„Snýst auðvitað um líf fólks í landinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 14:18 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Endurbætur á dreifi- og flutningskerfi raforku hefur hafa gengið of hægt og óveðrið sem gengið hefur yfir landið í þessari viku er lærdómur um að gera þurfi betur. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Í færslu sem hún birtir á Facebook í dag nefnir hún dæmi um mágkonu sína sem vinnur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga sem þurfti að finna lyf handa sjúklingum í svarta myrkri með vasaljós á enninu. „Bærinn rafmagnslaus og ekkert varaafl. Eitt dæmi af ótalmörgum um áhrif óveðursins á það sem við köllum því stofnanalega nafni „flutnings- og dreifikerfi raforku“ en snýst auðvitað um líf fólksins í landinu,“ skrifar Þórdís.Sjá einnig: Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Þá ítrekar hún í færslu sinni að hún standi við þau orð sín um að þeir sem búi á höfuðborgarsvæðinu geri sér ekki alltaf nógu vel grein fyrir þeim veruleika sem margir búi við úti á landi hvað þetta varðar. „forstjóri Rarik staðfesti í útvarpsviðtali í morgun að það væri tvennt ólíkt að ræða við heimamenn um línulagnir en þá sem eiga jarðir en búa ekki sjálfir á svæðinu. Það er skýr birtingarmynd þess sem ég hef sagt. Vonandi eykst núna skilningur á mikilvægi traustra innvið,“ segir Þórdís. Henni séu þó efst í huga þeir sem hafi mátt þola ýmis harðindi vegna veðurofsans og þakklæti til viðbragðsaðila sem staðið hafa vaktina. „Truflanir á þessum skala eru nær óþekktar þó að horft sé áratugi aftur í tímann. Það segir okkur að kerfið sé nokkuð gott. En ekki nógu gott. Landsnet hefur í níu ár af síðustu tíu náð markmiði sínu um 99,99% áreiðanleika kerfisins gagnvart forgangsnotendum. Það er góður árangur en óveðrið núna er engu að síður lærdómur um að gera þarf betur,“ segir í færslu Þórdísar. Aukin áhersla stjórnvalda á jarðstrengi hafi skilað sér í auknu afhendingaröryggi og halda þurfi áfram á þeirri braut. Tæknilegar hindranir geri það þó af verkum að það sé ekki hægt í öllum tilfellum. „Endurbætur hafa gengið of hægt. Sérfræðingar fullyrða að samþykktarferlið hafi tafið úrbætur sem í einhverjum tilvikum hefðu dregið stórlega úr vandkvæðunum núna. Í dag er mikilvægast að koma aftur á rafmagni alls staðar eins fljótt og auðið er. En samhliða því ætlum við strax að greina atburðarásina og hvernig koma megi í veg fyrir þessa stöðu,“ segir Þórdís. Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. 12. desember 2019 13:44 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Endurbætur á dreifi- og flutningskerfi raforku hefur hafa gengið of hægt og óveðrið sem gengið hefur yfir landið í þessari viku er lærdómur um að gera þurfi betur. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Í færslu sem hún birtir á Facebook í dag nefnir hún dæmi um mágkonu sína sem vinnur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga sem þurfti að finna lyf handa sjúklingum í svarta myrkri með vasaljós á enninu. „Bærinn rafmagnslaus og ekkert varaafl. Eitt dæmi af ótalmörgum um áhrif óveðursins á það sem við köllum því stofnanalega nafni „flutnings- og dreifikerfi raforku“ en snýst auðvitað um líf fólksins í landinu,“ skrifar Þórdís.Sjá einnig: Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Þá ítrekar hún í færslu sinni að hún standi við þau orð sín um að þeir sem búi á höfuðborgarsvæðinu geri sér ekki alltaf nógu vel grein fyrir þeim veruleika sem margir búi við úti á landi hvað þetta varðar. „forstjóri Rarik staðfesti í útvarpsviðtali í morgun að það væri tvennt ólíkt að ræða við heimamenn um línulagnir en þá sem eiga jarðir en búa ekki sjálfir á svæðinu. Það er skýr birtingarmynd þess sem ég hef sagt. Vonandi eykst núna skilningur á mikilvægi traustra innvið,“ segir Þórdís. Henni séu þó efst í huga þeir sem hafi mátt þola ýmis harðindi vegna veðurofsans og þakklæti til viðbragðsaðila sem staðið hafa vaktina. „Truflanir á þessum skala eru nær óþekktar þó að horft sé áratugi aftur í tímann. Það segir okkur að kerfið sé nokkuð gott. En ekki nógu gott. Landsnet hefur í níu ár af síðustu tíu náð markmiði sínu um 99,99% áreiðanleika kerfisins gagnvart forgangsnotendum. Það er góður árangur en óveðrið núna er engu að síður lærdómur um að gera þarf betur,“ segir í færslu Þórdísar. Aukin áhersla stjórnvalda á jarðstrengi hafi skilað sér í auknu afhendingaröryggi og halda þurfi áfram á þeirri braut. Tæknilegar hindranir geri það þó af verkum að það sé ekki hægt í öllum tilfellum. „Endurbætur hafa gengið of hægt. Sérfræðingar fullyrða að samþykktarferlið hafi tafið úrbætur sem í einhverjum tilvikum hefðu dregið stórlega úr vandkvæðunum núna. Í dag er mikilvægast að koma aftur á rafmagni alls staðar eins fljótt og auðið er. En samhliða því ætlum við strax að greina atburðarásina og hvernig koma megi í veg fyrir þessa stöðu,“ segir Þórdís.
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. 12. desember 2019 13:44 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53
Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. 12. desember 2019 13:44
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51