Segir „í kjólinn fyrir jólin“ vera kjaftæði Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 20:07 Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, Vísir Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, segir hugtakið að „grenna sig í kjólinn fyrir jólin“ vera algjört kjaftæði og sölubrellu. Þetta sagði hún Við Völu Matt í Íslandi í dag í kvöld. Á þessum tíma ársins má sjá auglýsingar gagnvart konum um að þær hafi enn tíma til að grenna sig fyrir jólin svo þau komist í kjóla sína. Erna hefur verið að berjast fyrir jákvæðari líkamsímynd og heldur hún meðal annars fyrirlestra um málið og heldur úti síðunni Ernuland á Instagram.Hún segir málið sér kært þar sem hún hafi lengi barist við neikvæða líkamsímynd. „Í rauninni þar til fyrir tveimur árum síðan,“ segir Erna. „Ég opnaði mig á samfélagsmiðlum og komst að því að þar er svo mikið um neikvæða líkamsímynd.“ Hún sagðist þar að auki telja að hún hefði hitt færri en fimm konur sem hefðu ávallt verið með jákvæða líkamsímynd. Erna segir þetta mikilvæga umræðu og með því að koma henni upp á yfirborðið sé hægt að bæta lífsgæði kvenna. „Maður hættir að neita sér hamingju út af neikvæðri líkamsímynd og hvað er eiginlega mikilvægara en einmitt það. Að geta bara fengið að lifa lífinu, frjáls í sínum líkama,“ segir Erna. Erna segir „í kjólinn fyrir jólin“ setja pressu á konur um að fara í átak. Réttara væri að sleppa öllu stressi og kaupa kjól sem konur komast í, eða nota eldri flíkur. Það sé ekki nauðsynlegt að kaupa kjól fyrir hver jól. „Líka að tengja hreyfingu ekki við breytingu á holdafari. Heldur tengja hana við andlega og líkamlega líðan. Mér finnst þetta svo mikilvægt. Að fólk nái að slíta í sundur hreyfingu, mat og allt sem tengist lífinu frá holdafari og útlit. Þá fyrst ferðu að átta þig á því af hverju þú hreyfir þig. Það er út af því að þér líður vel og útlitið er bara þú.“Innslagið í Ísland í dag má sjá hér að neðan. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, segir hugtakið að „grenna sig í kjólinn fyrir jólin“ vera algjört kjaftæði og sölubrellu. Þetta sagði hún Við Völu Matt í Íslandi í dag í kvöld. Á þessum tíma ársins má sjá auglýsingar gagnvart konum um að þær hafi enn tíma til að grenna sig fyrir jólin svo þau komist í kjóla sína. Erna hefur verið að berjast fyrir jákvæðari líkamsímynd og heldur hún meðal annars fyrirlestra um málið og heldur úti síðunni Ernuland á Instagram.Hún segir málið sér kært þar sem hún hafi lengi barist við neikvæða líkamsímynd. „Í rauninni þar til fyrir tveimur árum síðan,“ segir Erna. „Ég opnaði mig á samfélagsmiðlum og komst að því að þar er svo mikið um neikvæða líkamsímynd.“ Hún sagðist þar að auki telja að hún hefði hitt færri en fimm konur sem hefðu ávallt verið með jákvæða líkamsímynd. Erna segir þetta mikilvæga umræðu og með því að koma henni upp á yfirborðið sé hægt að bæta lífsgæði kvenna. „Maður hættir að neita sér hamingju út af neikvæðri líkamsímynd og hvað er eiginlega mikilvægara en einmitt það. Að geta bara fengið að lifa lífinu, frjáls í sínum líkama,“ segir Erna. Erna segir „í kjólinn fyrir jólin“ setja pressu á konur um að fara í átak. Réttara væri að sleppa öllu stressi og kaupa kjól sem konur komast í, eða nota eldri flíkur. Það sé ekki nauðsynlegt að kaupa kjól fyrir hver jól. „Líka að tengja hreyfingu ekki við breytingu á holdafari. Heldur tengja hana við andlega og líkamlega líðan. Mér finnst þetta svo mikilvægt. Að fólk nái að slíta í sundur hreyfingu, mat og allt sem tengist lífinu frá holdafari og útlit. Þá fyrst ferðu að átta þig á því af hverju þú hreyfir þig. Það er út af því að þér líður vel og útlitið er bara þú.“Innslagið í Ísland í dag má sjá hér að neðan.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira