„Konur eru konum bestar“ færðu Krafti 3,7 milljónir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. desember 2019 14:00 Elísabet Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Rakel Tómasdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Aldís Pálsdóttir ásamt Huldu Hjálmarsdóttur (Fyrir miðju). Trendnet/Elísabet Góðgerðarverkefnið Konur eru konum bestar gekk vonum framar í ár og söfnuðust 3,7 milljónir fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Elísabet Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Rakel Tómasdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Aldís Pálsdóttir standa fyrir verkefninu og færðu þær Huldu Hjálmarsdóttur framkvæmdastjóra Krafts ágóðann af sölu bolanna. „Þakklæti er mér efst í huga eftir þessa góðu morgunstund sem gaf svo sannarlega jólahlýju í hjartað. Takk til allra sem eruð með okkur í þessu verkefni sem hefur stækkað og þróast svo fallega síðustu þrjú árin og mun halda áfram árlega átaki sínu næstu árin,“ segir Elísabet í færslu á Trendnet. Verkefnið var haldið í þriðja sinn á þessu ári og vildu þær bæði styrkja gott málefni og hvetja konur til meiri samstöðu í leiðinni. Á bolum sem framleiddir voru fyrir þetta verkefni er skrifað Konur eru konum bestar. Í ár var einnig teikning eftir Rakel Tómasdóttur á bakinu en hún notar mikið kvenlíkamann í sínum verkum. Á bakvið þær má sjá hluta af röðinni sem myndaðist þegar Konur eru konum bestar bolirnir fóru í sölu.Trendnet/Elísabet Klappliðið stækkar hratt „Við höfum valið mismunandi félög og málefni til að styrkja við hverju sinni og í ár þurftum við ekki að hugsa okkur tvisvar um áður en við völdum félag til að létta undir. Kraftur hefur átt sérstaklega skrítið ár 2019 og margir félagar fallið frá, allt of ungir að árum, það hlýjar því innst að hjartarótum að geta látið gott af sér leiða og gefið eitthvað í þetta óeigingjarna starf sem þarna er unnið,“ segir Elísabet. Eins og kom fram á Vísi í haust þekkir Elísabet persónulega tvær fjölskyldur sem þurftu að kveðja ungan ástvin vegna krabbameins í sumar. Konur eru konum bestar bolurinn var seldur í versluninni AndreA á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. Löng röð myndaðist þegar bolurinn fór í sölu og var hann svo einnig seldur í vefverslun. Trendnet/Elísabet „Þetta gleður bara meira og meira með hverju árinu sem líður og það er á hreinu að klappliðið stækkar hratt og örugglega. Líklega þurfum við stærra húsnæði til að halda þetta í að ári,“ segir Elísabet ánægð í samtali við Vísi. Árið 2017 var verkefninu hrundið af stað og söfnuðu þær þá einn milljón fyrir Kvennaathvarfið. Árið 2018 völdu þær að styrkja Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar og söfnuðu þá 1,9 milljón. Í ár söfnuðu þær svo eins og áður sagði 3,7 milljónum til styrktar Krafts. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bolirnir seldust upp og gott betur en það Það var líf og fjör í versluninni AndreA á Laugavegi á fimmtudaginn þegar Konur eru konum bestar-bolirnir fóru í sölu. Teymið á bak við verkefnið er afar ánægt með viðbrögðin sem bolirnir vöktu. 24. júní 2017 20:00 „Ég er aldrei að fara að gleyma honum“ Ástrós Rut missti eiginmann sinn í júní á þessu ári eftir sjö ára baráttu við krabbamein. Hún ræðir kveðjustund þeirra, sorgina, fósturmissi og framtíðina. 28. október 2019 19:15 „Þetta er fyrsta skrefið í rétta átt“ Elísabet Gunnars segir að það sé mikilvægt að konur standi saman. 9. september 2019 22:15 Ragnar um Fanneyju: „Hún mun aldrei gleymast og mun alltaf verða heiðruð og virt“ Ragnar Snær Njálsson hefur gengið í gegnum erfiðari hluti en flestir jafnaldrar hans. Eiginkona hans Fanney Eiríksdóttir lést í sumar eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. 3. nóvember 2019 10:00 Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Harðvítugar deilur rappara og poppara Menning Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Sjá meira
Góðgerðarverkefnið Konur eru konum bestar gekk vonum framar í ár og söfnuðust 3,7 milljónir fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Elísabet Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Rakel Tómasdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Aldís Pálsdóttir standa fyrir verkefninu og færðu þær Huldu Hjálmarsdóttur framkvæmdastjóra Krafts ágóðann af sölu bolanna. „Þakklæti er mér efst í huga eftir þessa góðu morgunstund sem gaf svo sannarlega jólahlýju í hjartað. Takk til allra sem eruð með okkur í þessu verkefni sem hefur stækkað og þróast svo fallega síðustu þrjú árin og mun halda áfram árlega átaki sínu næstu árin,“ segir Elísabet í færslu á Trendnet. Verkefnið var haldið í þriðja sinn á þessu ári og vildu þær bæði styrkja gott málefni og hvetja konur til meiri samstöðu í leiðinni. Á bolum sem framleiddir voru fyrir þetta verkefni er skrifað Konur eru konum bestar. Í ár var einnig teikning eftir Rakel Tómasdóttur á bakinu en hún notar mikið kvenlíkamann í sínum verkum. Á bakvið þær má sjá hluta af röðinni sem myndaðist þegar Konur eru konum bestar bolirnir fóru í sölu.Trendnet/Elísabet Klappliðið stækkar hratt „Við höfum valið mismunandi félög og málefni til að styrkja við hverju sinni og í ár þurftum við ekki að hugsa okkur tvisvar um áður en við völdum félag til að létta undir. Kraftur hefur átt sérstaklega skrítið ár 2019 og margir félagar fallið frá, allt of ungir að árum, það hlýjar því innst að hjartarótum að geta látið gott af sér leiða og gefið eitthvað í þetta óeigingjarna starf sem þarna er unnið,“ segir Elísabet. Eins og kom fram á Vísi í haust þekkir Elísabet persónulega tvær fjölskyldur sem þurftu að kveðja ungan ástvin vegna krabbameins í sumar. Konur eru konum bestar bolurinn var seldur í versluninni AndreA á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. Löng röð myndaðist þegar bolurinn fór í sölu og var hann svo einnig seldur í vefverslun. Trendnet/Elísabet „Þetta gleður bara meira og meira með hverju árinu sem líður og það er á hreinu að klappliðið stækkar hratt og örugglega. Líklega þurfum við stærra húsnæði til að halda þetta í að ári,“ segir Elísabet ánægð í samtali við Vísi. Árið 2017 var verkefninu hrundið af stað og söfnuðu þær þá einn milljón fyrir Kvennaathvarfið. Árið 2018 völdu þær að styrkja Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar og söfnuðu þá 1,9 milljón. Í ár söfnuðu þær svo eins og áður sagði 3,7 milljónum til styrktar Krafts.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bolirnir seldust upp og gott betur en það Það var líf og fjör í versluninni AndreA á Laugavegi á fimmtudaginn þegar Konur eru konum bestar-bolirnir fóru í sölu. Teymið á bak við verkefnið er afar ánægt með viðbrögðin sem bolirnir vöktu. 24. júní 2017 20:00 „Ég er aldrei að fara að gleyma honum“ Ástrós Rut missti eiginmann sinn í júní á þessu ári eftir sjö ára baráttu við krabbamein. Hún ræðir kveðjustund þeirra, sorgina, fósturmissi og framtíðina. 28. október 2019 19:15 „Þetta er fyrsta skrefið í rétta átt“ Elísabet Gunnars segir að það sé mikilvægt að konur standi saman. 9. september 2019 22:15 Ragnar um Fanneyju: „Hún mun aldrei gleymast og mun alltaf verða heiðruð og virt“ Ragnar Snær Njálsson hefur gengið í gegnum erfiðari hluti en flestir jafnaldrar hans. Eiginkona hans Fanney Eiríksdóttir lést í sumar eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. 3. nóvember 2019 10:00 Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Harðvítugar deilur rappara og poppara Menning Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Sjá meira
Bolirnir seldust upp og gott betur en það Það var líf og fjör í versluninni AndreA á Laugavegi á fimmtudaginn þegar Konur eru konum bestar-bolirnir fóru í sölu. Teymið á bak við verkefnið er afar ánægt með viðbrögðin sem bolirnir vöktu. 24. júní 2017 20:00
„Ég er aldrei að fara að gleyma honum“ Ástrós Rut missti eiginmann sinn í júní á þessu ári eftir sjö ára baráttu við krabbamein. Hún ræðir kveðjustund þeirra, sorgina, fósturmissi og framtíðina. 28. október 2019 19:15
„Þetta er fyrsta skrefið í rétta átt“ Elísabet Gunnars segir að það sé mikilvægt að konur standi saman. 9. september 2019 22:15
Ragnar um Fanneyju: „Hún mun aldrei gleymast og mun alltaf verða heiðruð og virt“ Ragnar Snær Njálsson hefur gengið í gegnum erfiðari hluti en flestir jafnaldrar hans. Eiginkona hans Fanney Eiríksdóttir lést í sumar eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. 3. nóvember 2019 10:00