Einkaaðili vill framkvæma bálfarir á ódýrari og umhverfisvænni hátt Birgir Olgeirsson skrifar 3. desember 2019 11:15 Sprotafyrirtæki vill koma upp óháðri bálstofu á höfuðborgarsvæðinu. Vill fyrirtækið einnig bjóða viðskiptavinum sínum upp á að láta grafa öskuna ásamt tré í minningargarði. Á trjánum verða minningarplattar með QR-kóðum sem leiða fólk inn á rafræna minningarsíðu hins látna. Ef áætlanir fyrirtækisins ganga eftir gæti þetta orðið að veruleika innan þriggja ára. Verkefnið nefnist Tré lífsins en aðstandendur þess leita nú að fjármagni til að geta hafið rekstur bálstofunnar. Verja þarf milljarði til að koma þessu verkefni í framkvæmd en ætlunin er að koma upp fullkomnum brennsluofni sem uppfyllir ströngustu umhverfiskröfur. „Hugmyndin er fjögurra ára gömul og sprettur upp frá því að ég fór að velta fyrir mér hvort við gætum ekki valið umhverfisvænni leið við lífslok. Hvort við gætum ekki gert þetta ferli í kringum það að deyja og jarðarfarir á einhvern umhverfisvænni hátt. Síðan hefur verkefnið undið upp á sig, persónuleg reynsla hefur spilað inn í, og það hefur fengið að þróast í það sem það er í dag,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, mannvistfræðingur og stofnandi Trés lífsins.Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, Oktavía Hrund Jónsdóttir og Olga Margrét Kristínardóttir Cilia standa að Tré lífsins.Tvö sveitarfélög sýnt verkefninu sérstakan áhuga Sigríður stendur þó ekki ein að þessu verkefni því með henni eru Oktavía Hrund Jónsdóttir, sem sér um tækni og öryggi, og Olga Margrét Kristínardóttir Cilia, lögfræðingur og sérfræðingur í persónuvernd. Segja þær um að ræða nýjan valmöguleika við lífslok. „Í fyrsta lagi er þetta persónuleg síða þar sem þú getur skráð sögu þína og hinstu óskir áður en þú fellur frá. Í öðru lagi er þetta bálstofa. Eftir bálför verður hægt að gróðursetja öskuna ásamt tré í minningargarði. Hvert tré er síðan merkt með QR-kóða sem leiðir á rafræna minningarsíðu um þann sem undir hvílir.“ Stefnt er að því að reisa bálstofu Trés lífsins á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður segir nákvæma staðsetningu ekki liggja fyrir en tvö sveitarfélög væru áhugasöm um að veita fyrirtækinu byggingarleyfi. Hún segir engan vafa um að þessi þjónusta sem fyrirtækið ætlar sér að bjóða upp á sé umhverfisvænni en að láta jarða sig í kistu. „Þegar við tökum stórt landnæði undir að taka kirkjugarða og grafir, erum við að taka stórt pláss. Allar þær auðlindir sem fara í að búa til kisturnar, allt innvolsið í þeim, og síðan að setja hylkið utan af okkur í kistuna og jarða, er margfalt óumhverfisvænna því það verður til koltvísýringur þegar rotnunin hefst. Við verðum með umhverfisvænan ofn sem uppfyllir ströngustu kröfur, með síum og góðu kerfi. Svo gróðursetjum við öskuna með tré sem dettur inn í þessa náttúrlega hringrás þar sem trén búa til súrefni fyrir okkur.“Svona gæti minningargarðurinn litið út.Kostar um milljarð króna Hún segir það kosta um milljarð króna að koma verkefninu í framkvæmd. „Verkefnið er sannarlega stórt og það er eitthvað sem við treystum okkur til að vinna. Við höfum þekkingu og reynslu til að gera það að veruleika. Við munum hafa fjármögnunarleiðirnar fjölbreyttar og sjálfbærar svo það geti gengið upp. Við sjáum jafnvel fyrir okkur að setja af stað hópfjármögnun því við viljum gefa þjóðinni eignarhald að þessu.“ Bálförum hefur farið fjölgandi á undanförnum árum. Rúmlega helmingur útfara á höfuðborgarsvæðinu í fyrra voru bálfarir og er talið að hlutfall bálfara muni einungis aukast á næstu árum. Sigríður Bylgja segir að þjónustan sem Tré lífsins ætli sér að bjóða upp á verði ekki dýrari en hjá kirkjunni. „Við stefnum að því að þetta verði hagkvæmari kostur því við viljum ekki að þetta séu áhyggjur sem þú hafir yfir því hvað það er dýrt að deyja.“ Kirkjugarðar Tengdar fréttir Þingmenn vilja gefa dreifingu ösku frjálsa hér á landi Mjög strangar reglur gilda um slíka dreifingu í dag. Verði frumvarpið að lögum yrði að virða óskir hins látna. 30. nóvember 2019 18:30 Telur að líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að bæði líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila. Slíkur rekstur þurfi ekki endilega að vera innan kirkjugarðanna sjálfra. 3. desember 2019 07:45 Kirkjugarðar í vanda: Treystir sér ekki til að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur segir ógerlegt að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi. Rekstrarvandi kirkjugarða landsins er mikill og mjög hefur dregið úr viðhaldi og umhirðu. 