Gleðigjafinn Solla og Daði Freyr send heim í Allir geta dansað Sóley Guðmundsdóttir skrifar 13. desember 2019 22:15 Solla Eiríks og Daði voru send heim í kvöld M.Flóvent Solla Eiríks og Daði Freyr voru send heim í Allir geta dansað í kvöld. Þau eru annað parið til að vera sent heim og því eru átta pör eftir. Úrslitin voru óvænt og segja þau mikið um hversu sterk pörin eru orðin. Vala Eiríks og Sigurður Már voru eitt af tveimur neðstu pörunum í kvöld. Þau voru með flest stig frá dómurum úr síðustu tveimur þáttum fyrir kvöldið í kvöld. Vala og Siggi komust áfram og halda áfram keppni næsta föstudag. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Vildarbarna Icelandair. Vildarbörn Icelandair er sjóður sem gerir langveikum börnum auk barna í sérstökum aðstæðum kleift að ferðast með fjölskyldum sínum. Alls hafa um 700 fjölskyldur notið góðs af ferðastyrkjum sjóðsins. Solla sagði frá því í Ísland í dag þegar hún fór í kulnun og að Allir geta dansað hafi í raun komið inn í hennar líf eins og himnasending. Solla segir að hún hafi verið alveg uppgefin á tíma en sem betur fer hafi hún verið búin að samþykkja að taka þátt í Allir geta dansað. „Svo byrja æfingar og ég man á fyrstu æfingunni held ég að ég hafi getað dansað í svona korter. Ég var bara búin, taugakerfið, líkaminn og allt saman. En dansinn er bara guðgómlegur.“ Solla Eiríks og Daði Freyr voru eðlilega svekkt þegar úrslitin lágu fyrir.M. Flóvent Dómararnir voru sammála um það að þau eiga eftir að sakna Sollu og Daða. Jóhann Gunnar sagði um parið: „Þið geislið af lífsgleði og við eigum eftir að sakna ykkar.“ Solla og Daði fengu samtals 18 stig frá dómurunum, sex frá hverju þeirra. Símakosningin vó helming á móti einkunnum dómara og dugðu atkvæðin og einkunnir því miður ekki til. Í næstu viku verður þátturinn með sérstöku jólaþema og verður gaman að sjá hvað pörin átta sem eftir eru galdra fram úr erminni.Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Solla Eiríks og Daði Freyr voru send heim í Allir geta dansað í kvöld. Þau eru annað parið til að vera sent heim og því eru átta pör eftir. Úrslitin voru óvænt og segja þau mikið um hversu sterk pörin eru orðin. Vala Eiríks og Sigurður Már voru eitt af tveimur neðstu pörunum í kvöld. Þau voru með flest stig frá dómurum úr síðustu tveimur þáttum fyrir kvöldið í kvöld. Vala og Siggi komust áfram og halda áfram keppni næsta föstudag. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Vildarbarna Icelandair. Vildarbörn Icelandair er sjóður sem gerir langveikum börnum auk barna í sérstökum aðstæðum kleift að ferðast með fjölskyldum sínum. Alls hafa um 700 fjölskyldur notið góðs af ferðastyrkjum sjóðsins. Solla sagði frá því í Ísland í dag þegar hún fór í kulnun og að Allir geta dansað hafi í raun komið inn í hennar líf eins og himnasending. Solla segir að hún hafi verið alveg uppgefin á tíma en sem betur fer hafi hún verið búin að samþykkja að taka þátt í Allir geta dansað. „Svo byrja æfingar og ég man á fyrstu æfingunni held ég að ég hafi getað dansað í svona korter. Ég var bara búin, taugakerfið, líkaminn og allt saman. En dansinn er bara guðgómlegur.“ Solla Eiríks og Daði Freyr voru eðlilega svekkt þegar úrslitin lágu fyrir.M. Flóvent Dómararnir voru sammála um það að þau eiga eftir að sakna Sollu og Daða. Jóhann Gunnar sagði um parið: „Þið geislið af lífsgleði og við eigum eftir að sakna ykkar.“ Solla og Daði fengu samtals 18 stig frá dómurunum, sex frá hverju þeirra. Símakosningin vó helming á móti einkunnum dómara og dugðu atkvæðin og einkunnir því miður ekki til. Í næstu viku verður þátturinn með sérstöku jólaþema og verður gaman að sjá hvað pörin átta sem eftir eru galdra fram úr erminni.Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Allir geta dansað Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira