Tjón Landsnets áætlað 3 - 400 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2019 18:35 Tjón Landsnets vegna veðurofsans hleypur á þrjú til fjögur hundruð milljónum króna. Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik eru þar ekki talin hús sem hafa verið rýmd og sumarbústaðir. 360 heimili og fyrirtæki á Norðurlandi voru enn án rafmagns í byrjun dags vegna þeirra skemmda sem urðu á flutnings- og dreifikerfi raforku í veðurofsanum í vikunni. Fyrir tilstuðlan viðgerða og varaafls var sá fjöldi kominn niður í fimm heimili nú fyrir fréttir búist að svo verði til morguns. Hjá Landsneti hafa viðgerðir á byggðalínunni svokölluðu staðið yfir síðustu daga og verkið gengið þokkalega vel. „Í gær gátum við tengt Breiðadalslínu á Vestfjörðum við kerfið. Sem þýddi að þá var hægt að taka Vestfirði af varaafli. Í gær vorum við líka með fjörutíu manns í vinnu við Dalvíkurlínu sem var línan sem fór verst út í þessu veðri. Við notuðum daginn við að hreinsa ísingu af línunum og taka brakið af brotnu staurunum og byrjuðum í dag að reisa nýja staura,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Varðskipið Þór hefur séð Dalvíkurbyggð fyrir varafli. Búist er við að skipið verði þar í nokkra daga í viðbót því viðgerðir á Dalvíkurlínu munu taka nokkra daga. „Við erum að vonast til að línan verði komin í rekstur á miðvikudag í næstu viku.“ Flogið var yfir Kópaskerslínu, Húsavíkurlínu og Laxárlínu í dag til að meta tjónið og verður farið í þær eftir Dalvíkurlínuna. „En það eru góðar fréttir af Kópaskerslínu. Við gátum tengt hluta af henni við kerfið í dag. Við það losna þrjár varaaflsvélar sem er hægt að nota einhversstaðar annarsstaðar þar sem þörf er á.“Er Landsnet farið að áætla tjónið af þessum ofsa? „Það er ljóst að þetta er mikið tjón og við reiknum með að þetta hlaupi á 3 – 400 milljónum þegar uppi er staðið.“ Atburðir vikunnar sýna að styrkja þurfi kerfið. „Við höfum talað lengi fyrir því hjá Landsneti. Við erum með Byggðalínu sem er að verða hálfrar aldar gömul. Það er ljóst að það þarf að fara í styrkingar og gera það eins fljótt og mögulegt er.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira
Tjón Landsnets vegna veðurofsans hleypur á þrjú til fjögur hundruð milljónum króna. Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik eru þar ekki talin hús sem hafa verið rýmd og sumarbústaðir. 360 heimili og fyrirtæki á Norðurlandi voru enn án rafmagns í byrjun dags vegna þeirra skemmda sem urðu á flutnings- og dreifikerfi raforku í veðurofsanum í vikunni. Fyrir tilstuðlan viðgerða og varaafls var sá fjöldi kominn niður í fimm heimili nú fyrir fréttir búist að svo verði til morguns. Hjá Landsneti hafa viðgerðir á byggðalínunni svokölluðu staðið yfir síðustu daga og verkið gengið þokkalega vel. „Í gær gátum við tengt Breiðadalslínu á Vestfjörðum við kerfið. Sem þýddi að þá var hægt að taka Vestfirði af varaafli. Í gær vorum við líka með fjörutíu manns í vinnu við Dalvíkurlínu sem var línan sem fór verst út í þessu veðri. Við notuðum daginn við að hreinsa ísingu af línunum og taka brakið af brotnu staurunum og byrjuðum í dag að reisa nýja staura,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Varðskipið Þór hefur séð Dalvíkurbyggð fyrir varafli. Búist er við að skipið verði þar í nokkra daga í viðbót því viðgerðir á Dalvíkurlínu munu taka nokkra daga. „Við erum að vonast til að línan verði komin í rekstur á miðvikudag í næstu viku.“ Flogið var yfir Kópaskerslínu, Húsavíkurlínu og Laxárlínu í dag til að meta tjónið og verður farið í þær eftir Dalvíkurlínuna. „En það eru góðar fréttir af Kópaskerslínu. Við gátum tengt hluta af henni við kerfið í dag. Við það losna þrjár varaaflsvélar sem er hægt að nota einhversstaðar annarsstaðar þar sem þörf er á.“Er Landsnet farið að áætla tjónið af þessum ofsa? „Það er ljóst að þetta er mikið tjón og við reiknum með að þetta hlaupi á 3 – 400 milljónum þegar uppi er staðið.“ Atburðir vikunnar sýna að styrkja þurfi kerfið. „Við höfum talað lengi fyrir því hjá Landsneti. Við erum með Byggðalínu sem er að verða hálfrar aldar gömul. Það er ljóst að það þarf að fara í styrkingar og gera það eins fljótt og mögulegt er.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira
Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03