„Þetta er í genunum hjá mér“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. desember 2019 14:00 Kristbjörg Ólafsdóttir segir að allir geti föndrað og það sé ekkert sem heitir rétt eða rangt í föndri. Vísir/Vilhelm Kristbjörg Ólafsdóttir er ótrúlega sniðug þegar kemur að föndri og skrauti. Hún sér um Litla föndurhornið sem er vikulegur liður á Vísi en um jólin er hún að deila sniðugu jólaföndri með lesendum Vísis á hverjum degi. Kristbjörg segist sjálf vera rosalega mikið jólabarn. „Foreldrar mínir eru bændur, búa á stórum bóndabæ og pabbi lætur sér ekki nægja að skreyta íbúðarhúsið, heldur skreytir hann fjárhúsin líka, þannig að þetta er í genunum hjá mér.“ Hún segir að það sem komi sér í jólaskap sé helst jólatónlistin og svo auðvitað bara tilhlökkunin. „Sumir tala um að þessi tilhlökkunartilfinning minnki þegar maður verði fullorðin, en ég er greinilega ennþá barn að þessu leyti. Auðvitað breyttist þetta þegar ég varð mamma, en tilhlökkunin er alltaf sú sama.“Jólaföndur eftir Kristbjörgu sem birtist seinna í mánuðinum á Vísi.Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir„Alæta á föndur“ Jólin eru dýrmætur tími fyrir Kristbjörgu en augnablikið sem hún heldur alltaf mest upp á er klukkan sex á aðfangadag. „Þá eru allir sestir við borðið og beðið eftir að jólin verði hringd inn, að það verði heilagt. Þessi stund er alveg heilög fyrir mér. Og froðubaðið á aðfangadag, það er líka mjög mikilvægt.“ Hún gerir sjálf mikið af skrauti í kringum jólin en þykir samt vænst um skrautið sem börnin hennar hafa gert í gegnum árin.„Mér finnst aðventuljósin alltaf yndisleg. Eins og ég sagði þá er æskuheimilið mitt mjög stórt, herbergið mitt var á efstu hæðinni og eldhúsið á miðhæðinni. Aðventuljósin voru alltaf sett í eldhúsgluggann og ég man alltaf hvað mér fannst yndislegt að koma niður í þessa ljúfu birtu á morgnana.“ Hún segir að á sýnu heimili megi finna frekar klassískt skraut eins og aðventuljós og aðventukrans sem hún föndrar. Einnig grenilengjur, lifandi jólatré og smá bútasaumur. Hún getur samt ekki valið hvaða jólaföndur er í uppáhaldi hjá sér. „Án gríns, allt! Þið hafið heyrt talað um alætur á mat, sumir hafa heyrt talað um alætur á tónlist? Jæja, ég er alæta á föndur. Og ég veit ekki hvort að ég eigi að þora að viðurkenna það, en ég hef alveg verið á kafi í jólaföndri í júní.“ Háð límbyssunni Hún ætlar að vera bæði með einfalt og aðeins flóknara jólaföndur fyrir lesendur Vísis. „Eiginlega allt sem ég verð með er rosalega ódýrt, annað hvort keypt í Hjálpræðishernum eða endurnýtt. Og ég verð bæði með föndur sem tekur fimm mínútur, föndur sem tekur kannski aðeins lengri tíma og föndur sem þú getur gert með börnunum. Ég ætla að reyna að fá fólk til að hugsa mjög langt út fyrir kassann. Föndur er eitt af þessum áhugamálum sem getur verið ótrúlega ódýrt, ef þú hefur nógu mikið hugmyndaflug.“ Það eru nokkrir hlutir sem Kristbjörg segir að gott sé að eiga áður en farið er af stað í jólaföndrið. „Ég er háð límbyssunni minni, það eru ekki margir dagar sem líða þar sem ég sting henni ekkert í samband. Svo nota ég Mod podge, sem er límlakk, líka rosalega mikið. Það væri sniðugt að eiga það og kannski pensla og málningu. Trélím er líka sniðugt.“ Hún segir mikilvægt að muna að allir geti föndrað.„Ef þú vilt föndra, byrjaðu þá. Það er ekki neitt sem heitir rétt eða rangt, þú býrð bara til það sem þér finnst flott eða langar að skreyta með.“ Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir er ótrúlega sniðug þegar kemur að föndri og skrauti. Hún sér um Litla föndurhornið sem er vikulegur liður á Vísi en um jólin er hún að deila sniðugu jólaföndri með lesendum Vísis á hverjum degi. Kristbjörg segist sjálf vera rosalega mikið jólabarn. „Foreldrar mínir eru bændur, búa á stórum bóndabæ og pabbi lætur sér ekki nægja að skreyta íbúðarhúsið, heldur skreytir hann fjárhúsin líka, þannig að þetta er í genunum hjá mér.“ Hún segir að það sem komi sér í jólaskap sé helst jólatónlistin og svo auðvitað bara tilhlökkunin. „Sumir tala um að þessi tilhlökkunartilfinning minnki þegar maður verði fullorðin, en ég er greinilega ennþá barn að þessu leyti. Auðvitað breyttist þetta þegar ég varð mamma, en tilhlökkunin er alltaf sú sama.“Jólaföndur eftir Kristbjörgu sem birtist seinna í mánuðinum á Vísi.Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir„Alæta á föndur“ Jólin eru dýrmætur tími fyrir Kristbjörgu en augnablikið sem hún heldur alltaf mest upp á er klukkan sex á aðfangadag. „Þá eru allir sestir við borðið og beðið eftir að jólin verði hringd inn, að það verði heilagt. Þessi stund er alveg heilög fyrir mér. Og froðubaðið á aðfangadag, það er líka mjög mikilvægt.“ Hún gerir sjálf mikið af skrauti í kringum jólin en þykir samt vænst um skrautið sem börnin hennar hafa gert í gegnum árin.„Mér finnst aðventuljósin alltaf yndisleg. Eins og ég sagði þá er æskuheimilið mitt mjög stórt, herbergið mitt var á efstu hæðinni og eldhúsið á miðhæðinni. Aðventuljósin voru alltaf sett í eldhúsgluggann og ég man alltaf hvað mér fannst yndislegt að koma niður í þessa ljúfu birtu á morgnana.“ Hún segir að á sýnu heimili megi finna frekar klassískt skraut eins og aðventuljós og aðventukrans sem hún föndrar. Einnig grenilengjur, lifandi jólatré og smá bútasaumur. Hún getur samt ekki valið hvaða jólaföndur er í uppáhaldi hjá sér. „Án gríns, allt! Þið hafið heyrt talað um alætur á mat, sumir hafa heyrt talað um alætur á tónlist? Jæja, ég er alæta á föndur. Og ég veit ekki hvort að ég eigi að þora að viðurkenna það, en ég hef alveg verið á kafi í jólaföndri í júní.“ Háð límbyssunni Hún ætlar að vera bæði með einfalt og aðeins flóknara jólaföndur fyrir lesendur Vísis. „Eiginlega allt sem ég verð með er rosalega ódýrt, annað hvort keypt í Hjálpræðishernum eða endurnýtt. Og ég verð bæði með föndur sem tekur fimm mínútur, föndur sem tekur kannski aðeins lengri tíma og föndur sem þú getur gert með börnunum. Ég ætla að reyna að fá fólk til að hugsa mjög langt út fyrir kassann. Föndur er eitt af þessum áhugamálum sem getur verið ótrúlega ódýrt, ef þú hefur nógu mikið hugmyndaflug.“ Það eru nokkrir hlutir sem Kristbjörg segir að gott sé að eiga áður en farið er af stað í jólaföndrið. „Ég er háð límbyssunni minni, það eru ekki margir dagar sem líða þar sem ég sting henni ekkert í samband. Svo nota ég Mod podge, sem er límlakk, líka rosalega mikið. Það væri sniðugt að eiga það og kannski pensla og málningu. Trélím er líka sniðugt.“ Hún segir mikilvægt að muna að allir geti föndrað.„Ef þú vilt föndra, byrjaðu þá. Það er ekki neitt sem heitir rétt eða rangt, þú býrð bara til það sem þér finnst flott eða langar að skreyta með.“
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira
Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00
Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00
Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00