Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2019 14:17 Katrín bæjarstjóri á Dalvík ræðir við forsætisráðherra, samgönguráðherra, sjávarútvegsráðherra, dómsmálaráðherra og iðnaðarráðherra. Vísir/BirgirO Fimm úr ráðherrateymi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur funduðu með bæjarfulltrúum og fulltrúum úr atvinnulífinu á Dalvík klukkan tvö í dag. Fundurinn fór fram við kertaljós sem var bæði táknrænt í ljósi rafmagnsleysisins sem verið hefur í Fjallabyggð, Dalvík og nærliggjandi svæðum en sömuleiðis til að spara rafmagn. Fjölmiðlar fengu að fylgjast með upphafi fundar en síðan hafa umræður farið fram á lokuðum fundi. Ráðherrar hafa spurt Katrínu Sigurjónsdóttur út í ástandið undanfarna daga og hvernig viðbrögð hafa verið á svæðinu en ýmislegt hefur gengið á. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp fimm ráðuneyta sem verður falið að meta hvaða aðgerðir séu færar til að efla innviði í flutnings- og dreifikerfi raforku og fjarskiptum til að tryggja að slíkir grunninnviðir séu í stakk búnir til að takast á við ofsaveður á borð við það sem geysaði á landinu undanfarna sólarhringa. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu mun leiða vinnu starfshópsins. Miðað er við að hann skili tillögums ínum fyrir 1. mars 2020. Til viðbótar við öryggi í raforku og fjarskiptum mun hópurinn skoða samgöngur, byggðamál og dreifikerfi ríkisútvarpsins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að það sé mat ríkisstjórnarinnar að tryggir samfélagslegir innviðir lúti að þjóðaröryggi. Starfshópurinn mun beina athygli sinni sérstaklega að afhendingaröryggi raforku. Þannig verður kallað eftir skýrslum og greiningum af hálfu Landsnets og dreifiveitna á því tjóni hlaust af óveðrinu á þiðjudag og miðvikudag. Ríkisstjórnin vill vita hvernig fyrirtækin undirbjuggu sig, hvernig unnið var í samræmi við fyrirliggjandi viðbragðsáætlanir fyrirtækjanna og hvað hefði mátt betur fara. Starfshópnum er falið að greina upplýsingar og koma fram með tillögur að úrbótum sem geta eflt flutnings- og dreifikerfi raforku þannig að það geti betur mætt ofsaveðrum og öðrum áföllum. Þar með verði unnt að lágmarka það samfélagslega- og efnahagslega tjón sem hlýst af langvarandi og víðtæku rafmagnsleysi á tilteknum landsvæðum. Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Fimm úr ráðherrateymi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur funduðu með bæjarfulltrúum og fulltrúum úr atvinnulífinu á Dalvík klukkan tvö í dag. Fundurinn fór fram við kertaljós sem var bæði táknrænt í ljósi rafmagnsleysisins sem verið hefur í Fjallabyggð, Dalvík og nærliggjandi svæðum en sömuleiðis til að spara rafmagn. Fjölmiðlar fengu að fylgjast með upphafi fundar en síðan hafa umræður farið fram á lokuðum fundi. Ráðherrar hafa spurt Katrínu Sigurjónsdóttur út í ástandið undanfarna daga og hvernig viðbrögð hafa verið á svæðinu en ýmislegt hefur gengið á. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp fimm ráðuneyta sem verður falið að meta hvaða aðgerðir séu færar til að efla innviði í flutnings- og dreifikerfi raforku og fjarskiptum til að tryggja að slíkir grunninnviðir séu í stakk búnir til að takast á við ofsaveður á borð við það sem geysaði á landinu undanfarna sólarhringa. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu mun leiða vinnu starfshópsins. Miðað er við að hann skili tillögums ínum fyrir 1. mars 2020. Til viðbótar við öryggi í raforku og fjarskiptum mun hópurinn skoða samgöngur, byggðamál og dreifikerfi ríkisútvarpsins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að það sé mat ríkisstjórnarinnar að tryggir samfélagslegir innviðir lúti að þjóðaröryggi. Starfshópurinn mun beina athygli sinni sérstaklega að afhendingaröryggi raforku. Þannig verður kallað eftir skýrslum og greiningum af hálfu Landsnets og dreifiveitna á því tjóni hlaust af óveðrinu á þiðjudag og miðvikudag. Ríkisstjórnin vill vita hvernig fyrirtækin undirbjuggu sig, hvernig unnið var í samræmi við fyrirliggjandi viðbragðsáætlanir fyrirtækjanna og hvað hefði mátt betur fara. Starfshópnum er falið að greina upplýsingar og koma fram með tillögur að úrbótum sem geta eflt flutnings- og dreifikerfi raforku þannig að það geti betur mætt ofsaveðrum og öðrum áföllum. Þar með verði unnt að lágmarka það samfélagslega- og efnahagslega tjón sem hlýst af langvarandi og víðtæku rafmagnsleysi á tilteknum landsvæðum.
Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51