Fimm manna fjölskyldu bjargað eftir rafmagnslausan sólarhring: „Þið eruð að koma með okkur“ Birgir Olgeirsson og Eiður Þór Árnason skrifa 13. desember 2019 23:16 Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki þegar þeir björguðu fimm manna fjölskyldu á miðvikudag sem hafði setið rafmagnslaus á bóndabæ sínum í botni Svarfaðardals í rúman sólarhring. Hjónin Atli Þór Friðriksson og Guðrún Magnúsdóttir búa ásamt börnunum sínum þremur á bænum Koti í botni Svarfaðardals. Þar reka þau sauðfjárbúásamt því að sinna öðrum störfum. Veðrið versnaði skjótt á þriðjudag. Þegar farið var að líða á óveðrið voru þau orðin áhyggjufull í rafmagnslausu og ísköldu húsi og höfðu enga leið til að hafa samskipti við umheiminn. „Við erum nú svo sem öllum veðrum vön hérna á þessu svæði en þetta var svolítið mikið. Við sáum ekkert, ekki handa okkar skil,“ sagði Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið alltaf eins Klukkan fjögur á þriðjudag fór rafmagnið. „Þá vorum við alveg sambandslaus í sólarhring. Þá vorum við ekkert farin að frétta og veðrið alltaf eins þangað til að á miðvikudagskvöld, þá var farið að skána aðeins. Það var fór svolítið um okkur þarna eftir sólarhringinn.“ Þau lögðu allt kapp á að halda á sér hita. „Við kveiktum bara á kertum. Við vorum náttúrlega ekki með neitt varaafl eða neitt. Við vorum bara saman í einu herbergi. Við náttúrulega erum með þrjú börn svo að við pössuðum okkur bara á því að halda einu herbergi heitu, vorum með kerti og okkur tókst það nokkuð vel á meðan kertabirgðirnar voru góðar, en alls staðar annars staðar var orðið mjög kalt í húsinu.“ Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti í Svarfaðadal.Stöð 2 Höfðu ekkert val Á miðvikudeginum var farið að óttast um fjölskylduna og björgunarsveitarmenn sendir á staðinn. „Þeir þumbuðust hérna marga klukkutíma á leiðinni, komust alla leið til okkar og þeir gáfu okkur ekkert val. Þeir bara sögðu: „Þið eruð að koma með okkur. Þetta er það slæmt ástand að það þið fáið ekki rafmagn á næstunni og þið verðið bara að koma.“ Við höfðum ekkert val um það.“ Þegar fréttastofu bar að garði í dag höfðu hjónin farið á vélsleða að bænum til að koma hita í húsið og huga að sauðfénu. Þau sjá ekki fram á að þetta ástand hafi áhrif á framtíðarbúsetu þeirra í botni dalsins. „Það er voðalega gott að vera þarna, það er ekki það sko. Ég veit að þetta er bara svona en neinei við erum ekkert endilega á förum,“ sagði Atli, bóndi á Koti í Svarfaðardal. Björgunarsveitir Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira
Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki þegar þeir björguðu fimm manna fjölskyldu á miðvikudag sem hafði setið rafmagnslaus á bóndabæ sínum í botni Svarfaðardals í rúman sólarhring. Hjónin Atli Þór Friðriksson og Guðrún Magnúsdóttir búa ásamt börnunum sínum þremur á bænum Koti í botni Svarfaðardals. Þar reka þau sauðfjárbúásamt því að sinna öðrum störfum. Veðrið versnaði skjótt á þriðjudag. Þegar farið var að líða á óveðrið voru þau orðin áhyggjufull í rafmagnslausu og ísköldu húsi og höfðu enga leið til að hafa samskipti við umheiminn. „Við erum nú svo sem öllum veðrum vön hérna á þessu svæði en þetta var svolítið mikið. Við sáum ekkert, ekki handa okkar skil,“ sagði Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið alltaf eins Klukkan fjögur á þriðjudag fór rafmagnið. „Þá vorum við alveg sambandslaus í sólarhring. Þá vorum við ekkert farin að frétta og veðrið alltaf eins þangað til að á miðvikudagskvöld, þá var farið að skána aðeins. Það var fór svolítið um okkur þarna eftir sólarhringinn.“ Þau lögðu allt kapp á að halda á sér hita. „Við kveiktum bara á kertum. Við vorum náttúrlega ekki með neitt varaafl eða neitt. Við vorum bara saman í einu herbergi. Við náttúrulega erum með þrjú börn svo að við pössuðum okkur bara á því að halda einu herbergi heitu, vorum með kerti og okkur tókst það nokkuð vel á meðan kertabirgðirnar voru góðar, en alls staðar annars staðar var orðið mjög kalt í húsinu.“ Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti í Svarfaðadal.Stöð 2 Höfðu ekkert val Á miðvikudeginum var farið að óttast um fjölskylduna og björgunarsveitarmenn sendir á staðinn. „Þeir þumbuðust hérna marga klukkutíma á leiðinni, komust alla leið til okkar og þeir gáfu okkur ekkert val. Þeir bara sögðu: „Þið eruð að koma með okkur. Þetta er það slæmt ástand að það þið fáið ekki rafmagn á næstunni og þið verðið bara að koma.“ Við höfðum ekkert val um það.“ Þegar fréttastofu bar að garði í dag höfðu hjónin farið á vélsleða að bænum til að koma hita í húsið og huga að sauðfénu. Þau sjá ekki fram á að þetta ástand hafi áhrif á framtíðarbúsetu þeirra í botni dalsins. „Það er voðalega gott að vera þarna, það er ekki það sko. Ég veit að þetta er bara svona en neinei við erum ekkert endilega á förum,“ sagði Atli, bóndi á Koti í Svarfaðardal.
Björgunarsveitir Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira