ótrúlega margir gestir sem ræða við mann um væntanlega Íslandsferð eða hvað nýafstaðin ferð hafi verið frábær. Ég held að ég hafi aldrei séð eins margar lopapeysur og hérna úti,“ segir Vilhjálmur kíminn. Þá segist hann nokkuð reglulega fá heimsóknir frá Íslendingum. „Ég get kannski ekki byggt reksturinn á þeim heimsóknum en Íslendingar sem búa hér ytra kíkja oft í heimsókn og það er mjög ánægjulegt,“ segir Vilhjálmur. Tilkynnt er um Michelin-stjörnur til belgískra veitingastaða á sérstökum galakvöldverði. Það er eins konar árshátíð belgískra veitingamanna og því mikilvægt að mæta þar til að sýna sig og sjá aðra. Það var þó ekki á döfinni hjá Joke og Vilhjálmi enda voru þau að fagna afmælisdegi Joke auk þess sem aðeins er vika þar til þriðja barn þeirra mun líta dagsins ljós. „Við vorum bara að fá okkur notalegan hádegisverð þegar við fengum símtal frá formanni Michelin-nefndarinnar um að við yrðum að mæta til að taka við viðurkenningunni. Þetta símtal var því skemmtileg afmælisgjöf,“ segir Vilhjálmur. Belgía Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Michelin Veitingastaðir Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Um helgina fékk belgíski veitingastaðurinn Souvenir afhenta Michelinstjörnu við hátíðlega athöfn ytra. Eigendur staðarins eru hjónin Joke Michiel og Vilhjálmur Sigurðsson sem rekið hafa staðinn síðustu tvö ár í Gent. „Þetta er fyrst og fremst mikill heiður. Við höfum lagt hart að okkur undanfarin ár og það er gaman að uppskera með þessum áþreifanlega hætti,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að veitingastaðurinn hafi fengið góðar viðtökur frá fyrstu tíð sem kom aðstandendum nokkuð á óvart enda leikur grænmeti aðalhlutverkið á matseðli Souvenir. „Grænmetið er stjarnan á matseðlinum en að auki eldum við ýmiss konar fiskmeti,“ segir hann. Vilhjálmur lærði matreiðsluiðnina á Íslandi og vann meðal annars á Grillinu á Hótel Sögu og á veitingastaðnum Dilli þegar sá merki staður var til húsa í Norræna húsinu. Hann kynntist síðan Joke, sem er belgísk, og fluttu þau út fyrir tíu árum. Hann segist ekki á heimleið en vonast til að geta hagað vinnu sinni þannig að meiri tími gefist fyrir Íslandsheimsóknir á næstu árum. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir Íslandi hérna í Gent og ótrúlega margir gestir sem ræða við mann um væntanlega Íslandsferð eða hvað nýafstaðin ferð hafi verið frábær. Ég held að ég hafi aldrei séð eins margar lopapeysur og hérna úti,“ segir Vilhjálmur kíminn. Þá segist hann nokkuð reglulega fá heimsóknir frá Íslendingum. „Ég get kannski ekki byggt reksturinn á þeim heimsóknum en Íslendingar sem búa hér ytra kíkja oft í heimsókn og það er mjög ánægjulegt,“ segir Vilhjálmur. Tilkynnt er um Michelin-stjörnur til belgískra veitingastaða á sérstökum galakvöldverði. Það er eins konar árshátíð belgískra veitingamanna og því mikilvægt að mæta þar til að sýna sig og sjá aðra. Það var þó ekki á döfinni hjá Joke og Vilhjálmi enda voru þau að fagna afmælisdegi Joke auk þess sem aðeins er vika þar til þriðja barn þeirra mun líta dagsins ljós. „Við vorum bara að fá okkur notalegan hádegisverð þegar við fengum símtal frá formanni Michelin-nefndarinnar um að við yrðum að mæta til að taka við viðurkenningunni. Þetta símtal var því skemmtileg afmælisgjöf,“ segir Vilhjálmur.
Belgía Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Michelin Veitingastaðir Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira