Breski þáttastjórnandinn James Corden er með einn vinsælasta dagskrá lið heims í spjallþætti sínum sem ber nafnið Carpool Karaoke. Þá fær hann til sín þekkta listamenn og fer með þeim á rúntinn.
Á rúntinum er spjallað og síðan syngur Corden vinsælustu lög listamannanna, og með aðstoð þeirra.
Breski söngvarinn Harry Styles var á dögunum gestastjórnandi í þætti Corden og fékk því Corden far með Styles í vinnuna í öðruvísi útgáfu af Carpool Karaoke. Styles þurfti að koma sér í myndverið til að vera stjórnandi í þættinum og aðstoðaði Corden honum að komast alla leið.
Í þessum stutta rúnti tóku þeir saman eitt af nýjasta lagi Styles en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Harry Styles fékk James Corden á rúntinn í Carpool Karaoke
