Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2019 23:00 Dalvíkurlína varð fyrir miklum skemmdum í óveðrinu sem gekk yfir landið. Vísir/Egill Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Klukkan tíu í kvöld var síðast tilkynnt um að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita uppruna bilunarinnar. Einnig var tilkynnt um rafmagnstruflanir í Reykjadal í Þingeyjarsýslu á áttunda tímanum í kvöld og er þar leitað að bilun. Hluti Reykjadals er því án rafmagns. Nýjar truflanir einnig vegna óveðursins Samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Norðurlandi er talið að bilunin tengist veðurofsanum á þriðjudag og miðvikudag, og um sé að ræða skemmdir á kerfinu sem sé fyrst farið að bera á núna. Unnið er að því að einangra vandann og meta hvort að það verði hægt að gera við bilunina með tiltölulega skjótum hætti eða að leggjast þurfi í veigamiklar aðgerðir á morgun. Samkvæmt svæðisvakt er nú einnig rafmagnslaust í Hjaltadal austan við Blönduós. Í nótt má sömuleiðis reikna með rafmagnstruflunum á Hvammstanga, Vatnsnesi, í Vesturhópi og Fitjárdal þegar svæðið verður aftur tengt við aðveitustöð Hrútatungu. Landsnet greinir frá því að tengivirkið við Hrútártungu hafi leyst út nokkrum sinnum í dag vegna seltu og ísingar. Var umrætt svæði því tímabundið rekið frá aðveitustöð Laxárvatni við Blönduós á meðan hreinsun stóð. Rafmagnslaust frá því á þriðjudag Enn er unnið að viðgerðum á Skagalínu og hefur verið rafmagnslaust á Melrakkasléttu og á Skaga norðan við Sauðárkrók frá því á þriðjudag. Má reikna með því að það svæði verði ekki komið í samt horf fyrr en næsta þriðjudag ef allt gengur eftir. Einnig er hluti Dalvíkur enn keyrður á díselstöðvum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu RARIK vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Vinna við lagfæringar á henni gekk vel í dag og á þar eftir að reisa átta staura samkvæmt Landsneti. Áætlað er að viðgerð á línunni verði lokið á miðvikudaginn. Landsnet vinnur einnig að viðgerðum á Húsavíkurlínu 1 og má reikna með því að henni ljúki á þriðjudag. Áætlað er að viðgerðir á hluta Kópaskerslínu 1 hefjist á morgun á meðan beðið verður með viðgerð á Laxárlínu 1. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Telur það heppni að öryggi og lífi sjúklinga hafi ekki verið stefnt í hættu Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Rætt var við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2. 15. desember 2019 19:00 „Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“ Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. 15. desember 2019 19:00 Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Klukkan tíu í kvöld var síðast tilkynnt um að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita uppruna bilunarinnar. Einnig var tilkynnt um rafmagnstruflanir í Reykjadal í Þingeyjarsýslu á áttunda tímanum í kvöld og er þar leitað að bilun. Hluti Reykjadals er því án rafmagns. Nýjar truflanir einnig vegna óveðursins Samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Norðurlandi er talið að bilunin tengist veðurofsanum á þriðjudag og miðvikudag, og um sé að ræða skemmdir á kerfinu sem sé fyrst farið að bera á núna. Unnið er að því að einangra vandann og meta hvort að það verði hægt að gera við bilunina með tiltölulega skjótum hætti eða að leggjast þurfi í veigamiklar aðgerðir á morgun. Samkvæmt svæðisvakt er nú einnig rafmagnslaust í Hjaltadal austan við Blönduós. Í nótt má sömuleiðis reikna með rafmagnstruflunum á Hvammstanga, Vatnsnesi, í Vesturhópi og Fitjárdal þegar svæðið verður aftur tengt við aðveitustöð Hrútatungu. Landsnet greinir frá því að tengivirkið við Hrútártungu hafi leyst út nokkrum sinnum í dag vegna seltu og ísingar. Var umrætt svæði því tímabundið rekið frá aðveitustöð Laxárvatni við Blönduós á meðan hreinsun stóð. Rafmagnslaust frá því á þriðjudag Enn er unnið að viðgerðum á Skagalínu og hefur verið rafmagnslaust á Melrakkasléttu og á Skaga norðan við Sauðárkrók frá því á þriðjudag. Má reikna með því að það svæði verði ekki komið í samt horf fyrr en næsta þriðjudag ef allt gengur eftir. Einnig er hluti Dalvíkur enn keyrður á díselstöðvum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu RARIK vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Vinna við lagfæringar á henni gekk vel í dag og á þar eftir að reisa átta staura samkvæmt Landsneti. Áætlað er að viðgerð á línunni verði lokið á miðvikudaginn. Landsnet vinnur einnig að viðgerðum á Húsavíkurlínu 1 og má reikna með því að henni ljúki á þriðjudag. Áætlað er að viðgerðir á hluta Kópaskerslínu 1 hefjist á morgun á meðan beðið verður með viðgerð á Laxárlínu 1.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Telur það heppni að öryggi og lífi sjúklinga hafi ekki verið stefnt í hættu Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Rætt var við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2. 15. desember 2019 19:00 „Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“ Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. 15. desember 2019 19:00 Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03
Telur það heppni að öryggi og lífi sjúklinga hafi ekki verið stefnt í hættu Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Rætt var við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2. 15. desember 2019 19:00
„Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“ Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. 15. desember 2019 19:00
Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22
Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent