Telur það heppni að öryggi og lífi sjúklinga hafi ekki verið stefnt í hættu Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2019 19:00 Rætt var við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2. Stöð 2 Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Veðrið skók Húnaþing vestra sérstaklega illa og bjó svæðið við langvarandi rafmagnsleysi og fjarskiptaleysi, meðal annars á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga, sem er án varaaflsstöðvar. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir það heppni að ekki hafi farið illa á heilbrigðisstofnuninni þar sem heilbrigðisstarfsfólk neyddist meðal annars til að veita sjúklingum aðhlynningu við kertaljós. Rætt var við Ragnheiði og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2. Forstjórinn segir RARIK hafa verið illa undirbúið Tryggvi segir að fyrirtækið hafi sjálfsagt verið illa undirbúið undir þetta óveður. „Það er auðvitað óásættanlegt árið 2019 að verða fyrir svona miklu rafmagnsleysi, það er líka bara of mikið undir, of margir innviðir tengdir þessu. Ég get hins vegar alls ekki verið sammála því að við höfum ekki verið að undirbúa okkur.“ Hann segir að neyðarstjórn RARIK hafi verið kölluð saman áður en óveðrið skall á og að hún hafi dregið fram neyðaráætlanir, fært til varaaflsstöðvar, efni og mannskap um landið. Víða einföld rafmagnstenging Tryggvi nefnir að víða um land sé einungis til staðar einföld rafmagnstenging og nefnir þar til að mynda tengingar inn á Sauðárkrók, út á Snæfellsnes, til Víkur og í Norður-Þingeyjarsýslu. „Þar vorum við að byggja upp varaafl vegna þess að maður svona trúir því að þegar maður er með tvöfalda tengingu þá séu minni líkur á að rafmagn fari alveg af.“ Í Húnaþingi vestra segir hann þó bæði vera tvöföld tenging inn í Hrútatungu og eins inn á Hvammstanga. „Þar töldum við bara að við værum með jafnmikið öryggi og hægt var að búast við.“ Í ljósi þessa hafi verið tekin ákvörðun um það hjá RARIK að koma ekki varaaflsstöð fyrir á því svæði. Ragnheiður gagnrýnir hins vegar að þrátt fyrir slæma veðurspá hafi starfsstöð RARIK á svæðinu verið ómönnuð. Staðið hafi verið í vegi fyrir endurbótum á raforkukerfinu Tryggvi segist þakka fyrir að við þessar veðuraðstæður hafi 65 prósent af raforkukerfi RARIK þó verið komið í jörð en segir að staðið hafi verið í vegi fyrir frekari endurbótum. „Það er búið að vera lengi á döfinni að efla flutningskerfi á Norðurlandi, ef að það hefði verið búið núna þá hefðum við ekki verið í neinum vanda þarna. Við hefðum verið í minni vanda víðast hvar.“ Mikilvægt sé að byggja upp nauðsynlega innviði. „Við þurfum sem samfélag að velta því fyrir okkur hvað þarf að gera til þess að hlutirnir gangi betur. Auðvitað þarf að taka tillit til umhverfismála, auðvitað þarf að taka tillit til eignarréttar en við verðum að hafa eitthvað kerfi til þess að það sé hægt að byggja upp nauðsynlega innviði.“„Við erum með dæmi um að komast ekki þá leið sem við þurfum að fara í gegnum einstök lönd og ég hef nefnt það áður að það byggist oftast á því að það séu eigendur sem búi einhvers staðar allt annars staðar.“ Hjúkrunarfræðingar þurftu að notast við vasaljós Sagðar hafa verið fréttir af ástandinu á heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga sem var lengi rafmagnslaus en hún er án varaaflsstöðvar. Meðal annars hefur verið greint frá því hvernig hjúkrunarfræðingar þurftu að leita af lyfjum með vasaljósum til þess að sinna sjúklingumRagnheiður segir það frumskilyrði áður en næsta óveður skelli á að varaaflsstöð verði komið fyrir á Hvammstanga og að heilbrigðisstofnunin þar sem og allar aðrar á landinu hafi slíka. Hún segir að á meðan rafmagnsleysinu stóð hafi öryggishnappar sem margir séu með í sveitum hætt að virka, ekki verið hægt að ná á lækni vegna símasambandsleysis og að Tetra-talstöðvarkerfi viðbragðsaðila hafi dottið út. Heppni að ekki hafi farið verr „Fólk á heilbrigðisstofnuninni var að vinna við ömurlegar aðstæður. Við vorum bara mjög heppin að það var ekki það veikt fólk þarna inni sem þurfti að vera tengt einhverjum tækjum sem þurftu rafmagn.“ Þá hafi þurft að hlúa að sjúklingum við kertaljós í myrkrinu. Tryggvi ítrekar að í ljósi þess að Hvammstangi sé með tvöfalda tengingu við flutningskerfið sé erfitt að réttlæta uppsetningu varaaflsstöðvar. „Það má alltaf velta því fyrir sér hversu mikið getur þú fjárfest í örygginu. Við erum allavega með mjög marga staði á landinu sem eru með miklu minna öryggi og það er bara hluti af okkar neyðaráætlunum að dreifa varaflstöðvum þar sem hættan er mest. Þangað þar sem ein bilun veldur rafmagnsleysi.“ Húnaþing vestra Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Veðrið skók Húnaþing vestra sérstaklega illa og bjó svæðið við langvarandi rafmagnsleysi og fjarskiptaleysi, meðal annars á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga, sem er án varaaflsstöðvar. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir það heppni að ekki hafi farið illa á heilbrigðisstofnuninni þar sem heilbrigðisstarfsfólk neyddist meðal annars til að veita sjúklingum aðhlynningu við kertaljós. Rætt var við Ragnheiði og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2. Forstjórinn segir RARIK hafa verið illa undirbúið Tryggvi segir að fyrirtækið hafi sjálfsagt verið illa undirbúið undir þetta óveður. „Það er auðvitað óásættanlegt árið 2019 að verða fyrir svona miklu rafmagnsleysi, það er líka bara of mikið undir, of margir innviðir tengdir þessu. Ég get hins vegar alls ekki verið sammála því að við höfum ekki verið að undirbúa okkur.“ Hann segir að neyðarstjórn RARIK hafi verið kölluð saman áður en óveðrið skall á og að hún hafi dregið fram neyðaráætlanir, fært til varaaflsstöðvar, efni og mannskap um landið. Víða einföld rafmagnstenging Tryggvi nefnir að víða um land sé einungis til staðar einföld rafmagnstenging og nefnir þar til að mynda tengingar inn á Sauðárkrók, út á Snæfellsnes, til Víkur og í Norður-Þingeyjarsýslu. „Þar vorum við að byggja upp varaafl vegna þess að maður svona trúir því að þegar maður er með tvöfalda tengingu þá séu minni líkur á að rafmagn fari alveg af.“ Í Húnaþingi vestra segir hann þó bæði vera tvöföld tenging inn í Hrútatungu og eins inn á Hvammstanga. „Þar töldum við bara að við værum með jafnmikið öryggi og hægt var að búast við.“ Í ljósi þessa hafi verið tekin ákvörðun um það hjá RARIK að koma ekki varaaflsstöð fyrir á því svæði. Ragnheiður gagnrýnir hins vegar að þrátt fyrir slæma veðurspá hafi starfsstöð RARIK á svæðinu verið ómönnuð. Staðið hafi verið í vegi fyrir endurbótum á raforkukerfinu Tryggvi segist þakka fyrir að við þessar veðuraðstæður hafi 65 prósent af raforkukerfi RARIK þó verið komið í jörð en segir að staðið hafi verið í vegi fyrir frekari endurbótum. „Það er búið að vera lengi á döfinni að efla flutningskerfi á Norðurlandi, ef að það hefði verið búið núna þá hefðum við ekki verið í neinum vanda þarna. Við hefðum verið í minni vanda víðast hvar.“ Mikilvægt sé að byggja upp nauðsynlega innviði. „Við þurfum sem samfélag að velta því fyrir okkur hvað þarf að gera til þess að hlutirnir gangi betur. Auðvitað þarf að taka tillit til umhverfismála, auðvitað þarf að taka tillit til eignarréttar en við verðum að hafa eitthvað kerfi til þess að það sé hægt að byggja upp nauðsynlega innviði.“„Við erum með dæmi um að komast ekki þá leið sem við þurfum að fara í gegnum einstök lönd og ég hef nefnt það áður að það byggist oftast á því að það séu eigendur sem búi einhvers staðar allt annars staðar.“ Hjúkrunarfræðingar þurftu að notast við vasaljós Sagðar hafa verið fréttir af ástandinu á heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga sem var lengi rafmagnslaus en hún er án varaaflsstöðvar. Meðal annars hefur verið greint frá því hvernig hjúkrunarfræðingar þurftu að leita af lyfjum með vasaljósum til þess að sinna sjúklingumRagnheiður segir það frumskilyrði áður en næsta óveður skelli á að varaaflsstöð verði komið fyrir á Hvammstanga og að heilbrigðisstofnunin þar sem og allar aðrar á landinu hafi slíka. Hún segir að á meðan rafmagnsleysinu stóð hafi öryggishnappar sem margir séu með í sveitum hætt að virka, ekki verið hægt að ná á lækni vegna símasambandsleysis og að Tetra-talstöðvarkerfi viðbragðsaðila hafi dottið út. Heppni að ekki hafi farið verr „Fólk á heilbrigðisstofnuninni var að vinna við ömurlegar aðstæður. Við vorum bara mjög heppin að það var ekki það veikt fólk þarna inni sem þurfti að vera tengt einhverjum tækjum sem þurftu rafmagn.“ Þá hafi þurft að hlúa að sjúklingum við kertaljós í myrkrinu. Tryggvi ítrekar að í ljósi þess að Hvammstangi sé með tvöfalda tengingu við flutningskerfið sé erfitt að réttlæta uppsetningu varaaflsstöðvar. „Það má alltaf velta því fyrir sér hversu mikið getur þú fjárfest í örygginu. Við erum allavega með mjög marga staði á landinu sem eru með miklu minna öryggi og það er bara hluti af okkar neyðaráætlunum að dreifa varaflstöðvum þar sem hættan er mest. Þangað þar sem ein bilun veldur rafmagnsleysi.“
Húnaþing vestra Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22
Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00
Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent