Rarik vonast til að svo til allir verði komnir með rafmagn í lok dags Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2019 12:45 Starfsmenn Rarik leggja allt kapp á að koma rafmagni til þeirra sem eru án hitaveitu vegna kulda. Rarik.is Vonast er til að svo til allir þeir sem misstu rafmagnið í óveðrinu verði komnir með rafmagn í lok dags. Starfsmenn Rarik leggja allt kapp á að koma rafmagni til þeirra sem eru án hitaveitu vegna kulda. 360 heimili og fyrirtæki voru án rafmagns án Norðurlandi í gær eftir veðurofsann sem gekk yfir landið í vikunni. Rarik vonast til að lækka þá tölu verulega í dag. „Staðan er sú að við vonumst til að þessi tala lækki niður í 200 á næstu tímum. Við höfum unnið við viðgerðir í Öxnadal, Hörgárdal og Svarfaðardal. Við vonumst til að notendur þar fari að koma inn. Í lok dags vonumst við til að svo til allir okkar viðskiptavinir verði komnir með rafmagn með viðgerðum eða í gegnum varafl,“ segir Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og formaður neyðarstjórnar Rariks. Spáð er miklu frosti í dag, allt að sextán stigum inn til landsins, og því forgangsatriði að koma rafmagni á staði sem eru án hitaveitu. „Við munum leggja áherslu á að koma rafmagni á þá staði. Þetta er á Norðausturhorninu. Tjörnesi, Öxnadalnum, Hörgárdalnum og á Skaganum. Þar eru köld svæði og við munum vinna að því í dag.“ Á Tjörnesi þarf að gera við slit og staurabrot, verið er að spennusetja í Svarfaðardal eftir viðgerðir og í Skagafirði standa yfir viðgerðir á Glaumbæjarlínu. Varavélar eru keyrðar á Norðausturhorninu. Vonast er til að hægt sé að fasa einhverjar þeirra út í dag. „Bið erum með 80-90 manns að vinna í þessum verkefnum. Þetta er búið að vera gífurlegt álag á okkar starfsfólki frá því á þriðjudag. Við höldum áfram þar til allir eru komnir með rafmagn.“ Þó svo til allir verði komnir með rafmagn í lok dags er mikið verk fyrir höndum. „Viðgerðum verður ekki lokið og verðum við á fullu að því næstu daga.“ Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Vonast er til að svo til allir þeir sem misstu rafmagnið í óveðrinu verði komnir með rafmagn í lok dags. Starfsmenn Rarik leggja allt kapp á að koma rafmagni til þeirra sem eru án hitaveitu vegna kulda. 360 heimili og fyrirtæki voru án rafmagns án Norðurlandi í gær eftir veðurofsann sem gekk yfir landið í vikunni. Rarik vonast til að lækka þá tölu verulega í dag. „Staðan er sú að við vonumst til að þessi tala lækki niður í 200 á næstu tímum. Við höfum unnið við viðgerðir í Öxnadal, Hörgárdal og Svarfaðardal. Við vonumst til að notendur þar fari að koma inn. Í lok dags vonumst við til að svo til allir okkar viðskiptavinir verði komnir með rafmagn með viðgerðum eða í gegnum varafl,“ segir Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og formaður neyðarstjórnar Rariks. Spáð er miklu frosti í dag, allt að sextán stigum inn til landsins, og því forgangsatriði að koma rafmagni á staði sem eru án hitaveitu. „Við munum leggja áherslu á að koma rafmagni á þá staði. Þetta er á Norðausturhorninu. Tjörnesi, Öxnadalnum, Hörgárdalnum og á Skaganum. Þar eru köld svæði og við munum vinna að því í dag.“ Á Tjörnesi þarf að gera við slit og staurabrot, verið er að spennusetja í Svarfaðardal eftir viðgerðir og í Skagafirði standa yfir viðgerðir á Glaumbæjarlínu. Varavélar eru keyrðar á Norðausturhorninu. Vonast er til að hægt sé að fasa einhverjar þeirra út í dag. „Bið erum með 80-90 manns að vinna í þessum verkefnum. Þetta er búið að vera gífurlegt álag á okkar starfsfólki frá því á þriðjudag. Við höldum áfram þar til allir eru komnir með rafmagn.“ Þó svo til allir verði komnir með rafmagn í lok dags er mikið verk fyrir höndum. „Viðgerðum verður ekki lokið og verðum við á fullu að því næstu daga.“
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira