Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. desember 2019 17:28 Rauð veðurviðvörun tekur gildi klukkan 17 á morgun á Ströndum og Norðurlandi vestra. veðurstofa íslands Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. Gildir viðvörunin til klukkan eitt aðra nótt að sögn Elín Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Fram til klukkan 17 verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi í þessum landshluta en á vef Veðurstofunnar segir eftirfarandi um rauðu viðvörunina: „Spáð er norðan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 33 m/s) með mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni og/eða slysum ef aðgát er ekki höfð. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda, allt að 10 m. ölduhæð og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum.“ Þá hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra á landinu lýst yfir óvissustigi á morgun vegna veðursins sem mun skella á landinu í fyrramálið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Viðvaranir taka gildi um allt land strax í fyrramálið og eru í gildi fram á miðvikudag. Á Vestfjörðum, Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi og hálendinu verður í gildi appelsínugul viðvörun en á Austfjörðum og Suðausturlandi er viðvörunin gul. Veðrið mun að öllum líkindum hafa mikil áhrif á samgöngur. Þannig hefur Vegagerðin gefið það út að mögulega verði öllum leiðum út af höfuðborgarsvæðinu lokað eftir hádegi á morgun og þá búast við að strax í fyrramálið verði Holtavörðuheiði lokað sem og vegunum um Þverárfjall og Vatnsskarð. Þá hefur Icelandair aflýst öllu flugi sínu eftir hádegi á morgun, hvort sem um er að ræða brottfarir frá Keflavíkurflugvelli eða komur hingað til lands.Fréttin hefur verið uppfærð. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tímamót Veður Tengdar fréttir Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. 9. desember 2019 17:22 Útiloka ekki rauða viðvörun og undirbúa viðbrögð við að „allt fari í skrúfuna“ Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef "allt fari í skrúfuna“ 9. desember 2019 13:45 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. Gildir viðvörunin til klukkan eitt aðra nótt að sögn Elín Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Fram til klukkan 17 verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi í þessum landshluta en á vef Veðurstofunnar segir eftirfarandi um rauðu viðvörunina: „Spáð er norðan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 33 m/s) með mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni og/eða slysum ef aðgát er ekki höfð. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda, allt að 10 m. ölduhæð og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum.“ Þá hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra á landinu lýst yfir óvissustigi á morgun vegna veðursins sem mun skella á landinu í fyrramálið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Viðvaranir taka gildi um allt land strax í fyrramálið og eru í gildi fram á miðvikudag. Á Vestfjörðum, Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi og hálendinu verður í gildi appelsínugul viðvörun en á Austfjörðum og Suðausturlandi er viðvörunin gul. Veðrið mun að öllum líkindum hafa mikil áhrif á samgöngur. Þannig hefur Vegagerðin gefið það út að mögulega verði öllum leiðum út af höfuðborgarsvæðinu lokað eftir hádegi á morgun og þá búast við að strax í fyrramálið verði Holtavörðuheiði lokað sem og vegunum um Þverárfjall og Vatnsskarð. Þá hefur Icelandair aflýst öllu flugi sínu eftir hádegi á morgun, hvort sem um er að ræða brottfarir frá Keflavíkurflugvelli eða komur hingað til lands.Fréttin hefur verið uppfærð.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tímamót Veður Tengdar fréttir Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. 9. desember 2019 17:22 Útiloka ekki rauða viðvörun og undirbúa viðbrögð við að „allt fari í skrúfuna“ Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef "allt fari í skrúfuna“ 9. desember 2019 13:45 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. 9. desember 2019 17:22
Útiloka ekki rauða viðvörun og undirbúa viðbrögð við að „allt fari í skrúfuna“ Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef "allt fari í skrúfuna“ 9. desember 2019 13:45
Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42