Litla föndurhornið: Þrívíddarrammi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2019 10:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir/Kristbjörg Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 6. desember sýnir hún hvernig á að gera jólalegan þrívíddarramma. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirOk, ég veit að nafnið hljómar eins og þetta föndurverkefni sé rosalega flókið en trúið mér, þetta er einfaldara en þið haldið. Fyrir einhverju síðan, reyndar fyrir frekar löngu síðan, þá var Rúmfatalagerinn með þessa ramma á útsölu, og ég greip tækifærið. Þetta var svona þrívíddarrammi, með gati ofan á, hannaður til að geyma korktappa úr vínflöskum. Ég drekk varla og aldrei rauðvín eða hvítvín og hafði þess vegna ekki mikið að gera með korktappageymslu, en ég sá möguleikana sem fólust í þessu, hugsa út fyrir rammann krakkar.Ég skrapaði textann og vínglösin af rammanum, tók pínu tíma en ég vildi alls ekki skemma glerið. Svo fann ég fallegan gjafapoka og litla seríu, og parýtið gat byrjað.Ég þurfti bara aðra hliðina á pokanum sem ég klippti til, ég notaði bakið á rammanum sem viðmið. Ég hjó göt í myndina þar sem ég vildi að ljósin kæmu í gegn, snéri pokanum við, notaði límband til að festa sériuna niður við bakið á myndinni. Hafið þið notað svona ég veit ekki alveg hvað ég á að kalla það en þetta er límband sem er með lími báðum megin en það er þykkt, notað til að skapa þrívíddaráhrif. Ég setti svona límband hér og þar á bakið á myndinni og festi hana svo á bakið á rammanum.Myndin var aðeins minni en bakið á rammanum þannig að ég setti þennan ótrúlega fallega borða utan um myndina. Ég bjó til ramma utan um myndina áður en ég setti hana í rammann, bíddu hljómar þetta flókið?Batteríspakkann þræddi ég í gegnum gatið á rammanum (þið munið korktappanir), kom myndinni fyrir í rammann og notaði límbyssuna til að festa batteríspakkann aftan á rammann (passið bara að snúa honum rétt, svo að þið getið skipt um batterí).Ég átti gervisnjó sem ég lét falla í gegnum gatið, og til að hálf loka gatinu og fela það þá límdi ég nokkrar gervigreinar þar ofan á og svo fugl ofan á það. Berin settu svo punktinn yfir i-ið. Ég setti svo smá greni, ber og slaufu og rauðum og hvítum borða í hornin og búin! Sko, hafði ég ekki rétt fyrir mér, var þetta ekki auðveldara en þið hélduð? Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Snjókorn Jólaföndur dagsins 5. desember. 5. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Jólaföndur 4. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 4. desember 2019 09:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 6. desember sýnir hún hvernig á að gera jólalegan þrívíddarramma. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirOk, ég veit að nafnið hljómar eins og þetta föndurverkefni sé rosalega flókið en trúið mér, þetta er einfaldara en þið haldið. Fyrir einhverju síðan, reyndar fyrir frekar löngu síðan, þá var Rúmfatalagerinn með þessa ramma á útsölu, og ég greip tækifærið. Þetta var svona þrívíddarrammi, með gati ofan á, hannaður til að geyma korktappa úr vínflöskum. Ég drekk varla og aldrei rauðvín eða hvítvín og hafði þess vegna ekki mikið að gera með korktappageymslu, en ég sá möguleikana sem fólust í þessu, hugsa út fyrir rammann krakkar.Ég skrapaði textann og vínglösin af rammanum, tók pínu tíma en ég vildi alls ekki skemma glerið. Svo fann ég fallegan gjafapoka og litla seríu, og parýtið gat byrjað.Ég þurfti bara aðra hliðina á pokanum sem ég klippti til, ég notaði bakið á rammanum sem viðmið. Ég hjó göt í myndina þar sem ég vildi að ljósin kæmu í gegn, snéri pokanum við, notaði límband til að festa sériuna niður við bakið á myndinni. Hafið þið notað svona ég veit ekki alveg hvað ég á að kalla það en þetta er límband sem er með lími báðum megin en það er þykkt, notað til að skapa þrívíddaráhrif. Ég setti svona límband hér og þar á bakið á myndinni og festi hana svo á bakið á rammanum.Myndin var aðeins minni en bakið á rammanum þannig að ég setti þennan ótrúlega fallega borða utan um myndina. Ég bjó til ramma utan um myndina áður en ég setti hana í rammann, bíddu hljómar þetta flókið?Batteríspakkann þræddi ég í gegnum gatið á rammanum (þið munið korktappanir), kom myndinni fyrir í rammann og notaði límbyssuna til að festa batteríspakkann aftan á rammann (passið bara að snúa honum rétt, svo að þið getið skipt um batterí).Ég átti gervisnjó sem ég lét falla í gegnum gatið, og til að hálf loka gatinu og fela það þá límdi ég nokkrar gervigreinar þar ofan á og svo fugl ofan á það. Berin settu svo punktinn yfir i-ið. Ég setti svo smá greni, ber og slaufu og rauðum og hvítum borða í hornin og búin! Sko, hafði ég ekki rétt fyrir mér, var þetta ekki auðveldara en þið hélduð?
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Snjókorn Jólaföndur dagsins 5. desember. 5. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Jólaföndur 4. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 4. desember 2019 09:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Jólaföndur 4. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 4. desember 2019 09:00
Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00