Vísir ætlar að telja niður til jóla með fallegu jólalagi úr safni sínu á hverjum degi.
Í dag býður Vísir upp á flutning Jógvans Hansen og Friðriks Ómars á laginu Ég sá mömmu kyssa jólasvein. Þeir gera lagið að sínu og syngja bæði á íslensku og færeysku en Jógvan er sem kunnugt er frá Færeyjum.
Þeir fluttu lagið hjá Loga í desember 2016.