Ísland áfram í efsta sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins um kynjajafnrétti Heimsljós kynnir 18. desember 2019 09:00 Golli Ísland situr ellefta árið í röð í efsta sæti á kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum. Samkvæmt nýútkominni skýrslu ráðsins mun það taka tæpa öld að ná fram fullkomnu kynjajafnrétti í heiminum ef fram fer sem horfir. Þetta er í fjórtánda sinn sem Alþjóðaefnahagsráðið gefur út skýrsluna Global Gender Gap Report. Hún tekur til 153 ríkja og þar er metin frammistaða þeirra við að ná fram kynjajafnrétti á fjórum meginsviðum: Stjórnmálum, menntun, atvinnu og heilbrigði. Í skýrslunni fá ríkin einkunn þar sem 100 stig tákna fullkomið jafnrétti. Ellefta árið í röð situr Ísland í efsta sæti listans með 87,7 stig og bætir sig um 0,02 stig frá fyrra ári. Þar á eftir koma Noregur, Finnland og Svíþjóð. Í fimmta sæti er svo Mið-Ameríkuríkið Níkaragva. Í Pakistan, Írak og Jemen búa konur við mest misrétti. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: „Ísland hefur um nokkurt skeið komið vel út í alþjóðlegum samanburði hvað varðar jafnrétti kynjanna. Slíkar viðurkenningar eru mikilvægar enda varpa þær ljósi á þann árangur sem náðst hefur hér á landi. Þann árangur má ekki síst þakka öflugri kvennahreyfingu en einnig kerfisbundnum aðgerðum stjórnvalda á borð við almenna leikskóla, fæðingarorlof beggja foreldra og öfluga jafnréttislöggjöf. En við vitum líka að við eigum langt í land og það birtist ekki síst í tölulegum upplýsingum um kynbundið ofbeldi, sem er bæði orsök og afleiðing misréttis kynjanna. Þetta er eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar og ég legg áherslu á það bæði hér heima og erlendis að þótt Ísland hafi náð góðum árangri þá er hér enn verk að vinna. Markmið okkar á að vera að ná heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna sem allra fyrst og með samhentu átaki er það mögulegt.“ „Úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins sýnir að Ísland er í fararbroddi í heiminum þegar kemur að jafnrétti kynjanna enda eru jafnréttismál skilgreind sem grundvallarmannréttindi og forsenda framfara og þróunar í utanríkistefnu okkar. Jafnréttismál eru leiðarljós í þróunarsamvinnu Íslands, ein birtingarmynd þess er Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur hefur verið á Íslandi um árabil,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra en í gær undirrituðu þau Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, samkomulag um Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu sem Jafnréttisskólinn heyrir undir. Skýrsla Alþjóðaefnahagsráðsins um kynjajafnrétti. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Ísland situr ellefta árið í röð í efsta sæti á kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum. Samkvæmt nýútkominni skýrslu ráðsins mun það taka tæpa öld að ná fram fullkomnu kynjajafnrétti í heiminum ef fram fer sem horfir. Þetta er í fjórtánda sinn sem Alþjóðaefnahagsráðið gefur út skýrsluna Global Gender Gap Report. Hún tekur til 153 ríkja og þar er metin frammistaða þeirra við að ná fram kynjajafnrétti á fjórum meginsviðum: Stjórnmálum, menntun, atvinnu og heilbrigði. Í skýrslunni fá ríkin einkunn þar sem 100 stig tákna fullkomið jafnrétti. Ellefta árið í röð situr Ísland í efsta sæti listans með 87,7 stig og bætir sig um 0,02 stig frá fyrra ári. Þar á eftir koma Noregur, Finnland og Svíþjóð. Í fimmta sæti er svo Mið-Ameríkuríkið Níkaragva. Í Pakistan, Írak og Jemen búa konur við mest misrétti. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: „Ísland hefur um nokkurt skeið komið vel út í alþjóðlegum samanburði hvað varðar jafnrétti kynjanna. Slíkar viðurkenningar eru mikilvægar enda varpa þær ljósi á þann árangur sem náðst hefur hér á landi. Þann árangur má ekki síst þakka öflugri kvennahreyfingu en einnig kerfisbundnum aðgerðum stjórnvalda á borð við almenna leikskóla, fæðingarorlof beggja foreldra og öfluga jafnréttislöggjöf. En við vitum líka að við eigum langt í land og það birtist ekki síst í tölulegum upplýsingum um kynbundið ofbeldi, sem er bæði orsök og afleiðing misréttis kynjanna. Þetta er eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar og ég legg áherslu á það bæði hér heima og erlendis að þótt Ísland hafi náð góðum árangri þá er hér enn verk að vinna. Markmið okkar á að vera að ná heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna sem allra fyrst og með samhentu átaki er það mögulegt.“ „Úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins sýnir að Ísland er í fararbroddi í heiminum þegar kemur að jafnrétti kynjanna enda eru jafnréttismál skilgreind sem grundvallarmannréttindi og forsenda framfara og þróunar í utanríkistefnu okkar. Jafnréttismál eru leiðarljós í þróunarsamvinnu Íslands, ein birtingarmynd þess er Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur hefur verið á Íslandi um árabil,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra en í gær undirrituðu þau Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, samkomulag um Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu sem Jafnréttisskólinn heyrir undir. Skýrsla Alþjóðaefnahagsráðsins um kynjajafnrétti. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent