Tekist á um „svanga huldumenn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2019 17:55 Matarkostnadur á borgarstjórnarfundum hefur verið í brennidepli. Vísir/Vilhelm Hart var tekist á um kostnað við hvern borgarstjórnarfund á fundi forsætisnefndar fyrir helgi. Á fundinum voru lögð fram gögn sem sýna að borgin gæti sparað sér 156 þúsund krónur í matarkostnað á hvern borgarstjórnarfund standi fundurinn ekki lengur en til sex á kvöldin. RÚV greindi fyrst frá. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá því að matarkostnaður á borgarstjórnum væri 360 þúsund krónu á fund. Byggðist fréttaflutningur þess efnis á svörum frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar við fyrirspurn Pawels Partoszek, forseta borgarstjórnar.Í ljós kom þó síðar að mistök höfðu verið gerð í útreikningum, meðalmatarkostnaður væri í raun 208 þúsund krónur. Á fundi forsætisnefndar á föstudaginn var fjallað um málið og virðist hafa verið hart tekist á um það, ef marka má fundargerð fundarins.Í svari frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar, sem lagt voru fram á fundinum, kemur fram að ef borgarstjórnarfundir stæðu skemur en til klukkan sex á kvöldin myndi sparast kostnaður vegna kvöldmatar, um 156 þúsund krónur á hvern fund. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksin.Vísir/Vilhelm Sagðist ekki hafa séð „alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn“ Í bókun Vigdísar Hauksdóttur, fulltrúa Miðflokksins í forsætisnefnd, segist hún ekki hafa fengið skýr svör um það hverjir það séu sem njóti veitinga á borgarstjórnarfundum en komið hefur fram að þeir séu fleiri en borgarfulltrúarnir 23. „Miðað við svör meirihlutans eru jafnmargir eða fleiri starfsmenn að neyta veitinga á þessum fundum. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ekki séð alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn,“ bókaði Vigdís. Þá sakaði hún borgarstjórnarmeirihlutann um að hafa pantað hinar uppfærðu tölur þar sem fram kom að matarkostnaðurinn væri lægri en áður hafði komið fram. Þessu vísuðu fulltrúar meirihlutans í forsætisnefnd alfarið á bug. „Fulltrúar meirihlutans furða sig á þeirri ásökun að hér sé um reikningskúnstir meirihlutans að ræða og varpa því fullkomlega á bug að það væri mögulegt að panta með einhverjum hætti rangar kostnaðartölur og jafnframt er það fjarstæðukennt að nokkur skrifstofa borgarinnar myndi viljandi taka þátt í því að leggja fram rangar tölur,“ segir í bókun þeirra. Borgarstjórn Tengdar fréttir Mistök við útreikning matarkostnaðar Mistök voru gerð í útreikningi á matskostnaði á fundum borgarstjórnar með þeim afleiðingum að kostnaðurinn var ofreiknaður. 3. desember 2019 17:44 Borgarstjórn gæðir sér á önd í Ráðhúsinu Borgarfulltrúar Reykjavíkur gæddu sér á önd í kvöldmatnum í kvöld 3. desember 2019 19:23 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Hart var tekist á um kostnað við hvern borgarstjórnarfund á fundi forsætisnefndar fyrir helgi. Á fundinum voru lögð fram gögn sem sýna að borgin gæti sparað sér 156 þúsund krónur í matarkostnað á hvern borgarstjórnarfund standi fundurinn ekki lengur en til sex á kvöldin. RÚV greindi fyrst frá. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá því að matarkostnaður á borgarstjórnum væri 360 þúsund krónu á fund. Byggðist fréttaflutningur þess efnis á svörum frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar við fyrirspurn Pawels Partoszek, forseta borgarstjórnar.Í ljós kom þó síðar að mistök höfðu verið gerð í útreikningum, meðalmatarkostnaður væri í raun 208 þúsund krónur. Á fundi forsætisnefndar á föstudaginn var fjallað um málið og virðist hafa verið hart tekist á um það, ef marka má fundargerð fundarins.Í svari frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar, sem lagt voru fram á fundinum, kemur fram að ef borgarstjórnarfundir stæðu skemur en til klukkan sex á kvöldin myndi sparast kostnaður vegna kvöldmatar, um 156 þúsund krónur á hvern fund. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksin.Vísir/Vilhelm Sagðist ekki hafa séð „alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn“ Í bókun Vigdísar Hauksdóttur, fulltrúa Miðflokksins í forsætisnefnd, segist hún ekki hafa fengið skýr svör um það hverjir það séu sem njóti veitinga á borgarstjórnarfundum en komið hefur fram að þeir séu fleiri en borgarfulltrúarnir 23. „Miðað við svör meirihlutans eru jafnmargir eða fleiri starfsmenn að neyta veitinga á þessum fundum. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ekki séð alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn,“ bókaði Vigdís. Þá sakaði hún borgarstjórnarmeirihlutann um að hafa pantað hinar uppfærðu tölur þar sem fram kom að matarkostnaðurinn væri lægri en áður hafði komið fram. Þessu vísuðu fulltrúar meirihlutans í forsætisnefnd alfarið á bug. „Fulltrúar meirihlutans furða sig á þeirri ásökun að hér sé um reikningskúnstir meirihlutans að ræða og varpa því fullkomlega á bug að það væri mögulegt að panta með einhverjum hætti rangar kostnaðartölur og jafnframt er það fjarstæðukennt að nokkur skrifstofa borgarinnar myndi viljandi taka þátt í því að leggja fram rangar tölur,“ segir í bókun þeirra.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Mistök við útreikning matarkostnaðar Mistök voru gerð í útreikningi á matskostnaði á fundum borgarstjórnar með þeim afleiðingum að kostnaðurinn var ofreiknaður. 3. desember 2019 17:44 Borgarstjórn gæðir sér á önd í Ráðhúsinu Borgarfulltrúar Reykjavíkur gæddu sér á önd í kvöldmatnum í kvöld 3. desember 2019 19:23 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Mistök við útreikning matarkostnaðar Mistök voru gerð í útreikningi á matskostnaði á fundum borgarstjórnar með þeim afleiðingum að kostnaðurinn var ofreiknaður. 3. desember 2019 17:44
Borgarstjórn gæðir sér á önd í Ráðhúsinu Borgarfulltrúar Reykjavíkur gæddu sér á önd í kvöldmatnum í kvöld 3. desember 2019 19:23
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30