Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Birgir Olgeirsson og Eiður Þór Árnason skrifa 13. desember 2019 21:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra prófaði í dag að brjóta ís af Dalvíkurlínu. Hún segir ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið. Stöð 2 Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið eftir veðurofsann og ljóst er að forgangsraða þarf í kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra en hagsmunir fárra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynntu sér aðstæður á svæðinu í dag. Stöðufundur haldinn með ráðherrum Bæjarstjórn Dalvíkur hélt stöðufund með ráðherrunum fimm í dag. Þar greindi bæjarstjórinn ráðherrunum frá því að öll fjarskipti hafi verið úti á meðan óveðrinu stóð, þar á meðal útvarpsútsendingar. Því næst var haldið í varðskipið Þór sem liggur niður við bryggju í Dalvíkurhöfn og mun skaffa bænum rafmagn næstu daga á meðan viðgerðum á Dalvíkurlínu standa yfir. Þar var áhöfn skipsins og ríkisstjórninni þakkað fyrir. „Við erum ákveðinn forréttindahópur í þjóðfélaginu núna bara fyrir að fá að hafa þetta hérna því að það eru mörg svæði sem myndu þiggja það á þessari stundu,“ sagði Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar um borð í Þór. Að því loknu skoðuðu ráðherrarnir skemmdirnar á Dalvíkurlínu og tóku þátt í að berja ísinn af línunni. Segir rafmagnsleysið hafa ógnað þjóðaröryggi Rafmagnsleysi á Norðurlandi er sagt hafa ógnað þjóðaröryggi og hefur verið kvartað yfir því hve langan tíma það tekur að koma úrbótum í gegnum kerfið. Samgönguráðherra segir ljóst að þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra í því ferli. „Það getur ekki vegið þyngra, sjónmengun hjá einhverjum einstaklingum en líf og öryggi samborgara þeirra. Við þurfum að hafa einhverja ferla til að geta lagt aðalvegina og aðalflutningslínurnar, þannig er það á Norðurlöndunum og þannig þurfum við að hafa það á Íslandi líka,“ sagði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir ljóst að tjónið sé mikið. „Það var ákveðið í morgun að setja á laggirnar viðbragðshóp eða átakshóp stjórnvalda, fimm ráðuneyta, þar sem á að fara yfir þessa innviði okkar, af því auðvitað er þetta svakalegt ástand fyrir íbúa. Þetta er mjög þung staða fyrir íbúa á þessu svæði þar sem við erum bæði með umfangsmesta rafmagnsleysi á síðari tímum og mest langvarandi rafmagnsleysi. Við þurfum auðvitað að fara yfir þessa innviði og hvernig við þurfum að forgangsraða aðgerðum til að treysta það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. 13. desember 2019 08:08 Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45 Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20 Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið eftir veðurofsann og ljóst er að forgangsraða þarf í kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra en hagsmunir fárra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynntu sér aðstæður á svæðinu í dag. Stöðufundur haldinn með ráðherrum Bæjarstjórn Dalvíkur hélt stöðufund með ráðherrunum fimm í dag. Þar greindi bæjarstjórinn ráðherrunum frá því að öll fjarskipti hafi verið úti á meðan óveðrinu stóð, þar á meðal útvarpsútsendingar. Því næst var haldið í varðskipið Þór sem liggur niður við bryggju í Dalvíkurhöfn og mun skaffa bænum rafmagn næstu daga á meðan viðgerðum á Dalvíkurlínu standa yfir. Þar var áhöfn skipsins og ríkisstjórninni þakkað fyrir. „Við erum ákveðinn forréttindahópur í þjóðfélaginu núna bara fyrir að fá að hafa þetta hérna því að það eru mörg svæði sem myndu þiggja það á þessari stundu,“ sagði Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar um borð í Þór. Að því loknu skoðuðu ráðherrarnir skemmdirnar á Dalvíkurlínu og tóku þátt í að berja ísinn af línunni. Segir rafmagnsleysið hafa ógnað þjóðaröryggi Rafmagnsleysi á Norðurlandi er sagt hafa ógnað þjóðaröryggi og hefur verið kvartað yfir því hve langan tíma það tekur að koma úrbótum í gegnum kerfið. Samgönguráðherra segir ljóst að þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra í því ferli. „Það getur ekki vegið þyngra, sjónmengun hjá einhverjum einstaklingum en líf og öryggi samborgara þeirra. Við þurfum að hafa einhverja ferla til að geta lagt aðalvegina og aðalflutningslínurnar, þannig er það á Norðurlöndunum og þannig þurfum við að hafa það á Íslandi líka,“ sagði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir ljóst að tjónið sé mikið. „Það var ákveðið í morgun að setja á laggirnar viðbragðshóp eða átakshóp stjórnvalda, fimm ráðuneyta, þar sem á að fara yfir þessa innviði okkar, af því auðvitað er þetta svakalegt ástand fyrir íbúa. Þetta er mjög þung staða fyrir íbúa á þessu svæði þar sem við erum bæði með umfangsmesta rafmagnsleysi á síðari tímum og mest langvarandi rafmagnsleysi. Við þurfum auðvitað að fara yfir þessa innviði og hvernig við þurfum að forgangsraða aðgerðum til að treysta það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. 13. desember 2019 08:08 Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45 Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20 Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. 13. desember 2019 08:08
Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45
Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20
Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent