Tekist á um „svanga huldumenn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2019 17:55 Matarkostnadur á borgarstjórnarfundum hefur verið í brennidepli. Vísir/Vilhelm Hart var tekist á um kostnað við hvern borgarstjórnarfund á fundi forsætisnefndar fyrir helgi. Á fundinum voru lögð fram gögn sem sýna að borgin gæti sparað sér 156 þúsund krónur í matarkostnað á hvern borgarstjórnarfund standi fundurinn ekki lengur en til sex á kvöldin. RÚV greindi fyrst frá. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá því að matarkostnaður á borgarstjórnum væri 360 þúsund krónu á fund. Byggðist fréttaflutningur þess efnis á svörum frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar við fyrirspurn Pawels Partoszek, forseta borgarstjórnar.Í ljós kom þó síðar að mistök höfðu verið gerð í útreikningum, meðalmatarkostnaður væri í raun 208 þúsund krónur. Á fundi forsætisnefndar á föstudaginn var fjallað um málið og virðist hafa verið hart tekist á um það, ef marka má fundargerð fundarins.Í svari frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar, sem lagt voru fram á fundinum, kemur fram að ef borgarstjórnarfundir stæðu skemur en til klukkan sex á kvöldin myndi sparast kostnaður vegna kvöldmatar, um 156 þúsund krónur á hvern fund. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksin.Vísir/Vilhelm Sagðist ekki hafa séð „alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn“ Í bókun Vigdísar Hauksdóttur, fulltrúa Miðflokksins í forsætisnefnd, segist hún ekki hafa fengið skýr svör um það hverjir það séu sem njóti veitinga á borgarstjórnarfundum en komið hefur fram að þeir séu fleiri en borgarfulltrúarnir 23. „Miðað við svör meirihlutans eru jafnmargir eða fleiri starfsmenn að neyta veitinga á þessum fundum. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ekki séð alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn,“ bókaði Vigdís. Þá sakaði hún borgarstjórnarmeirihlutann um að hafa pantað hinar uppfærðu tölur þar sem fram kom að matarkostnaðurinn væri lægri en áður hafði komið fram. Þessu vísuðu fulltrúar meirihlutans í forsætisnefnd alfarið á bug. „Fulltrúar meirihlutans furða sig á þeirri ásökun að hér sé um reikningskúnstir meirihlutans að ræða og varpa því fullkomlega á bug að það væri mögulegt að panta með einhverjum hætti rangar kostnaðartölur og jafnframt er það fjarstæðukennt að nokkur skrifstofa borgarinnar myndi viljandi taka þátt í því að leggja fram rangar tölur,“ segir í bókun þeirra. Borgarstjórn Tengdar fréttir Mistök við útreikning matarkostnaðar Mistök voru gerð í útreikningi á matskostnaði á fundum borgarstjórnar með þeim afleiðingum að kostnaðurinn var ofreiknaður. 3. desember 2019 17:44 Borgarstjórn gæðir sér á önd í Ráðhúsinu Borgarfulltrúar Reykjavíkur gæddu sér á önd í kvöldmatnum í kvöld 3. desember 2019 19:23 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Hart var tekist á um kostnað við hvern borgarstjórnarfund á fundi forsætisnefndar fyrir helgi. Á fundinum voru lögð fram gögn sem sýna að borgin gæti sparað sér 156 þúsund krónur í matarkostnað á hvern borgarstjórnarfund standi fundurinn ekki lengur en til sex á kvöldin. RÚV greindi fyrst frá. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá því að matarkostnaður á borgarstjórnum væri 360 þúsund krónu á fund. Byggðist fréttaflutningur þess efnis á svörum frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar við fyrirspurn Pawels Partoszek, forseta borgarstjórnar.Í ljós kom þó síðar að mistök höfðu verið gerð í útreikningum, meðalmatarkostnaður væri í raun 208 þúsund krónur. Á fundi forsætisnefndar á föstudaginn var fjallað um málið og virðist hafa verið hart tekist á um það, ef marka má fundargerð fundarins.Í svari frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar, sem lagt voru fram á fundinum, kemur fram að ef borgarstjórnarfundir stæðu skemur en til klukkan sex á kvöldin myndi sparast kostnaður vegna kvöldmatar, um 156 þúsund krónur á hvern fund. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksin.Vísir/Vilhelm Sagðist ekki hafa séð „alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn“ Í bókun Vigdísar Hauksdóttur, fulltrúa Miðflokksins í forsætisnefnd, segist hún ekki hafa fengið skýr svör um það hverjir það séu sem njóti veitinga á borgarstjórnarfundum en komið hefur fram að þeir séu fleiri en borgarfulltrúarnir 23. „Miðað við svör meirihlutans eru jafnmargir eða fleiri starfsmenn að neyta veitinga á þessum fundum. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ekki séð alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn,“ bókaði Vigdís. Þá sakaði hún borgarstjórnarmeirihlutann um að hafa pantað hinar uppfærðu tölur þar sem fram kom að matarkostnaðurinn væri lægri en áður hafði komið fram. Þessu vísuðu fulltrúar meirihlutans í forsætisnefnd alfarið á bug. „Fulltrúar meirihlutans furða sig á þeirri ásökun að hér sé um reikningskúnstir meirihlutans að ræða og varpa því fullkomlega á bug að það væri mögulegt að panta með einhverjum hætti rangar kostnaðartölur og jafnframt er það fjarstæðukennt að nokkur skrifstofa borgarinnar myndi viljandi taka þátt í því að leggja fram rangar tölur,“ segir í bókun þeirra.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Mistök við útreikning matarkostnaðar Mistök voru gerð í útreikningi á matskostnaði á fundum borgarstjórnar með þeim afleiðingum að kostnaðurinn var ofreiknaður. 3. desember 2019 17:44 Borgarstjórn gæðir sér á önd í Ráðhúsinu Borgarfulltrúar Reykjavíkur gæddu sér á önd í kvöldmatnum í kvöld 3. desember 2019 19:23 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Mistök við útreikning matarkostnaðar Mistök voru gerð í útreikningi á matskostnaði á fundum borgarstjórnar með þeim afleiðingum að kostnaðurinn var ofreiknaður. 3. desember 2019 17:44
Borgarstjórn gæðir sér á önd í Ráðhúsinu Borgarfulltrúar Reykjavíkur gæddu sér á önd í kvöldmatnum í kvöld 3. desember 2019 19:23
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30