2. desember 2019 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sprotafyrirtæki vill koma upp óháðri bálstofu á höfuðborgarsvæðinu. Vill fyrirtækið einnig bjóða viðskiptavinum sínum upp á að láta grafa öskuna ásamt tré í minningargarði. Á trjánum verða minningarplattar með QR-kóðum sem leiða fólk inn á rafræna minningarsíðu hins látna. Ef áætlanir fyrirtækisins ganga eftir gæti þetta orðið að veruleika innan þriggja ára. Verkefnið nefnist Tré lífsins en aðstandendur þess leita nú að fjármagni til að geta hafið rekstur bálstofunnar. Verja þarf milljarði til að koma þessu verkefni í framkvæmd en ætlunin er að koma upp fullkomnum brennsluofni sem uppfyllir ströngustu umhverfiskröfur. „Hugmyndin er fjögurra ára gömul og sprettur upp frá því að ég fór að velta fyrir mér hvort við gætum ekki valið umhverfisvænni leið við lífslok. Hvort við gætum ekki gert þetta ferli í kringum það að deyja og jarðarfarir á einhvern umhverfisvænni hátt. Síðan hefur verkefnið undið upp á sig, persónuleg reynsla hefur spilað inn í, og það hefur fengið að þróast í það sem það er í dag,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, mannvistfræðingur og stofnandi Trés lífsins.Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, Oktavía Hrund Jónsdóttir og Olga Margrét Kristínardóttir Cilia standa að Tré lífsins.Tvö sveitarfélög sýnt verkefninu sérstakan áhuga Sigríður stendur þó ekki ein að þessu verkefni því með henni eru Oktavía Hrund Jónsdóttir, sem sér um tækni og öryggi, og Olga Margrét Kristínardóttir Cilia, lögfræðingur og sérfræðingur í persónuvernd. Segja þær um að ræða nýjan valmöguleika við lífslok. „Í fyrsta lagi er þetta persónuleg síða þar sem þú getur skráð sögu þína og hinstu óskir áður en þú fellur frá. Í öðru lagi er þetta bálstofa. Eftir bálför verður hægt að gróðursetja öskuna ásamt tré í minningargarði. Hvert tré er síðan merkt með QR-kóða sem leiðir á rafræna minningarsíðu um þann sem undir hvílir.“ Stefnt er að því að reisa bálstofu Trés lífsins á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður segir nákvæma staðsetningu ekki liggja fyrir en tvö sveitarfélög væru áhugasöm um að veita fyrirtækinu byggingarleyfi. Hún segir engan vafa um að þessi þjónusta sem fyrirtækið ætlar sér að bjóða upp á sé umhverfisvænni en að láta jarða sig í kistu. „Þegar við tökum stórt landnæði undir að taka kirkjugarða og grafir, erum við að taka stórt pláss. Allar þær auðlindir sem fara í að búa til kisturnar, allt innvolsið í þeim, og síðan að setja hylkið utan af okkur í kistuna og jarða, er margfalt óumhverfisvænna því það verður til koltvísýringur þegar rotnunin hefst. Við verðum með umhverfisvænan ofn sem uppfyllir ströngustu kröfur, með síum og góðu kerfi. Svo gróðursetjum við öskuna með tré sem dettur inn í þessa náttúrlega hringrás þar sem trén búa til súrefni fyrir okkur.“Svona gæti minningargarðurinn litið út.Kostar um milljarð króna Hún segir það kosta um milljarð króna að koma verkefninu í framkvæmd. „Verkefnið er sannarlega stórt og það er eitthvað sem við treystum okkur til að vinna. Við höfum þekkingu og reynslu til að gera það að veruleika. Við munum hafa fjármögnunarleiðirnar fjölbreyttar og sjálfbærar svo það geti gengið upp. Við sjáum jafnvel fyrir okkur að setja af stað hópfjármögnun því við viljum gefa þjóðinni eignarhald að þessu.“ Bálförum hefur farið fjölgandi á undanförnum árum. Rúmlega helmingur útfara á höfuðborgarsvæðinu í fyrra voru bálfarir og er talið að hlutfall bálfara muni einungis aukast á næstu árum. Sigríður Bylgja segir að þjónustan sem Tré lífsins ætli sér að bjóða upp á verði ekki dýrari en hjá kirkjunni. „Við stefnum að því að þetta verði hagkvæmari kostur því við viljum ekki að þetta séu áhyggjur sem þú hafir yfir því hvað það er dýrt að deyja.“
Kirkjugarðar Tengdar fréttir Þingmenn vilja gefa dreifingu ösku frjálsa hér á landi Mjög strangar reglur gilda um slíka dreifingu í dag. Verði frumvarpið að lögum yrði að virða óskir hins látna. 30. nóvember 2019 18:30 Telur að líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að bæði líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila. Slíkur rekstur þurfi ekki endilega að vera innan kirkjugarðanna sjálfra. 3. desember 2019 07:45 Kirkjugarðar í vanda: Treystir sér ekki til að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur segir ógerlegt að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi. Rekstrarvandi kirkjugarða landsins er mikill og mjög hefur dregið úr viðhaldi og umhirðu. 2. desember 2019 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þingmenn vilja gefa dreifingu ösku frjálsa hér á landi Mjög strangar reglur gilda um slíka dreifingu í dag. Verði frumvarpið að lögum yrði að virða óskir hins látna. 30. nóvember 2019 18:30
Telur að líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að bæði líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila. Slíkur rekstur þurfi ekki endilega að vera innan kirkjugarðanna sjálfra. 3. desember 2019 07:45
Kirkjugarðar í vanda: Treystir sér ekki til að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur segir ógerlegt að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi. Rekstrarvandi kirkjugarða landsins er mikill og mjög hefur dregið úr viðhaldi og umhirðu. 2. desember 2019 07:00