Gæddi sér á 14,6 milljón króna banana Andri Eysteinsson skrifar 8. desember 2019 14:00 Safngestur, ekki Datuna, stillir sér upp með listaverkinu, skömmu áður en það var étið. Getty/Cindy Ord Georgíski gjörningalistamaðurinn David Datuna borðaði í dag banana í Perrotin-sýningarsalnum á listahátíðinni Art Basel í Miami í Bandaríkjunum. BBC greinir frá. Bananaátið væri ekki í frásögur færandi nema hvað bananinn sem um ræðir var hluti listaverksins Comedian eftir ítalska listamanninn Maurizio Cattelan sem keypt var fyrir 120 þúsund dali eða um 14,6 milljónir króna. Verkið sem samanstendur af ofþroskuðum banana festum á vegg með límbandi var til sýnis þegar Datuna, sem kallaði sig „Svanga listamanninn“ reif bananann niður, tók af honum hýðið og lagði hann sér til munns. Mikið ósætti skapaðist með gjörning Datuna en banananum var snögglega skipt út og enginn skaði skeður.Datuna deildi myndbandi af máltíðinni á Instagram-síðu sína. Skrifaði hann þar: „Ég er mjög hrifinn af list Cattelan og sérstaklega þessari innsetningu. Hún var mjög ljúffeng.“ Lögregla var að endingu kölluð til til þess að gæta bananas sem í stað hins étna var kominn. View this post on Instagram “Hungry Artist” Art performance by me I love Maurizio Cattelan artwork and I really love this installation It's very delicious A post shared by David Datuna (@david_datuna) on Dec 7, 2019 at 11:49am PST Bandaríkin Myndlist Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira
Georgíski gjörningalistamaðurinn David Datuna borðaði í dag banana í Perrotin-sýningarsalnum á listahátíðinni Art Basel í Miami í Bandaríkjunum. BBC greinir frá. Bananaátið væri ekki í frásögur færandi nema hvað bananinn sem um ræðir var hluti listaverksins Comedian eftir ítalska listamanninn Maurizio Cattelan sem keypt var fyrir 120 þúsund dali eða um 14,6 milljónir króna. Verkið sem samanstendur af ofþroskuðum banana festum á vegg með límbandi var til sýnis þegar Datuna, sem kallaði sig „Svanga listamanninn“ reif bananann niður, tók af honum hýðið og lagði hann sér til munns. Mikið ósætti skapaðist með gjörning Datuna en banananum var snögglega skipt út og enginn skaði skeður.Datuna deildi myndbandi af máltíðinni á Instagram-síðu sína. Skrifaði hann þar: „Ég er mjög hrifinn af list Cattelan og sérstaklega þessari innsetningu. Hún var mjög ljúffeng.“ Lögregla var að endingu kölluð til til þess að gæta bananas sem í stað hins étna var kominn. View this post on Instagram “Hungry Artist” Art performance by me I love Maurizio Cattelan artwork and I really love this installation It's very delicious A post shared by David Datuna (@david_datuna) on Dec 7, 2019 at 11:49am PST
Bandaríkin Myndlist Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira