Kántrístjarna klifraði upp snarbratta hlíð vegna ótta við að verða gómaður á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2019 21:14 Kip Moore er mikil kántrístjarna. Vísir/Getty Bandaríska kántrístjarnan Kip Moore segir að ógnvænlegustu aðstæður sem hann hafi komið sér í hafi verið á ferð sinni um Ísland árið 2017. Hann og félagi hans óðu þá ískalda á og klifruðu upp snarbratta hlíð til þess að að verða ekki gómaðir af nokkrum „landvörðum“ sem biðu eftir þeim.Moore var gestur viðtalsþáttarins The Ty Bentli Show þar sem hann var spurður að því hvað væri það hættulegasta sem hann hafi lent í á ferðalögum sínum, en Moore er víðförull ferðalangur.„Við vorum á Íslandi. Lengst út í buska,“ svaraði Moore um hæl. Lýsti hann því hvernig hann og ferðafélagi hans hafi verið upp á fjalli og komið auga á ólýsanlega fallegan dal sem þeir hafi „þurft að skoða“.Þegar þeir voru komnir af fjallinu og niður í dalinn ráku þeir auga á skilti sem gaf til kynna með skýrum stöfum að þarna ættu þeir ekki að vea.Engu að síður héldu þeir félagar af stað inn dalinn á fæti.„Það eru þarna ótrúlegir fossar. Þetta var klikkað,“ sagði Moore en hann og félagi hans voru á ferð um landið í febrúar og mars árið 2017. Þegar þeir héldu til baka og voru um 200 metra frá því þar sem þeir lögðu af stað beið þeirra hópur „landvarða,“ líkt Moore komst að orði. Voru þeir rauðklæddir og því líklegt að um björgunarsveitarmenn hafi verið að ræða.„Þeir standa með krosslagðar hendur og eru að bíða eftir okkur,“ sagði Moore. Óttaðist fangelsi eða háa sekt Fylltust Moore og félagi hans hræðslu vegna þess að þeir höfðu séð skiltið áður en þeir lögðu af stað. „Ég veit ekki hvað beið okkar, hvort við færum að fara í fangelsi eða hversu há sektin var,“ sagði Moore. Ákvaðu þeir því að labba til baka og sjá hvort önnur leið væri úr dalnum sem var umkringdur þverhníptum fjöllum að sögn Moore. Komu þeir þó auga á ein hlíð sem mögulega væri hægt að klífa en bæði Moore og félagar hans eru vanir klifrarar. Þurftu þeir að vaða ánna sem rennur í gegnum dalinn til að komast að hlíðinni og lýsir Moore því hvernig þeir hafi afklæðst og haldið fötunum yfir höfðum sínum á meðan þeir óðu ískalda ánna. Því næst þurftu þeir að klifra upp hlíðina og lýsir Moore því sem mikilli svaðilför sem hafi þó að lokum tekist. Þurftu þeir því ekki að horfast í augu við þá sem biðu eftir þeim í dalnum. Sögustund Moore má horfa á hér í myndbandinu að ofan. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Beyoncé með flestar tilnefningar til Grammy Bandaríska söngkonan Beyoncé fær níu tilnefningar til Grammy-verðlauna ár og fær enginn annar listamaður fleiri. 6. desember 2016 15:00 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira
Bandaríska kántrístjarnan Kip Moore segir að ógnvænlegustu aðstæður sem hann hafi komið sér í hafi verið á ferð sinni um Ísland árið 2017. Hann og félagi hans óðu þá ískalda á og klifruðu upp snarbratta hlíð til þess að að verða ekki gómaðir af nokkrum „landvörðum“ sem biðu eftir þeim.Moore var gestur viðtalsþáttarins The Ty Bentli Show þar sem hann var spurður að því hvað væri það hættulegasta sem hann hafi lent í á ferðalögum sínum, en Moore er víðförull ferðalangur.„Við vorum á Íslandi. Lengst út í buska,“ svaraði Moore um hæl. Lýsti hann því hvernig hann og ferðafélagi hans hafi verið upp á fjalli og komið auga á ólýsanlega fallegan dal sem þeir hafi „þurft að skoða“.Þegar þeir voru komnir af fjallinu og niður í dalinn ráku þeir auga á skilti sem gaf til kynna með skýrum stöfum að þarna ættu þeir ekki að vea.Engu að síður héldu þeir félagar af stað inn dalinn á fæti.„Það eru þarna ótrúlegir fossar. Þetta var klikkað,“ sagði Moore en hann og félagi hans voru á ferð um landið í febrúar og mars árið 2017. Þegar þeir héldu til baka og voru um 200 metra frá því þar sem þeir lögðu af stað beið þeirra hópur „landvarða,“ líkt Moore komst að orði. Voru þeir rauðklæddir og því líklegt að um björgunarsveitarmenn hafi verið að ræða.„Þeir standa með krosslagðar hendur og eru að bíða eftir okkur,“ sagði Moore. Óttaðist fangelsi eða háa sekt Fylltust Moore og félagi hans hræðslu vegna þess að þeir höfðu séð skiltið áður en þeir lögðu af stað. „Ég veit ekki hvað beið okkar, hvort við færum að fara í fangelsi eða hversu há sektin var,“ sagði Moore. Ákvaðu þeir því að labba til baka og sjá hvort önnur leið væri úr dalnum sem var umkringdur þverhníptum fjöllum að sögn Moore. Komu þeir þó auga á ein hlíð sem mögulega væri hægt að klífa en bæði Moore og félagar hans eru vanir klifrarar. Þurftu þeir að vaða ánna sem rennur í gegnum dalinn til að komast að hlíðinni og lýsir Moore því hvernig þeir hafi afklæðst og haldið fötunum yfir höfðum sínum á meðan þeir óðu ískalda ánna. Því næst þurftu þeir að klifra upp hlíðina og lýsir Moore því sem mikilli svaðilför sem hafi þó að lokum tekist. Þurftu þeir því ekki að horfast í augu við þá sem biðu eftir þeim í dalnum. Sögustund Moore má horfa á hér í myndbandinu að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Beyoncé með flestar tilnefningar til Grammy Bandaríska söngkonan Beyoncé fær níu tilnefningar til Grammy-verðlauna ár og fær enginn annar listamaður fleiri. 6. desember 2016 15:00 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira
Beyoncé með flestar tilnefningar til Grammy Bandaríska söngkonan Beyoncé fær níu tilnefningar til Grammy-verðlauna ár og fær enginn annar listamaður fleiri. 6. desember 2016 15:00