„Þetta var svo yfirþyrmandi fyrstu dagana“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2019 07:00 Lokakeppnin er 14.desember í London. Mynd/Gunnlaugur Rögnvaldsson „Það gengur mjög vel hérna í London, allir dagar eru stútfullir af upplifunum, áskorunum og tækifærum. Ég tók þátt í hæfileikakeppninni hérna og komst í topp 20 í henni en það hefur eitt mjög spennandi komið út úr því sem ég má því miður ekki segja frá enn sem komið er,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð sem er stödd í London þar sem hún tekur þátt í Miss World keppninni 14. desember fyrir Íslands hönd. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar sem hún gerði einmitt í hæfileikakeppninni. „Það eina sem ég get sagt er að það verður erfitt að taka ekki eftir Íslandi á lokakvöldinu. Svo spilaði ég og söng uppá sviði á Hard Rock í London en við vorum nokkrar kallaðar upp þar með atriðin okkar, ég var ein þeirra. Það var ótrúlega gaman.“ Kolfinna segir að allt umstangið í kringum keppnina sé þúsundfalt stærra en hún hafði búið sig undir. „Þetta var svo yfirþyrmandi fyrstu dagana að ég átti stundum erfitt með að hlaupa ekki bara upp í herbergi og fela mig. En þetta er búið að venjast og nú er ég búin að finna minn stað hérna úti og er alsæl.“ Kolfinna segist hafa kynnst fjölmörgum konum í ferlinu.Kolfinna kemur fram fyrir Íslands hönd í Miss World.Mynd/Gunnlaugur Rögnvaldsson„Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað mér finnst ég hafa þekkt þessar stelpur í mikið lengri tíma en þann tíma sem við höfum eytt saman hér í London. Ég held að samböndin sem myndast hér séu alveg einstök og efast um að svona tengingar finnist auðveldlega annarsstaðar.“ Hún segist vera mjög spennt fyrir lokakvöldinu. „Ég er alveg gríðarlega spennt og stolt yfir að fá að vera fulltrúi Íslands, með nafn landsins okkar á borðanum mínum. Þetta verður frábær skemmtun og spennandi kvöld.“ Kolfinna segir að helsta áskorunin sé að fara svona rosalega út fyrir þægindarammann. „Ég hef alltaf verið feimin og félagsfælin manneskja en maður kemst ekkert upp með það hérna, og það hefur verið jákvætt fyrir mig þar sem það hefur hjálpað mér að vaxa og ekki líða illa í stórum hópum. Ég fór út í djúpu laugina og það gerði mér gott.“ Hún bætir við að æfingarnar séu það skemmtilegasta við það að taka þátt. „Ég elska æfingarnar fyrir lokakvöldið. Þar sem við erum að æfa öll atriðin og dansana. Ég er söngkona og hef leikið í söngleikjum og mér hefur alltaf fundist gaman á æfingum þannig að þetta á einstaklega vel við mig og ég læri sjálf mikið af þessu, sem mun nýtast mér áfram á mínum ferli.“ Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13 Kolfinna fær alltaf góð ráð frá frænkunni sem hefur unnið keppnina "Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. 9. október 2019 15:30 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
„Það gengur mjög vel hérna í London, allir dagar eru stútfullir af upplifunum, áskorunum og tækifærum. Ég tók þátt í hæfileikakeppninni hérna og komst í topp 20 í henni en það hefur eitt mjög spennandi komið út úr því sem ég má því miður ekki segja frá enn sem komið er,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð sem er stödd í London þar sem hún tekur þátt í Miss World keppninni 14. desember fyrir Íslands hönd. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar sem hún gerði einmitt í hæfileikakeppninni. „Það eina sem ég get sagt er að það verður erfitt að taka ekki eftir Íslandi á lokakvöldinu. Svo spilaði ég og söng uppá sviði á Hard Rock í London en við vorum nokkrar kallaðar upp þar með atriðin okkar, ég var ein þeirra. Það var ótrúlega gaman.“ Kolfinna segir að allt umstangið í kringum keppnina sé þúsundfalt stærra en hún hafði búið sig undir. „Þetta var svo yfirþyrmandi fyrstu dagana að ég átti stundum erfitt með að hlaupa ekki bara upp í herbergi og fela mig. En þetta er búið að venjast og nú er ég búin að finna minn stað hérna úti og er alsæl.“ Kolfinna segist hafa kynnst fjölmörgum konum í ferlinu.Kolfinna kemur fram fyrir Íslands hönd í Miss World.Mynd/Gunnlaugur Rögnvaldsson„Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað mér finnst ég hafa þekkt þessar stelpur í mikið lengri tíma en þann tíma sem við höfum eytt saman hér í London. Ég held að samböndin sem myndast hér séu alveg einstök og efast um að svona tengingar finnist auðveldlega annarsstaðar.“ Hún segist vera mjög spennt fyrir lokakvöldinu. „Ég er alveg gríðarlega spennt og stolt yfir að fá að vera fulltrúi Íslands, með nafn landsins okkar á borðanum mínum. Þetta verður frábær skemmtun og spennandi kvöld.“ Kolfinna segir að helsta áskorunin sé að fara svona rosalega út fyrir þægindarammann. „Ég hef alltaf verið feimin og félagsfælin manneskja en maður kemst ekkert upp með það hérna, og það hefur verið jákvætt fyrir mig þar sem það hefur hjálpað mér að vaxa og ekki líða illa í stórum hópum. Ég fór út í djúpu laugina og það gerði mér gott.“ Hún bætir við að æfingarnar séu það skemmtilegasta við það að taka þátt. „Ég elska æfingarnar fyrir lokakvöldið. Þar sem við erum að æfa öll atriðin og dansana. Ég er söngkona og hef leikið í söngleikjum og mér hefur alltaf fundist gaman á æfingum þannig að þetta á einstaklega vel við mig og ég læri sjálf mikið af þessu, sem mun nýtast mér áfram á mínum ferli.“
Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13 Kolfinna fær alltaf góð ráð frá frænkunni sem hefur unnið keppnina "Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. 9. október 2019 15:30 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13
Kolfinna fær alltaf góð ráð frá frænkunni sem hefur unnið keppnina "Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. 9. október 2019 15:30