Tveir einstæðir feður úr foreldrahúsum í nýjar leiguíbúðir fyrir jól Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2019 16:42 Rósa Guðbjartsdóttur bæjarstjóra ásamt tveimur nýjum leigjendum í Hádegisskarði, þeim Þórhalli Sigurðssyni og Oddi Ingvarssyni þegar þeir fengu lyklana afhenta um hádegi í dag. Hafnarfjarðarbær Öllum leiguíbúðum við Hádegisskarð í Skarðshlíð í Hafnarfirði hefur nú verið úthlutað. Rúmlega 120 umsóknir bárust í þær 10 íbúðir sem auglýstar voru en íbúðunum er ætlað að tryggja tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu, að því er segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Á meðal þeirra sem flytur inn á næstu dögum eru tveir einstæðir feður sem hafa búið í foreldrahúsum um langt skeið. Opnað var fyrir umsóknir í byrjun október en umsóknarfrestur rann út um miðjan nóvember. Dregið var úr innsendum umsóknum og ætla fyrstu íbúarnir ætla sér að flytja inn fyrir jólin. Tveir einstæðir feður í hópi leigjenda Á meðal nýrra leigjanda eru þeir Þórhallur Sigurðsson og Oddur Ingvarsson, einstæðir feður sem báðir eru með börn í umgengni hjá sér, að því er fram kemur í tilkynningu Hafnarfjarðarbæjar. „Báðir hafa þeir búið í foreldrahúsum um nokkurt skeið og gefist upp á því kapphlaupi sem fylgt getur lífinu á leigumarkaði. Einnig eiga þeir börn sem búsett eru í nágrenni Skarðshlíðarhverfis og úthlutunin því kærkomin.“ Haft er eftir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar í tilkynningu að afar ánægjulegt sé að sjá þetta verkefni sveitarfélagsins verða að veruleika. Um sé að ræða mikla gleðistund. Skarðshlíð íbúðafélag og Modulus eignarhaldsfélag gerðu með sér samning um uppbyggingu á íbúðum á lóðunum Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð í maí 2018. Hugmyndin er að þegar fram líði stundir muni íbúarnir sjálfir sjá um stjórn og rekstur íbúðafélagsins. Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Öllum leiguíbúðum við Hádegisskarð í Skarðshlíð í Hafnarfirði hefur nú verið úthlutað. Rúmlega 120 umsóknir bárust í þær 10 íbúðir sem auglýstar voru en íbúðunum er ætlað að tryggja tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu, að því er segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Á meðal þeirra sem flytur inn á næstu dögum eru tveir einstæðir feður sem hafa búið í foreldrahúsum um langt skeið. Opnað var fyrir umsóknir í byrjun október en umsóknarfrestur rann út um miðjan nóvember. Dregið var úr innsendum umsóknum og ætla fyrstu íbúarnir ætla sér að flytja inn fyrir jólin. Tveir einstæðir feður í hópi leigjenda Á meðal nýrra leigjanda eru þeir Þórhallur Sigurðsson og Oddur Ingvarsson, einstæðir feður sem báðir eru með börn í umgengni hjá sér, að því er fram kemur í tilkynningu Hafnarfjarðarbæjar. „Báðir hafa þeir búið í foreldrahúsum um nokkurt skeið og gefist upp á því kapphlaupi sem fylgt getur lífinu á leigumarkaði. Einnig eiga þeir börn sem búsett eru í nágrenni Skarðshlíðarhverfis og úthlutunin því kærkomin.“ Haft er eftir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar í tilkynningu að afar ánægjulegt sé að sjá þetta verkefni sveitarfélagsins verða að veruleika. Um sé að ræða mikla gleðistund. Skarðshlíð íbúðafélag og Modulus eignarhaldsfélag gerðu með sér samning um uppbyggingu á íbúðum á lóðunum Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð í maí 2018. Hugmyndin er að þegar fram líði stundir muni íbúarnir sjálfir sjá um stjórn og rekstur íbúðafélagsins.
Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira