Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. desember 2019 16:00 „Við lögðum ekkert upp með að fara að byggja okkur hús,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir hlæjandi sem flutti ásamt sambýlismanni sínum Orra Helgasyni og tveimur börnum þeirra til Balí fyrir ári. Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Kristín Maríella er ástríðufullur uppeldisfrömuður, hefur á undanförnum árum byggt upp fyrirtæki til að miðla hugmyndafræði um „virðingarríkt uppeldi“, á ensku Respectful parenting. Hún stofnaði Mæðratips á sínum tíma, miðlar uppeldisaðferð á Instagram og hefur haldið námskeið fyrir þúsundir foreldra. Kristín og Orri bjuggu rösk fjögur ár í Singapúr og höfðu margsinnis farið þaðan til Balí í frí, enda stutt á milli. Þau segjast hafa ákveðið fljótt að þau færu ekki frá Asíu án þess að prófa að búa á Balí. Það eru einhverjir töfrar við Balí, segja þau. Í október í fyrra flutti Kristín svo með börnin og leigði hús á Balí. Orri flaug á milli fyrstu mánuðina á meðan hann lauk sínum vinnuskyldum í Singapúr. Fyrstu mánuðina leigðu þau hús í bænum Canggu og leið afskaplega vel í því húsi. „Okkur leið svo vel þarna,“ segir Kristín, „í raun og veru var bara alltaf eins og maður væri að koma inn í sína sveit.“Draumalífið á Balí.Húsið var hins vegar lítið og þarfnaðist viðhalds. Orri var mótfallinn því að fara að byggja en þegar þau voru búin að leita lengi að rétta húsinu til að leigja til frambúðar kom fasteignasalinn eitt sinn heim til þeirra í leiguhúsnæðið. „Og þegar hún kom til okkar í fyrsta skiptið, þá sagði hún, já, nú veit ég af hverju þið finnið ekkert hús, þið eigið að vera hér, Balí er ekkert að fara að leyfa ykkur að finna eitthvert annað hús. Hérna eigið þið bara að vera,“ segir Orri. Þá kviknaði hugmyndin að endurbyggja þetta hús, og þau voru á kafi í þeim framkvæmdum þegar Lóa og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður heimsóttu þau til Balí. Í myndskeiðinu sem hér fylgir sjáum við þau í innkaupaleiðangri til Ubud, handverksbæjar Balí, þar sem þau eru að leita að ýmsu sem vantar í nýja húsið. En í þættinum fylgjumst við með framgangi framkvæmdanna. Þátturinn er fjórði í röðinni af 8 þáttum þar sem Lóa Pind heimsækir ásamt myndatökumanni, fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Þetta er síðasti þáttur fyrir jól en fjórir verða sýndir eftir jól. Í þáttunum sem eftir eru heimsækja þau Íslendinga sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast, m.a. flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
„Við lögðum ekkert upp með að fara að byggja okkur hús,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir hlæjandi sem flutti ásamt sambýlismanni sínum Orra Helgasyni og tveimur börnum þeirra til Balí fyrir ári. Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Kristín Maríella er ástríðufullur uppeldisfrömuður, hefur á undanförnum árum byggt upp fyrirtæki til að miðla hugmyndafræði um „virðingarríkt uppeldi“, á ensku Respectful parenting. Hún stofnaði Mæðratips á sínum tíma, miðlar uppeldisaðferð á Instagram og hefur haldið námskeið fyrir þúsundir foreldra. Kristín og Orri bjuggu rösk fjögur ár í Singapúr og höfðu margsinnis farið þaðan til Balí í frí, enda stutt á milli. Þau segjast hafa ákveðið fljótt að þau færu ekki frá Asíu án þess að prófa að búa á Balí. Það eru einhverjir töfrar við Balí, segja þau. Í október í fyrra flutti Kristín svo með börnin og leigði hús á Balí. Orri flaug á milli fyrstu mánuðina á meðan hann lauk sínum vinnuskyldum í Singapúr. Fyrstu mánuðina leigðu þau hús í bænum Canggu og leið afskaplega vel í því húsi. „Okkur leið svo vel þarna,“ segir Kristín, „í raun og veru var bara alltaf eins og maður væri að koma inn í sína sveit.“Draumalífið á Balí.Húsið var hins vegar lítið og þarfnaðist viðhalds. Orri var mótfallinn því að fara að byggja en þegar þau voru búin að leita lengi að rétta húsinu til að leigja til frambúðar kom fasteignasalinn eitt sinn heim til þeirra í leiguhúsnæðið. „Og þegar hún kom til okkar í fyrsta skiptið, þá sagði hún, já, nú veit ég af hverju þið finnið ekkert hús, þið eigið að vera hér, Balí er ekkert að fara að leyfa ykkur að finna eitthvert annað hús. Hérna eigið þið bara að vera,“ segir Orri. Þá kviknaði hugmyndin að endurbyggja þetta hús, og þau voru á kafi í þeim framkvæmdum þegar Lóa og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður heimsóttu þau til Balí. Í myndskeiðinu sem hér fylgir sjáum við þau í innkaupaleiðangri til Ubud, handverksbæjar Balí, þar sem þau eru að leita að ýmsu sem vantar í nýja húsið. En í þættinum fylgjumst við með framgangi framkvæmdanna. Þátturinn er fjórði í röðinni af 8 þáttum þar sem Lóa Pind heimsækir ásamt myndatökumanni, fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Þetta er síðasti þáttur fyrir jól en fjórir verða sýndir eftir jól. Í þáttunum sem eftir eru heimsækja þau Íslendinga sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast, m.a. flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15