Andrea Bocelli heldur risatónleika í Kórnum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2019 10:38 Andrea Bocelli er magnaður söngvari og heldur betur heimsþekktur. getty/Pietro D'aprano Ítalski söngvarinn Andrea Bocelli heldur risatónleika í Kórnum laugardaginn 23. maí, ásamt sinfóníuhljómsveit, kór og sérstökum gestum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Ítalinn er einn ástsælasti tenór heims og hefur selt yfir 90 milljón plötur á heimsvísu. Hann átti þátt í því að færa sígilda tónlist í samtímann þar sem lögin hans hafa náð fyrsta sæti á öllum helstu topplistum heims. Í tilkynningunni segir að Kórnum í Kópavogi verði í fyrsta sinn umbreytt í sitjandi sal, en einungis verður boðið upp á númeruð sæti og lögð áhersla á að salurinn verði hlýr og notalegur. Bocelli kemur fram ásamt 70 manna sinfóníuhljómsveit, SinfoNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstökum gestum.Átta þúsund manna sitjandi tónleikar Tæplega átta þúsund sæti verða í boði á sex verðsvæðum og miðarnir kosta frá 12.990 kr. en í tilkynningunni segir að um sé að ræða stærstu sitjandi tónleika fyrr og síðar á Íslandi. Andrea Bocelli gaf út plötuna Si Forever: The Diamond Edition 8. nóvember 2019 og er um að ræða stækkaða útgáfu af efni plötunnar Si sem toppaði vinsældarlista. Platan inniheldur dúett með Ellie Goulding og glænýtt lag með Jennifer Garner. Í kjölfarið fór hann í tónleikaferðalag um Bretland og Bandaríkin og spilaði meðal annars tvenna tónleika í Madison Square Garden. Á dögunum var platan tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir árið 2019. Tónleikarnir verða í tveim hlutum; fyrri hluti er sígildari og þar tekur hann þekktustu óperuaríurnar, en í seinni hluta tekur hann alla sína vinsælustu slagara. Miðasala hefst föstudaginn 13. desember Tix.is/bocelli. Forsala fer fram daginn áður kl. 10 og hægt er að skrá sig í hana hér.Að neðan má heyra nokkur af þekktustu lögum Bocelli. Kópavogur Menning Tónlist Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira
Ítalski söngvarinn Andrea Bocelli heldur risatónleika í Kórnum laugardaginn 23. maí, ásamt sinfóníuhljómsveit, kór og sérstökum gestum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Ítalinn er einn ástsælasti tenór heims og hefur selt yfir 90 milljón plötur á heimsvísu. Hann átti þátt í því að færa sígilda tónlist í samtímann þar sem lögin hans hafa náð fyrsta sæti á öllum helstu topplistum heims. Í tilkynningunni segir að Kórnum í Kópavogi verði í fyrsta sinn umbreytt í sitjandi sal, en einungis verður boðið upp á númeruð sæti og lögð áhersla á að salurinn verði hlýr og notalegur. Bocelli kemur fram ásamt 70 manna sinfóníuhljómsveit, SinfoNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstökum gestum.Átta þúsund manna sitjandi tónleikar Tæplega átta þúsund sæti verða í boði á sex verðsvæðum og miðarnir kosta frá 12.990 kr. en í tilkynningunni segir að um sé að ræða stærstu sitjandi tónleika fyrr og síðar á Íslandi. Andrea Bocelli gaf út plötuna Si Forever: The Diamond Edition 8. nóvember 2019 og er um að ræða stækkaða útgáfu af efni plötunnar Si sem toppaði vinsældarlista. Platan inniheldur dúett með Ellie Goulding og glænýtt lag með Jennifer Garner. Í kjölfarið fór hann í tónleikaferðalag um Bretland og Bandaríkin og spilaði meðal annars tvenna tónleika í Madison Square Garden. Á dögunum var platan tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir árið 2019. Tónleikarnir verða í tveim hlutum; fyrri hluti er sígildari og þar tekur hann þekktustu óperuaríurnar, en í seinni hluta tekur hann alla sína vinsælustu slagara. Miðasala hefst föstudaginn 13. desember Tix.is/bocelli. Forsala fer fram daginn áður kl. 10 og hægt er að skrá sig í hana hér.Að neðan má heyra nokkur af þekktustu lögum Bocelli.
Kópavogur Menning Tónlist Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira