Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2019 23:00 Dalvíkurlína varð fyrir miklum skemmdum í óveðrinu sem gekk yfir landið. Vísir/Egill Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Klukkan tíu í kvöld var síðast tilkynnt um að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita uppruna bilunarinnar. Einnig var tilkynnt um rafmagnstruflanir í Reykjadal í Þingeyjarsýslu á áttunda tímanum í kvöld og er þar leitað að bilun. Hluti Reykjadals er því án rafmagns. Nýjar truflanir einnig vegna óveðursins Samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Norðurlandi er talið að bilunin tengist veðurofsanum á þriðjudag og miðvikudag, og um sé að ræða skemmdir á kerfinu sem sé fyrst farið að bera á núna. Unnið er að því að einangra vandann og meta hvort að það verði hægt að gera við bilunina með tiltölulega skjótum hætti eða að leggjast þurfi í veigamiklar aðgerðir á morgun. Samkvæmt svæðisvakt er nú einnig rafmagnslaust í Hjaltadal austan við Blönduós. Í nótt má sömuleiðis reikna með rafmagnstruflunum á Hvammstanga, Vatnsnesi, í Vesturhópi og Fitjárdal þegar svæðið verður aftur tengt við aðveitustöð Hrútatungu. Landsnet greinir frá því að tengivirkið við Hrútártungu hafi leyst út nokkrum sinnum í dag vegna seltu og ísingar. Var umrætt svæði því tímabundið rekið frá aðveitustöð Laxárvatni við Blönduós á meðan hreinsun stóð. Rafmagnslaust frá því á þriðjudag Enn er unnið að viðgerðum á Skagalínu og hefur verið rafmagnslaust á Melrakkasléttu og á Skaga norðan við Sauðárkrók frá því á þriðjudag. Má reikna með því að það svæði verði ekki komið í samt horf fyrr en næsta þriðjudag ef allt gengur eftir. Einnig er hluti Dalvíkur enn keyrður á díselstöðvum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu RARIK vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Vinna við lagfæringar á henni gekk vel í dag og á þar eftir að reisa átta staura samkvæmt Landsneti. Áætlað er að viðgerð á línunni verði lokið á miðvikudaginn. Landsnet vinnur einnig að viðgerðum á Húsavíkurlínu 1 og má reikna með því að henni ljúki á þriðjudag. Áætlað er að viðgerðir á hluta Kópaskerslínu 1 hefjist á morgun á meðan beðið verður með viðgerð á Laxárlínu 1. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Telur það heppni að öryggi og lífi sjúklinga hafi ekki verið stefnt í hættu Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Rætt var við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2. 15. desember 2019 19:00 „Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“ Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. 15. desember 2019 19:00 Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Klukkan tíu í kvöld var síðast tilkynnt um að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita uppruna bilunarinnar. Einnig var tilkynnt um rafmagnstruflanir í Reykjadal í Þingeyjarsýslu á áttunda tímanum í kvöld og er þar leitað að bilun. Hluti Reykjadals er því án rafmagns. Nýjar truflanir einnig vegna óveðursins Samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Norðurlandi er talið að bilunin tengist veðurofsanum á þriðjudag og miðvikudag, og um sé að ræða skemmdir á kerfinu sem sé fyrst farið að bera á núna. Unnið er að því að einangra vandann og meta hvort að það verði hægt að gera við bilunina með tiltölulega skjótum hætti eða að leggjast þurfi í veigamiklar aðgerðir á morgun. Samkvæmt svæðisvakt er nú einnig rafmagnslaust í Hjaltadal austan við Blönduós. Í nótt má sömuleiðis reikna með rafmagnstruflunum á Hvammstanga, Vatnsnesi, í Vesturhópi og Fitjárdal þegar svæðið verður aftur tengt við aðveitustöð Hrútatungu. Landsnet greinir frá því að tengivirkið við Hrútártungu hafi leyst út nokkrum sinnum í dag vegna seltu og ísingar. Var umrætt svæði því tímabundið rekið frá aðveitustöð Laxárvatni við Blönduós á meðan hreinsun stóð. Rafmagnslaust frá því á þriðjudag Enn er unnið að viðgerðum á Skagalínu og hefur verið rafmagnslaust á Melrakkasléttu og á Skaga norðan við Sauðárkrók frá því á þriðjudag. Má reikna með því að það svæði verði ekki komið í samt horf fyrr en næsta þriðjudag ef allt gengur eftir. Einnig er hluti Dalvíkur enn keyrður á díselstöðvum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu RARIK vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Vinna við lagfæringar á henni gekk vel í dag og á þar eftir að reisa átta staura samkvæmt Landsneti. Áætlað er að viðgerð á línunni verði lokið á miðvikudaginn. Landsnet vinnur einnig að viðgerðum á Húsavíkurlínu 1 og má reikna með því að henni ljúki á þriðjudag. Áætlað er að viðgerðir á hluta Kópaskerslínu 1 hefjist á morgun á meðan beðið verður með viðgerð á Laxárlínu 1.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Telur það heppni að öryggi og lífi sjúklinga hafi ekki verið stefnt í hættu Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Rætt var við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2. 15. desember 2019 19:00 „Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“ Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. 15. desember 2019 19:00 Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03
Telur það heppni að öryggi og lífi sjúklinga hafi ekki verið stefnt í hættu Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Rætt var við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2. 15. desember 2019 19:00
„Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“ Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. 15. desember 2019 19:00
Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22
Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00